Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 82
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari kvenna í körfu- knattleik, valdi í vikunni 24 manna hóp sem mun æfa með landsliðinu í sumar til að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina næsta haust. Þetta verður í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið tekur þátt í Evrópukeppni. Keflavík á flesta leikmenn í þessum hóp, sjö tals- ins. Það eru þær Birna Valgarðs- dóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Vilbergsdóttir, María Erlingsdóttir, Rannveig Randvers- dóttir, Svava Stefánsdóttir og Mar- grét Kara Sturludóttir. Haukar eru með sex leikmenn í hópnum en það eru þær Hanna S. Hálfdánardóttir, Helena Sverris- dóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir og Ösp Jóhanns- dóttir. Frá ÍS eru þær Signý Her- mannsdóttir, Stella R. Kristjáns- dóttir, Þórunn Bjarnadóttir og Helga Jónasdóttir. Í hópnum eru einnig þær Ragnheiður Theodórs- dóttir úr Breiðablik og Alda Leif Jónsdóttir leikmaður hjá Den Helder í Hollandi. Íslenska kvennalandsliðið: Stór hópur æfir í sumar FÓTBOLTI Ekki er víst hvort Gary Neville geti tekið þátt í leik enska landsliðsins í dag en hann þurfti að draga sig í hlé eftir stundar- fjórðung á æfingu liðsins í gær. Neville átti við meiðsli að stríða og sagði landsliðsþjálfarinn Sven Göran Eriksson að óvíst væri með þátttöku hans. - egm Meiðsli hjá Englandi: Óvissa með Gary Neville FÓTBOLTI Úkraínumenn áttu alls enga óskabyrjun í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramóti en þeir mættu Spánverjum í Leipzig í gær. Fyrir fram var talið að þarna væru tvö sterkustu lið H-riðils að fara að eigast við en leikurinn var einstefna frá byrjun til enda og buðu leikmenn spænska liðsins upp á flugeldasýningu. Spánn vann 4-0 og eftir þessa frammi- stöðu verður liðið að teljast meðal þeirra sigurstranglegustu í keppn- inni. Það var Xabi Alonso sem braut ísinn eftir þrettán mínútna leik þegar hann komst milli tveggja varnarmanna og skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Stuttu síðar skoruðu Spánverjar aftur en þá var það David Villa sem skor- aði beint úr aukaspyrnu. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálf- leiknum en Úkraínumönnum gekk ákaflega illa að skapa sér færi og ógnuðu marki Spánar ekkert. Snemma í seinni hálfleik kom síðan þriðja mark Spánverja en það skoraði Villa úr mjög umdeildri vítaspyrnu. Þarna voru úrslitin algjörlega ráðin en svissneski dóm- arinn sem bar flautuna í leiknum rak einnig varnarmanninn Vlady- slav Vashchuk af velli og Úkraínu- menn voru því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það var síðan Fernando Torres sem rak síðasta naglann í kistuna með góðu marki níu mínútum fyrir leikslok. „Við áttum svo sannarlega frá- bæran leik. Vonandi verður þetta aðeins fyrsta skref spænska lands- liðsins í farsælli heimsmeistara- keppni. Við gáfum okkur alla í þennan leik og vonandi heldur það þannig áfram. Stemningin innan hópsins er mjög góð og við höfum samheldið lið,“ sagði Villa, leik- maður Valencia og Spánar, eftir leikinn. - egm Úkraína var lítil fyrirstaða fyrir stórskemmtilegt lið Spánverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær: Mögnuð byrjun hjá sprækum Spánverjum GLEÐI Mikil gleði ríkir á Spáni eftir úrslitin í gær en hér fagnar David Villa öðru marka sinna í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Við eigum ekki að nota hitann sem afsökun, við þurfum bara að vanda sendingarnar og færslurnar á vellinum,“ sagði Gary Neville, bakvörður enska landsliðsins, en leikmenn liðsins kvörtuðu mikið yfir því hvað það var gríðarlega heitt meðan leikur- inn gegn Paragvæ fór fram um síðustu helgi. Enska liðið var alls ekki sannfærandi í leiknum en náði samt sem áður 1-0 sigri og tryggir sig áfram í aðra umferð keppninnar með sigri gegn Tríni- dad og Tóbagó í dag. FIFA hefur staðfest að leik- menn liðsins fái greiðan aðgang að vatni í dag en spáð er 28 stiga hita í Nürnberg þegar leikur hefst. Búist er við því að Sven- Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, muni tefla fram sama byrjunarliði og gegn Paragvæ. