Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 78
54 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is EIÐUR TIL BARCELONA STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON skrifar frá Barcelona. steinthor@frettabladid.is Hólmgeir Einarsson og félagar hans í handknattleiksdeild ÍR eru geysilega sáttir með þá niðurstöðu sem fékkst í peninga- deilu sem þeir stóðu í við aðalstjórn félagsins. Félaginu áskotnaðist mikið fé vegna lands á Hengilssvæðinu og var mikil deila innan félagsins með upphaflega tillögu aðalstjórnar um skiptingu fjárins. Á aðalfundi félagsins undir lok síðasta mánaðar var skipt um aðalstjórn sem síðan kom fram með nýja tillögu um skiptingu fjárins sem meiri sátt náðist um. Handknattleiksdeildin fékk því fimm og hálfa milljón í sinn rekstur í stað einnar milljónar sem var upphaflega eyrnamerkt deildinni. „Þetta er fullnaðarsigur og við lítum svo á að réttlætið hafi náð fram að ganga,” sagði Hólmgeir Einarsson, sem hefur staðið í brúnni hjá ÍR til fjölda ára og ávallt verið stoltur af því hvernig deildin hafi verið rekin á hans tíma en ólíkt sumum öðrum deildum félagsins hefur hand- knattleiksdeildin verið með svo gott sem engu tapi. „Þetta er sanngjörn skipting og ég veit ekki betur en allir hafi verið sáttir þegar upp var staðið. Ég hef farið fram á að hluti þessara peninga fari í grasrótina og ég ætla að skella mér í það sjálfur. Það verður mitt verkefni næsta vetur að fara í skólana og reyna að virkja krakkana, betrumbæta heimaleikjaumgjörðina og gera eitthvað til að gera starfið skemmtilegra og vekja áhuga á íþróttinni í Breiðholtinu.” Hólmgeir segir að meiri ró sé komin í félagið eftir að aðalstjórninni var skipt út en fráfarandi stjórn hafði til að mynda ekki haldið aðalfund í tvö ár og var veruleg óánægja með hennar starf eða réttara sagt skorti á störfum. „Þetta eru allt saman toppmenn og það er gríðarleg sátt með þessa stjórn. Nú getum við horft björtum augum til framtíðar,” sagði Hólmgeir. HÓLMGEIR EINARSSON, HANDKNATTLEIKSFORKÓLFUR HJÁ ÍR: SÁTTUR VIÐ NIÐURSTÖÐU Í PENINGADEILU Réttlætið náði fram að ganga > Ólöf náði sér ekki á strik Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, lék opnunarhringinn á BMW-meistara- mótinu í Róm á 75 höggum í gær, á þremur höggum yfir pari. Ólöf byrjaði vel og var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar, en fataðist síðan flug- ið á seinni hringnum. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna en Ólöf er í 84.- 95. sæti. Þá eru Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ófeigur Jóhann Guðjónsson eru saman í ráshópi á fyrsta hring á Áskorendamótinu sem hefst í Larvik í Noregi í dag. Ófeigur keppir fyrir Noreg en hann er fæddur á Íslandi en er með tvöfalt ríkisfang. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ keppir einnig á mótinu. Scott Ramsay í Víði Knattspyrnukappinn Scott Ramsay er genginn til liðs við 3. deildarfélagið Víði í Garði. Ramsay spilaði síðast með Grindavík en var áður hjá Keflavík. Ramsay fékk leikheimild með Víði í gær en liðið er í öðru sæti A-riðils eftir þrjá leiki. FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands í knatt- spyrnu, var kampakátur fyrir hönd Eiðs Smára þegar Frétta- blaðið hafði samband við hann í gær. Eyjólfur hefur einnig spilað með Eiði í landsliðinu og hlakkar mikið til að sjá hann í spænska boltanum á næstu tímabilum. „Það er draumur margra að spila með Barcelona og gríðarlega flottur og skemmtilegur áfangi fyrir Eið. Ég er mjög glaður fyrir hans hönd og ég hef fulla trú á því að Eiður geti staðið sig vel hjá stórliðinu,“ sagði Eyjólfur í gær og velti því næst fyrir sér hvaða hlutverk Eiður myndi hafa í stór- liðinu. „Það verður spennandi að sjá hvaða hlutverk Frank Rijkaard hefur fyrir Eið. Framherjinn Samuel Eto´o er gríðarlega fljótur og Rijkaard sér Eið eflaust fyrir sér rétt fyrir aftan hann ásamt Ronaldinho auk þess sem þeir hafa Lionel Messi og fleiri magnaða leikmenn. Eiður getur passað vel þarna inn í enda frábærlega vel spilandi og hann hentar liðinu vel. Vonandi tekst honum að festa sig strax í sessi í þessum sóknarbolta sem þeir spila,“ sagði Eyjólfur. „Þetta sýnir hve mikils metinn Eiður er í evrópsku knatt- spyrnunni. Þetta er mjög jákvætt og Íslendingar geta verið stoltir af því að eiga svona framúrskarandi knattspyrnumann sem kemur til með að spila með bestu leikmönn- um í heimi,“ sagði Eyjólfur Sverrisson um Eið Smára. - hþh Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson um komu Eiðs Smára til Barcelona: Leikstíll Barcelona hentar Eiði Smára mjög vel enda spilar liðið sóknarbolta FYRIRLIÐINN Eiður Smári fagnar hér marki með íslenska landsliðinu. