Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 72
15. júní 2006 FIMMTUDAGUR48
„Ég reyni að nýta tímann vel og
fara vel yfir síðasta leik, tækni og
annað,“ segir Birkir Ívar Guð-
mundsson landsliðsmarkvörður,
sem spilar með Haukum. Hann
skoðar myndbönd frá síðasta leik
sem fram fór í Stokkhólmi á
sunnudag. „Ég skoða hvað ég get
gert betur og hvernig Svíarnir
skjóta.“ Leikurinn á laugardaginn
leggst vel í Birki og segir hann
það skipta miklu að spila á heima-
velli og að ekki skemmi fyrir að
Laugardalshöllin sé troðfull.
„Stuðningur áhorfenda skilar sér
inn á völlinn og það er ekkert sér-
stakt að spila fyrir tómum stúk-
um. Þessi leikur er góð uppskrift
að sigri.“ Birkir segist ekki vera
hjátrúarfullur en hann reynir þó
að spila í sama bolnum undir treyj-
unni.
Stúderar tækni Svíanna
BIRKIR ÍVAR GUÐMUNDSSSON Reynir að
spila alltaf í sama bolnum undir treyjunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN
Sigfús Sigurðsson er einn besti
varnarmaður íslenska lansliðsins
og spilar með spænska liðinu
Ademar Leon á Spáni. „Ég er ekki
búinn að gera neitt sérstakt til að
búa mig undir þennan leik. Ég
reyni þó að breyta ekkert út af
venju minni og líki leikjum við
próf. Maður á ekki að gera neitt
óvenjulegt og reyna að læra undir
það eins og maður gerir venju-
lega. Þá fær maður bestu útkom-
una.“ Sigfús segist ekki vilja setja
sjálfan sig undir óþarfa pressu og
það eina sem hann hugsar um
fyrir leiki er að skórnir séu með í
för svo að geti að minnsta kosti
spilað. Sigfús tók þátt í Stjörnu-
golfinu sem var á þriðjudaginn og
segist vera mikill áhugagolfari.
„Ég átti reyndar mjög lélegan leik
á þriðjudaginn og ég spilaði með
Tryggva Guðmundssyni fótbolta-
kappa í frábæru golfveðri.“
Breytir ekki út af venjunni
SIGFÚS SIGURÐSSON Hugsar um að hafa
strigaskóna með sér fyrir leiki svo hann geti
spilað. FRETTABLAÐIÐ/HARALDUR
Vignir Svavarsson leikur með
Skjern í Danmörku. „Ég er búinn
að vera duglegur að horfa á HM
og vera með fjölskyldum og
vinum. Bara slappa af, það er ekk-
ert hægt að gera þegar það er
svona veður. Annars líst mér bara
vel á þetta, það er uppselt í Höll-
ina og ég er mjög spenntur fyrir
þessu.“
Vinir og fjölskylda
„Þegar ég er ekki að liggja yfir
videóupptökum og er í tölvunni þá
fer ég og syndi,“ segir Alfreð
Gíslason landsliðsþjálfari.
„Ég bara get ekki hlaupið leng-
ur út af hnjánum og til að ná hreyf-
ingu fer ég og syndi. Að öðru leyti
er ekki um neinn frítíma að ræða
fyrir mig. Hins vegar ætla ég að
taka mér verulega gott frí þegar
ég er búinn með þennan leik því
þá ætla ég að hjóla í tvo til þrjá
tíma á dag í Þýskalandi,“ segir
Alfreð.
Syndir og hjólar
ALFREÐ GÍSLASON Landsliðsþjálfarinn
syndir þegar hann er ekki að þjálfa íslenska
landsliðið.
Það væsir ekki um söngvarann
Magna Ásgeirsson, sem þessa dag-
ana dvelst í Los Angeles og berst
fyrir því að komast í sjónvarps-
þáttinn Rockstar: Supernova. Eins
og Fréttablaðið hefur greint frá
fóru fjórir Íslendingar utan fyrir
skemmstu og reyndu fyrir sér í
áheyrnarprufum fyrir þáttinn. Þau
sem fóru út voru Hreimur Örn
Heimisson úr Landi og sonum,
Idol-stjarnan Aðalheiður Ólafs-
dóttir og Kristófer Jensson úr
Lights on the Highway. Af þeim
fékk Magni að halda áfram og hann
er nú kominn í 18 manna úrtak. Af
þeim verður valinn 15 manna loka-
hópur fyrir þættina. Upptökur
hefjast í næsta mánuði og þættirn-
ir verða sýndir á Skjá einum.
Fyrsta serían af Rockstar var
sýnd síðastliðinn vetur en þar leit-
uðu liðsmenn áströlsku rokksveit-
arinnar INXS að nýjum söngvara.
Þættirnir nutu fádæma vinsælda
og beint þótti liggja við að gera
aðra seríu. Að þessu sinni er
hljómsveitin Supernova í for-
grunni en hana skipa trommarinn
Tommy Lee, úr Mötley Crüe, gít-
arleikarinn Gilby Clarke úr Guns
N‘ Roses og Jason Newsted, fyrr-
um bassaleikari Metallica.
