Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 2

Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 2
2 17. júní 2006 LAUGARDAGUR Bílvelta Bifreið valt á þjóðveginum við Hvammstanga um hálfellefuleytið í fyrrakvöld. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir en bíllinn er mikið skemmdur. Skullu saman Harður árekstur varð á Eyjafjarðarbraut eystri, skammt frá Akureyri, um tvöleytið í gær. Einn meiddist lítillega og var fluttur á sjúkrahús. Báðir bílar skemmdust töluvert við áreksturinn. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS Sigurbjörn, eru þínir hestar nokkuð á leið í hundana? „Nei. Og það mun seint verða.“ Hundar í Flekkudal við Meðalfellsvatn eru fóðraðir á hesthræjum. Eigandi þeirra segir þetta áralanga hefð en dýralækni finnst uppátækið óvenjulegt. Sigurbjörn Bárðarson er einn kunnasti hestamaður landsins. ELDSVOÐI „Ég vaknaði við glerbrot og læti frammi og sá þá, mér til mikillar skelfingar, að herbergið mitt var orðið fullt af svörtum reyk,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, íbúi á bænum Hólmaseli sem brann í fyrrinótt. „Eftir að ég átt- aði mig á því hvað væri að gerast ákvað ég að kíkja ekki fram held- ur reyna að komast út um glugg- ann í herberginu mínu. Ég fann hins vegar ekkert til að brjóta gluggann með og varð að stinga andlitinu neðst í gluggaopið til að fá loft til að geta andað því að her- bergið var orðið svart af reyk. Ég gat ekkert gert nema kallað á hjálp út um gluggann.“ Nágrannar Guðrúnar á næsta bæ, þeir Hallgrímur Birkisson og Sævar Örn Sigurvinsson, gerðu Brunavörnum Árnessýslu viðvart og komu Guðrúnu til aðstoðar. „Við sáum eldinn úr eldhúsglugg- anum hjá okkur og eftir að við hringdum í slökkviliðið ákváðum við að fara þangað til að athuga hvort það væri einhver heima,“ segir Hallgrímur, íbúi á Arabæ. „Við börðum upp hurðina og svo virðist sem að Guðrún hafi vaknað við það og þá urðum við hennar varir. Þá brutum við rúðu hjá henni og björguðum henni út.“ Guðrún slapp ómeidd út um glugg- ann og kennir sér ekki meins eftir atvikið. Hallgrímur segir að húsið hafi ekki verið orðið alelda þegar þá félaga bar að garði en örfáum mín- útum eftir að Guðrúnu var bjarg- að út gaus eldurinn upp og húsið varð alelda stafna á milli. Slökkvilið var mætt á vettvang nokkrum mínútum síðar og börð- ust vel á þriðja tug slökkviliðs- manna við eldinn en fengu lítið við ráðið enda húsið úr timbri. Guðrún bjó ásamt barni að Hólmaseli en var blessunarlega ein heima þegar eldurinn kom upp. Hún telur að eldurinn hafi kviknað út frá kerti í stofunni sem hún gleymdi að slökkva áður en hún lagðist til hvílu. „Ég sem er svo eldhrædd og reyni alltaf að passa mig svo vel á að skilja ekki eftir logandi kerti fyrir svefninn, en svona getur gerst ef maður gætir sín ekki alltaf.“ Húsið er gjörónýtt eftir brun- ann. aegir@frettabladid.is Slapp naumlega út úr brennandi húsi Eldur kviknaði út frá kerti á bænum Hólmaseli í Villingaholtshreppi. Íbúi í húsinu, kona sem var sofandi þegar eldurinn kom upp, slapp með naumindum. Örfáum mínútum eftir að henni var bjargað út varð húsið alelda. Í LJÓSUM LOGUM Guðrún Gunnarsdóttir gat ekkert gert nema að kalla út um glugg- ann eftir hjálp. Það voru nágrannar hennar sem björguðu henni út á elleftu stundu. NOREGUR Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að láta undan kröfum eitt hundrað afganskra flótta- manna sem hafa verið í hungur- verkfalli