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Mér þykir gaman og vænt um það að hafa spilað með honum hjá Bolton og landsliðinu og ég held að það hafi verið gæfu- spor fyrir hann að koma til Bolton og hefja ferilinn upp á nýtt. Hann var í slæmu formi en sýndi úr hverju hann er gerður, kom sér í form og spilaði vel fyrir Bolton,“ sagði Guðni Bergsson, sem spilaði með Eiði hjá enska liðinu. „Menn komast ekki mikið lengra í knattspyrnunni en að fara til Evrópumeistaranna og liðs eins og Barcelona. Það er líklega draumur allra knattspyrnumanna og í tilfelli flestra ekki raunhæfur möguleiki. Þetta er frábært tæki- færi fyrir Eið og það verður spennandi að fylgjast með honum,“ sagðu Guðni, sem telur að Eiður sé að taka hárrétt skref. „Ég held það. Leikstíll Barce- lona, með hollenska bakgrunninn sem Eiður þekkir vel hjá Frank Rijkaard, hentar honum mjög vel. Ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig vel hjá Barce- lona á milli þeirra frábæru leik- manna sem eru þar fyrir,“ sagði Guðni um Eið. - hþh Guðni Bergsson: Hárrétt skref hjá Eiði Smára HJÁ BOLTON Eiður spilaði með Bolton í tvö tímabil, þar á meðal með Guðna og Arnari Gunnlaugssyni. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen leikur í treyju númer 7 hjá Barcelona. Eiður óskaði eftir því að vera í treyju númer 7 hjá Bar- celona, sem varð við ósk hans. Félagið hafði tekið frá númerið 22 skyldi hann óska eftir því en í því númeri lék hann hjá Chelsea. Þeir síðustu til að leika í treyju númer 7 eru Henrik Larsson, sem lék í treyjunni á síðasta tímabili, argentínski sóknarmað- urinn Javier Saviola og á undan honum sjálfur Luis Figo. - hþh Eiður Smári mun spila í treyju númer 7: Fetar í fótspor Luis Figo FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen er fyrsti Íslendingurinn til að spila knattspyrnu með Barcelona í 106 ára sögu þessa fornfræga félags. Alls hafa leikmenn frá 35 löndum spilað með félaginu, en Eiður Smári hækkar þá tölu í 36. Hann er þó ekki fyrsti Íslendingurinn til að spila í búningi Barcelona því Viggó Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta og stórskytta, lék með handknatt- leiksliði félagsins á árunum 1979- 1981. - hþh Íslendingar hjá Barcelona: Eiður Smári og Viggó þeir einu FÓTBOLTI Camp Nou-leikvangur- inn, hinn nýi heimavöllur Eiðs Smára, er stórbrotið mannvirki frá A til Ö. Hann er stundum kall- aður Nou Camp, en á katalónsku, máli innfæddra, þýðir það „Hinn nýi völlur“. Upprunalega nafnið er þó Estadi del Futbol Club Bar- celona, eða „Leikvangur Barce- lona-félagsins“. Leikvangurinn hýsir 98.787 áhorfendur, sem gerir hann að stærsta leikvangi Evrópu, en nán- ast þriðji hluti af íslensku þjóðinni gæti horft á leik á vellinum í einu. Hann var byggður árið 1957 en við hann er æfingasvæði félagsins, minjagripaverslanir, safn um félagið og meira að segja kapella þar sem leikmenn geta lagst á bæn fyrir leiki. - hþh Camp Nou-leikvangurinn: Stórbrotið mannvirki FRÁBÆR VÖLLUR Heimsókn á Camp Nou er upplifun út af fyrir sig. NORDICPHOTOS/AFP X GLAÐUR Það leyndi sér ekki á Eiði Smára að hann var kátur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Faðir Eiðs og umboðs- maður, Arnór Guðjohnsen, var að sjálfsögðu á Camp Nou eða Nývangi þegar Eiður skrifaði undir samninginn við Barcelona. Hann var að sjálfsögðu ánægður með strákinn en sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvaða áhrif þessi félagaskipti mundu hafa á feril Eiðs Smára. ,,En þetta eru ágætis merki um að hann sé virtur sem knattspyrnumaður. Við verð- um síðan að bíða og sjá en ég hef fulla trú á honum. Ég trúi líka að það henti honum og hans leikstíl jafnvel betur að spila á Spáni en á Englandi.” Sem umboðsmaður Eiðs Smára hefur Arnór gengið í gengið nokk- uð mikið og strembið samninga- ferli sem hann segir að sé mun flóknara en margir halda. Í vor komust Eiður og Chelsea að ákveðnu samkomulagi um að Eiður færi frá félaginu. ,,Þá kom í ljós að flest stærstu liðin á bæði meginlandinu og í Englandi höfðu áhuga og Chelsea hafði meiri áhuga á að selja út fyrir landstein- ana en til helstu samkeppnisaðila. Barcelona var fyrsta félagið sem síðan setti sig í samband við Chel- sea,” útskýrir Arnór en bætir við að Real Madrid hafi þó rennt hýru auga til leikmannsins allt frá sein- asta sumri. ,,Þá kom ekki til greina að selja hann en þeir báðu um að vera látnir vita ef stæði til að selja Eið og það var gert. Vandamálið var hins vegar það að þeir gátu ekkert aðhafst fyrr en eftir for- setakosningarnar hjá félaginu í júlí.” Arnór segir jafnframt að eftir samtal Eiðs við Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, hafi hann svo gott sem sannfærst. ,,Ég er alveg klár að Eiður mun fá sína leiki, það er ekki spurning. Þá er ein- ungis spurning hvað hann mun gera við þá.” Eiður mun fá sína leiki Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, var stoltur og stóð þétt við hlið sonar síns er hann skrifaði undir samning við Evrópumeistarana. GAMAN Í LÆKNISSKOÐUN Eiður Smári gekkst undir ítarlega fjögurra tíma læknisskoðun og fylgdu fjölmiðlar honum hvert fótmál. Hann flaug í gegnum skoðunina og hafði gaman af eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.