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort Wayne Rooney komi við sögu í leiknum en talað er um að ef hann meiðist á mótinu eigi enska knattspyrnusambandið yfir höfði sér málsókn frá Manchester United. Trínidad og Tóbagó er að taka þátt í sinni fyrstu heimsmeistara- keppni og náði óvænt jafntefli gegn Svíþjóð í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þekktasti leik- maður liðsins er Dwight Yorke. Fróðlegt verður að sjá baráttu Peter Crouch við varnarmanninn Dennis Lawrence, en þeir tveir eru svipað stórir. Allir búast við sigri enska liðsins og ljóst að kröfurnar að heiman eru að Eng- land vinni sannfærandi sigur. Um kvöldið eigast síðan Sví- þjóð og Paragvæ við í sama riðli en ef England vinnur sinn leik og sá leikur endar með jafntefli er enska liðið búið að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Sænsku leikmennirnir rifust heiftarlega innbyrðis eftir leikinn gegn Tríni- dad. „Við þurfum að standa saman sem ein heild og gleyma þessu sem gerðist. Við erum búnir að ræða þessi rifrildi og þau eru að baki. Það sem mestu máli skiptir er að ná góðum úrslitum gegn Paragvæ,“ sagði Teddy Lucic, varnarmaður Svía. Fyrsti leikur dagsins er viður- eign í A-riðli milli Ekvador og Kosta Ríka. Ekvadorar stefna á að fylgja eftir góðum sigri gegn Póllandi í fyrst umferðinni en von er á jöfnum leik. Kosta Ríka spil- aði vel gegn gestgjöfum Þýska- lands í opnunarleiknum þó það hafi ekki dugað til að ná í stig. - egm Enska landsliðið leikur sinn annan leik á HM í dag gegn Yorke og félögum í Trínidad og Tóbagó: England kemst áfram á HM með sigri FJÖR Á ÆFINGU Það var létt yfir Jamie Carragher og Wayne Rooney á æfingu enska landsliðsins í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Fyrri hálfleikur var eign Þjóðverja og Miroslav Klose komst ansi nálægt því að skora þegar hann var aleinn inni í víta- teignum en skalli hans sleikti stöngina á leið sinni framhjá markinu. Besta færi fyrri hálf- leiks féll í skaut Lukas Podolski, sem skaut rétt framhjá markinu úr þröngu en góðu færi eftir und- irbúning Bastian Schweinsteiger og Philipp Lahm. Þjóðverjar voru mun meira með boltann en Pólverjar gerðu sitt besta úr fáum sóknum sínum, sem aðallega komu þegar þeir sóttu hratt upp völlinn. Radoslaw Sobolewski fékk að líta rauða spjaldið og róðurinn þyngdist til muna. Artur Borac, markmaður Pól- verja, átti frábæran leik og varði hvað eftir annað meistaralega, besta markvarslan kom þó undir lokin þegar Borac bjargaði skoti frá Lahm og síðan frákastinu frá Oliver Neuville. Á 90. mínútu skutu svo bæði Klose og Michael Ballack í þverslána og allt leit út fyrir að þetta yrði ekki gleði- dagur fyrir heimamenn. Þá komu varamennirnir tveir, David Odonkor og Neuville, til bjargar þegar sá fyrrnefndi sendi fyrir og Neuville setti boltann í netið af stuttu færi við angist Pól- verja, sem héldu að þeir hefðu náð að hanga á einu stigi. Allt kom fyrir ekki og þjóðhátíð ríkir nú í Þýskalandi enda liðið svo gott sem komið áfram í sextán liða úrslitin. en Pólverjar eru aftur á móti úr leik. Jürgen Klinsmann, landsliðs- þjálfari Þjóðverja, var í skýjunum með sína menn eftir leikinn en hann hoppaði og skoppaði eftir hliðarlínunni frá fyrstu mínútu. Hann réð sér ekki fyrir kæti þegar sigurmarkið kom og faðmaði alla sem á vegi hans urðu. Hann hrós- aði sérstaklega varamönnunum Neuville og Odonkor, sem voru lykillinn að sigrinum. „Við vildum auka hraðann í leiknum og því ákvað ég að setja tvo fljóta menn inn á völlinn. Þeir hleyptu miklu lífi í leik okkar og ég gæti ekki verið sáttari,“ sagði Klinsmann. Markaskorarinn Neu- ville var sannfærður um að sigur- inn hefði verið verðskuldaður. „Augljóslega vorum við virkilega heppnir en þegar öllu er á botninn hvolft fannst mér við eiga sigur- inn skilinn,“ sagði hetja Þjóðverja í gær. hjalti@frettabladid.is Gestgjafarnir mörðu sigur Þjóðverjar biðu fram á 92. mínútu með að skora sigurmarkið gegn Pólverjum á Heimsmeistaramótinu í gær. Það gekk illa hjá gestgjöfunum að skora en Artur Borac, markmaður Pólverja, var í miklu stuði í leiknum. STUÐNINGSMENN Á ÖLLUM ALDRI Þessi ungi drengur lék sig ekki vanta á Westfalen-leikvanginn í gær, og tók svo sannarlega góða skapið með sér. NORDICPHOTOS/AFP HETJUNNI FAGNAÐ Miroslav Klose og Michael Ballack með hetju Þjóðverja í gær, Oliver Neuville, á milli sín. Hann tryggði sínum mönnum sigur með marki á síðustu andartökum leiksins í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.