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað
talsvert um væntanlega þáttaröð
og nokkuð hefur verið gert úr því
að Íslendingur skuli vera í 18
manna hópnum. „Sigurvegarinn
gæti verið karlkyns, kvenkyns,
frá Ástralíu, Íslandi eða hvaðan
sem er,“ sagði bassaleikarinn
Newsted í einu viðtali. Í 18 manna
hópnum eru átta konur og tíu karl-
ar. Þetta fólk hefur síðustu vikuna
dvalist í glæsivillu í Hollywood-
hæðum en það mun verða heimili
þátttakendanna á meðan upptök-
um stendur. Í næstu viku ætti að
verða ljóst hvort Magni okkar
Ásgeirsson kemst í 15 manna hóp-
inn sem verður í þáttunum.
Magni með stórstjörnunum í glæsivillu
MAGNI ÁSGEIRSSON
Er kominn í 18 manna úrtak fyrir Rock-
star: Supernova. 15 komast í þáttinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sverrir Björnsson línumaður
eyðir frítíma sínum fram að lands-
leiknum í vinnunni. „Ég starfa hjá
Glitni í markaðsviðskiptum og fer
þangað á milli æfinga og reyni að
gera eitthvað gagn,“ segir Sverrir
og hlær.
Þegar hann kemur heim til sín
reynir hann að slappa eins vel af og
hann getur. „Ég er líka með fullt af
efni af Svíunum sem Alli [Alfreð
Gíslason] lét okkur fá fyrir
nokkrum vikum. Ég reyni að skoða
það og síðan fer ég yfir það þetta
aftur og aftur í hausnum, maður er
alltaf með hugann við þetta,“ segir
hann. „En það er ágætt að fara í
vinnuna til að dreifa huganum
aðeins. Svo er líka gott að maður
mæti í vinnuna, svona gagnvart
vinnuveitandanum, en þeir sýna
þessu reyndar allan skilning.“
Dreifir huganum í
vinnunni
SVERRIR BJÖRNSSON Línumaðurinn Sverrir Björnsson eyðir frítíma sínum í vinnunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Snorri Steinn Guðjónsson, sem
spilar með Minden í Þýskalandi,
brá sér í veiði á Þingvallavatni í
vikunni. „Ég hef mikinn áhuga á
veiði, er búinn að hlakka mkið til
að fara að veiða. Ég er í Þýska-
landi og fer ekkert að veiða þar.
En ég veiddi sex bleikjur og kom
endurnærður til baka,“ segir
Snorri Steinn. Hann ætlar að taka
því rólega fram að leik, fylgjast
með HM í fótbolta og hitta vinina.
„Svo er það bara undirbúningur
fyrir leikinn, við reynum að nýta
tímann sem best. Fríið tekur við
eftir leikinn og þá getur maður
farið að hanga og slappa almenni-
lega af,“ segir Snorri.
Veiddi sex bleikjur á
Þingvöllum
SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Hefur lengi
hlakkað til að fara að veiða.
Íslenska landsliðið í handknattleik spilar einn mikilvægasta leik sinn á laugardaginn
þegar Svíar mæta í Laugardalshöllina. Í húfi er sæti á HM í Þýskalandi en margir telja
að það mót eigi eftir að verða það glæsilegasta í sögu handboltans. Fréttablaðið tók hús
á nokkrum landsliðsmönnum og spurði þá hvernig þeir eyddu frítíma sínum fyrir stóru
stundina.
Tíminn líður hratt fyrir leik
„Auðvitað er mikil spenna fyrir
þennan leik enda mikilvægur
leikur og gaman að Laugardals-
höllin sé loksins full,“ segir Guð-
jón Valur Sigurðsson, hornamað-
ur íslenska landsliðsins í
handbolta og leikmaður þýska
liðsins Gummersbach. Guðjón
hefur staðið sig vel í þýsku deild-
inni og er þar markahæstur sem
og besti leikmaður deildarinnar.
„Við erum að æfa mjög mikið í
þessari viku, einu sinni til tvisv-
ar í viku. Ég reyni að hvíla líkam-
ann og hugsa vel um hvað ég set
ofan í mig svona rétt fyrir leik.“
Guðjón segist aðallega vera
heima í rólegheitum með fjöl-
skyldunni og horfir á mynd-
bandsupptöku frá síðasta leik við
Svía sem fram fór síðustu helgi.
„Þar er farið vel yfir öll tækni-
atriði okkar og sænska liðsins.
Ég er ómeðvitað með ákveðna
rútínu fyrir leik en hún er svo
ómerkileg að það er best að ég
haldi henni fyrir mig,“ segir hinn
skotfasti Guðjón Valur.
Tekur lífinu með ró
VIGNIR
SVAVARSSON
Eyðir frítíman-
um í HM og
fjölskylduna.