Fréttablaðið - 15.06.2006, Side 76
Regnboginn í kvöld kl. 20
Pierre Dulaine (Antonio Banderas) tekur að sér danskennslu fyrir vand-
ræðaunglinga í skóla í New York. Þau eru í fyrstu áhugalítil um sam-
kvæmisdansana en Dulaine tekst að vekja áhuga þeirra og saman þróa
þau sína eigin útgáfu og æfa af kappi fyrir danskeppni.
Frábær mynd með Antonio Banderas í sjóðheitri danssveiflu.
Myndin er byggð á raunverulegum atburðum.
Bíóklúbbur MasterCard býður MasterCard korthöfum forsýningu á
myndinni í Regnboganum í kvöld kl. 20.
Meira á www.kreditkort.is/klubbar.
Bíóklúbbur
MasterCard
býður í bíó!
Myndin verður frumsýnd 16. júní!
www.kreditkort.is/klubbar
Enginn trúði á þau, en hann hjálpaði þeim að finna taktinn
Platan Emotional með íslensku
hljómsveitinni Trabant var nýver-
ið gefin út í Evrópu af plötufyrir-
tækinu Southern Fried sem er í
eigu Fatboy Slim. Fjallað er um
plötuna í nýjasta hefti breska tón-
listartímaritsins Q. Emotional fær
þrjár stjörnur af fimm möguleg-
um í umfjöllun blaðsins og gagn-
rýnin er nokkuð jákvæð. Trabant
er lýst sem vel smurðri vél og tón-
list sveitarinnar er sögð einhvers
staðar á milli Take My Breath
Away með Berlín og Queen-mynd-
bandsins I Want to Break Free. Sú
formúla er sögð ganga vel upp á
Íslandi enda sé Trabant vinsælli
en Coldplay hérlendis. Gagnrýn-
andinn John Robinson klikkir svo
út með því að lýsa Trabant sem
„undarlegum evrópskum frænd-
um Scissor Sisters“.
Frændur Scissor Sisters
TRABANT Plata þeirra, Emotional, fær þrjár
stjörnur af fimm mögulegum í nýjasta
hefti Q.
Hljómsveitin Sign kemur fram á
sumartónleikaröð Reykjavík
Grapevine og Smekkleysu í dag.
Sign spilar órafmagnað í Smekk-
leysubúðinni kl. 17.00 og er frítt inn.
Sign kemur síðan fram á Amster-
dam um kvöldið ásamt Pan og Truck-
load of Steel. Aldurstakmarkið er 18
ára og er aðgangseyrir 800 krónur.
Á morgun spilar Sign síðan í
Tryggvaskála á Selfossi klukkan
20.00. Miðaverð er 1000 krónur.
Á laugardaginn halda Sign-liðar
síðan til Bretlands þar sem þeir
koma fram á Middlesborough-tón-
leikahátíðinni á sunnudag ásamt
því að spila á Water Rats í London
daginn eftir.
Sign spilar óraf-
magnað í Reykjavík
SIGN Hljómsveitin Sign er á leiðinni til Bretlands um helgina.
Kvikmyndin Keeping Mum verð-
ur frumsýnd í Sambíóunum og
Háskólabíói í dag. Myndin fjallar
um prestinn Walter Goodfellow
(Rowan Atkinson), sem er svo
upptekinn við að semja hinn full-
komna sálm að hann áttar sig ekki
á ástarsambandi eiginkonu sinnar
(Kristin Scott Thomas) við golf-
kennara sinn (Patrick Swayze).
Einnig fer það alveg framhjá
honum að dóttir hans skiptir um
kærasta í hverri einustu viku.
Leikstjóri myndarinnar er Niall
Johnson sem meðal annars leik-
stýrði The Big Swap árið 1998.
Prestur í
ógöngum
KEEPING MUM Rowan Atkinson og Kristin
Scott Thomas fara með aðalhlutverkin í
Keeping Mum.
Grínistinn frægi, Jerry Lewis, er
að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að
hann fékk hjartaáfall er hann var í
flugvél á leið til Las Vegas.
Lewis, sem er áttræður, var
fluttur á sjúkrahús í San Diego
eftir að flugvél hans lenti þar.
Lewis átti að koma fram í Las
Vegas en ekkert verður af því.
Að sögn upplýsingafulltrúa
kappans var um vægt hjartaáfall
að ræða auk þess sem hann greind-
ist með vott af lungnabólgu. Búast
læknar við því að hann nái sér að
fullu.
Jerry Lewis er þekktastur fyrir
samstarf sitt og Deans Martin á
sjötta áratugnum. Eftir það lék
hann í þekktum myndum á borð
við The Ladies Man og The Nutty
Professor, sem síðar var endur-
gerð með Eddie Murphy í aðal-
hlutverki.
Lewis hefur átt við ýmis veik-
indi að stríða undanfarna tvo ára-
tugi en hefur þó nokkrum sinnum
komið fram á sviði að undan-
förnu.
Fékk hjartaáfall
JERRY LEWIS
Grínistinn Jerry Lewis er að jafna sig eftir
hjartaáfall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ENGINN TRÚÐI Á ÞAU,
EN HANN HJÁLPAÐI ÞEIM
AÐ FINNA TAKTINN
R.V. kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10
THE OMEN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
X-MEN3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 5, 8, og 11 B.I. 14 ÁRA
DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3.40
ÍSÖLD M/ ÍSL TALI kl. 3.40
R.V. kl. 5.50, 8 og 10.10
TAKE THE LEAD kl. 5.40, 8 og 10.20
THE OMEN kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 6
R.V. kl. 6, 8 og 10
THE OMEN kl. 10 B.I. 16 ÁRA
16 BLOCKS kl. 8 B.I. 14 ÁRA
X-MEN3 kl. 6 B.I. 12 ÁRA
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
S.V. MBL. D.Ö.J
KVIKMYNDIR.COM
V.J.V TOPP5.IS
S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS
L.I.B TOPP5.IS
HÖRKUGÓÐUR
SPENNUTRYLLIR
51.000
MANNS
UPPLIFÐU VINSÆLUSTU
BÓK Í HEIMI!
LEITIÐ SANNLEIKANS
HVERJU TRÚIR ÞÚ?
LOKAUPPGJÖRIÐ!
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
S.V. MBL.
Heims
frumsýning
Mögnuð endurgerð
af hinni klassísku
The Omen!
Á 6 degi
6. mánaðar árið 2006
mun dagur hans koma,
Þorir þú í bíó
2000. KR. AFSLÁTTUR
FYRIR XY FÉLAGA
45.000
MANNS
Komdu í fyndnasta
ferðalag sumarsins.
Fór beint á toppinn
í Bandaríkjunum!
1 FJÖLSKYLDA. 8 HJÓL. ENGAR BREMSUR
Frábær mynd með
Antonio Banderas í sjóðheitri
danssveiflu
MASTERCARD-SÝNING KL.8
Í REGNBOGANUM
- FRÍTT FYRIR KORTHAFA.