síðustu þrjár vikur. Norska ríkisstjórnin hefur vísað þeim og tæplega 2.000 öðrum Afgönum úr landi, með þeim rökum að Afganistan sé ekki lengur hættusvæði. Afganarnir gera lítið úr stað- hæfingum um að Afganistan sé öruggt svæði og þurfa ekki að leita lengi að dæmi máli sínu til stuðnings, því fimm norskir friðargæsluliðar særðust í Afganistan þegar ráðist var á þá í febrúar. Nokkrir afgönsku mótmæl- endanna hafast við hjá Dóm- kirkjunni í Osló og sló í brýnu með þeim og lögreglu í gær. Sam- kvæmt Aftenposten reyndu lög- reglumenn að þvinga mótmæl- endurna í læknisskoðun og drógu þá nauðuga eftir götunni. Sjónarvottar segja lögregl- una hafa gengið full harkalega til verka. Talsmaður afgönsku mótmælendanna, Zahir Athari, sagði að framkoma lögreglunnar „geti ekki verið í samræmi við norsk lög og lýðræði“. - kóþ Norska stjórnin bifast ekki í máli afganskra flóttamanna í hungurverkfalli: Afgönum verður vísað burt MÓTMÆLENDUR VIÐ DÓMKIRKJUNA Var þröngvað í læknisskoðun í gær. NORDICPHOTOS/AFP Kurteis þjófur Lögreglan í Bretlandi leitar nú ljósum logum að einum dannaðasta þjófi sem sögur fara af. Maðurinn, sem sérhæfir sig í vopnuðum ránum, þakkar alltaf fyrir sig og biður fólk um að „gjöra svo vel“ og „vinsam- legast“ tæma peningaskápinn. Lögreglan segir að það sé samt sem áður ekkert kurteisislegt við vopnuð rán. BRETLAND EFNAHAGSMÁL Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, segir að rafiðnaðarmenn fái ekkert út úr tilboði Samtaka atvinnulífsins nema það sem hugs- anlega kæmi frá ríkinu ef tekst að verja kaupmátt og ná niður verð- bólgunni en telur á vissan hátt verið að selja verkalýðshreyfing- unni það sem „við eigum nú þegar,“ segir hann. Guðmundur bendir á að ríkis- valdið verði að hækka persónu- afslátt miðað við verðbólguna í landinu. „Við eigum inni þá hækk- un sem ríkið mun stæra sig af að splæsa á okkur þannig að þetta er ekki allt ferskir peningar eins og stundum er sagt.“ Guðmundur spyr: „Sjá menn fram á að það tak- ist að verja kaupmáttinn þegar upp er staðið? Það væri skelfilegt að fara í aðgerðir sem kannski skiluðu engu og svo hefðu menn ekki lengur möguleikann á að endurskoða kjarasamninga næsta vetur.“ Hann harmar að ekki sé tekið á eftirlaunafrumvarpinu. „Þjóðfé- lagið logar stafna á milli vegna stöðu ellilífeyrisþega. Stjórn- málamenn hrifsa til sín gæði sem þeir eiga ekkert með, réttlætis- kennd fólks er ofboðið en gagn- rýni er túlkuð sem árás á Sjálf- stæðisflokkinn.“ - ghs GUÐMUNDUR GUNNARSSON „Þjóðfélagið logar stafna á milli,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins. Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, líst vel á tilboð SA: Eftirlaunum þarf að breyta BJARGVÆTTIRNIR Hallgrímur Birkisson og Sævar Örn Sigurvinsson sáu eldinn og hringdu á slökkviliðið. Þeir hröðuðu sér síðan á staðinn og komu Guðrúnu til bjargar. MYND/ÁRMANN INGI KÍNA Kínverskir vísindamenn ótt- ast að H5N1-veiran hafi stökk- breyst. Haft var að sönnu að veir- an væri skæðust á veturna, en eftir að maður í Shenzhen-borg sýktist nýlega telja vísindamenn mögulegt að veiran sé nú jafn- skæð allt árið um kring. Frétta- stofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá þessu á heima- síðu sinni. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin vill frekar draga úr vanga- veltum Kínverjanna en ekki og tekur fram að ekki sé hægt að álykta um nýja hegðun veirunnar út frá þessu eina tilfelli. - kóþ Fuglaflensuveiran í Kína: Kann að hafa stökkbreyst ÍRAK, AP Talið er að maður hafi falið sprengju í skónum sínum og þannig komist gegnum vopnaleit í Buratha-bænahúsinu, einu mikil- vægasta bænahúsi sjíamúslima í Bagdad. Tilgangur sprengingarinnar var líklega sá að að myrða sjítak- lerk sem hafði gagnrýnt opinber- lega hinn fallna leiðtoga Abu Musab al-Zarqawi. Klerkurinn komst lífs af og segir al-Kaída ábyrga fyrir ódæðinu og að þeir væru að minna á styrk sinn, eftir að leiðtogi þeirra, al-Zarqawi, var myrtur í vikunni. Þrettán létust og um þrjátíu særðust í þessari mannskæðustu sprengingu síðan stjórn Íraks herti til muna öryggisráðstafanir í höfuðborginni á dögunum. - kóþ Sprenging í bænahúsi sjía: Þrettán manns létu lífið í gær EFTIR SPRENGINGUNA Hermaður kannar brakið í bænahúsinu í gær. LEIKLIST Gríman, íslensku leiklist- arverðlaunin, var afhent í fjórða sinn í Borgarleikhúsinu í gær- kvöldi. Mikið var um dýrðir og sannkölluð hátíðarstemning ríkti á meðal leikhússfólksins. Ekki var annað að sjá en Grímuhátíðin hafi öðlast fastan sess í íslensku leikhúslífi. Óumdeildur sigurvegari kvöldsins var Baltasar Kormákur og leiksýning hans Pétur Gautur. Baltasar var útnefndur leikstjóri ársins og sýningin sú besta. Þrír af leikurum sýningarinnar fengu verðlaun fyrir túlkun sína á per- sónum sínum, bæði í aðal- og auka- hlutverkum. - shá/sjá síðu 44 Íslensku leiklistarverðlaunin: Pétur Gautur sigurvegari LÖGREGLUMÁL Allir farþegar lítill- ar rútubifreiðar komust út í tæka tíð eftir að eldur kom upp í henni á Sandskeiði, rétt fyrir ofan Blá- fjallaafleggjarann, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Rútan brann til kaldra kola og reyndust tilraun- ir bílstjórans og annarra vegfar- enda til að slökkva eldinn árang- urslausar. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins kom fljótlega á staðinn og réði niðurlögum eldsins en rútan er gjörónýt. Nauðsynlegt reyndist að stöðva umferð á meðan slökkvilið athafnaði sig og olli það nokkurri umferðarteppu um stund. Elds- upptök eru ókunn. - shá Rúta brann á Sandskeiði: Farþegar kom- ust út í tíma Flóð í leikskóla Dælubíll slökkviliðs var kallaður að leikskólanum Laufásborg í fyrrakvöld vegna vatnsleka. Svo virðist sem óprúttnir náungar hafi stíflað nið- urfall með grjóti við útidyrahurð skólans og skrúfað frá vatnskrana. Mikið vatn lak inn en skemmdir voru óverulegar. SLÖKKVILIÐ ST. KITTS, AP Þjóðir sem hlynntar eru hvalveiðum töpuðu fyrstu mik- ilvægu atkvæðagreiðslunni á ráð- stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á Karíbahafs- eyjunni St. Kitts. Kosið var um hvort ráðið ætti að fjalla um minni hvali og höfrunga og voru Japanir, sem eru í forystuhlutverki hval- veiðiþjóða, andsnúnir því. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru þau að þrjátíu þjóðir mæltu gegn tillögunni en þrjátíu og tvær voru henni hlynntar. Þetta hljóta að teljast talsverð vonbrigði fyrir fulltrúa Japans, því unnið hefur verið hörðum höndum að því að tryggja meirihluta þeirra í ráðinu og munu margar þjóðir hafa geng- ið í ráðið að þeirra ósk. Ein þeirra er Mið-Ameríkuríkið Belís og kom það mörgum í opna skjöldu í gær að Belís „sveik lit“ og kaus með friðunarþjóðum. - kóþ Alþjóðahvalveiðiráðið: Tvö atkvæði vantaði upp á SIGURVEGARI Baltasar Kormákur og leik- sýning hans Pétur Gautur voru óumdeildir sigurvegarar kvöldsins. Hér sést Baltasar ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.