Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 6

Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 6
6 17. júní 2006 LAUGARDAGUR NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. VARNARMÁL Björn Bjarnson dóms- málaráðherra spyr að því í grein í nýjasta hefti Þjóðmála hvort íslensk stjórnvöld verði ekki „að fá lögheimildir til að sinna verk- efnum á sviði öryggismála, sem hvorki falla undir lögreglu né landhelgisgæslu,“ eins og segir orðrétt í grein hans, Nýskipan öryggis- og varnarmála. Björn segist með þessu vera að vekja máls á því, hvort ekki sé tímabært að ræða um öryggis- og varnarmál með öðrum hætti en gert hefur verið. „Lögregla og landhelgisgæsla sinna löggæslu en ekki hlutverki herafla. Íslenska stjórnkerfið hefur engar lögheim- ildir til að sinna verkefnum, sem snerta hernaðarleg málefni eða áætlanagerð og stjórnvöld ráða ekki yfir neinum mannafla til að taka að sér verkefni er lúta að her- vörnum landsins. Spurningar mínar lúta að því hvort ekki sé tímabært að ræða þessi mál á annan hátt en gert hefur verið.“ Björn varpaði fram spurning- um um sams konar málefni fyrir um ellefu árum síðan en hugmynd- ir hans í þessa veru fengu ekki mikinn hljómgrunn á þeim tíma. „Þá var talað fyrir daufum eyrum. Er það einnig gert núna?“ spyr Björn og kallar eftir frekari umræðu um málið. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, segir umræðu um breytta stöðu í öryggis- og varnarmálum þarfa en telur hugmyndina um íslenskan her vera fjarstæðukennda og ekki í takt við breytta stöðu heimsmála. „Það hefur lengi blundað í dóms- málráðherra að koma á fót íslensk- um her. Ísland hefur verið herlaus þjóð í þúsund ár og tel ég það ekki raunsætt eða skynsamlegt að koma upp íslenskum her. Varnir Íslands eru best tryggðar með samvinnu við aðrar þjóðir, en ekki upp á eigin spýtur.“ Ágúst Ólafur segir einnig mikilvægt að horfa til þess starfs sem unnið er á vettvangi Evrópu- sambandsins í öryggis- og varnar- málum. „Ég tel að það sé tímabært að líta til Evrópu og fylgjast grannt með því hvernig þeirri vinnu sé háttað sem unnin er samkvæmt utanríkisstefnu Evrópusambands- ins.“ magnush@frettabladid.is Lögheimildir fyrir hernaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallar eftir frekari umræðu um lögheimildir stjórnvalda til að sinna verkefnum er snerta hernaðarleg málefni. BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn fjallar um nýskipan í öryggis- og varnarmálum í grein heftinu Þjóðmál. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR VARNARMÁL Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, lagði áherslu á að farsælast væri fyrir stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum að tví- hliða samkomulag næðist við bandarísk yfirvöld. Scheffer átti fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra og Val- gerði Sverrisdóttur utanríkisráð- herra í gær. Fundurinn var hluti af ferðalagi Scheffer til allra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins en aðalfundur bandalagsins fer fram í Riga í Lettlandi í nóvem- ber. Geir sagði þá hafa verið sam- mála um að farsælast væri fyrir Ísland að leysa úr ágreiningi um varnarmál á grundvelli tvíhliða samkomulags. „Það hefur verið okkar afstaða frá upphafi, að hags- munir Íslands séu best tryggðir með því að komast að samkomu- lagi við Bandaríkjamenn á grund- velli tvíhliða samkomulags.“ Scheffer lagði áherslu á að hann væri tilbúinn til þess að veita íslenskum stjórnvöldum alla þá hjálp sem óskað yrði eftir. „Ég hef fylgst náið með viðræðunum á milli bandarískra og íslenskra yfirvalda. Ég fæ reglulega að heyra af því í hvaða farvegi við- ræðurnar eru. Miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi eru, finnst mér líklegt að samkomulag náist þó síðar verði.“ Scheffer vildi ekki tjá sig um hvaða afstöðu hann hefði til við- ræðnanna en lagði áherslu á grundvallaratriði í samningi Atl- antshafsbandalagsins, sem er jafnræði allra ríkja. „Allar aðild- arþjóðir Atlantshafsbandalagsins eru jafnar að verðleikum. Nálgun bandalagsins að varnarmálum Íslands er einungis í gegnum þá staðreynd að Ísland er aðildar- ríki.“ magnush@frettabladid.is Tvíhliða samkomulag Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, segir mikilvægt að íslensk og bandarísk stjórnvöld nái tvíhliða samkomulagi um varnir landsins. JAAP DE HOOP SCHEFFER Scheffer sagðist ánægður með fund sinn með nýskipuðum forsætis- og utanríkisráðherra. Hann sagðist fylgjast grannt með viðræðum íslenskra og bandarískra yfirvalda um varnarmál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VARNARMÁL Geir H. Haarde for- sætisráðherra vonast til þess að samkomulag náist við bandarísk yfirvöld sem fyrst. „Við vonumst til þess að viðræðurnar gangi vel á næstunni en það er erfitt að segja til um hvenær þeim lýkur. Vonandi náum við samkomulagi sem fyrst,“ sagði Geir eftir að fundi hans og Valgerðar Sverrisdóttur utanríkis- ráðherra með Jaap de Hoop Scheffer lauk. Geir vildi ekki upplýsa um kröfur bandarískra og íslenskra stjórnvalda enda viðræðurnar enn á viðkvæmu stigi. „Fundurinn með Scheffer var gagnlegur. Það eru allir á því, sem koma að viðræðun- um um varnarmálin, að farsælast sé að leysa málið á grundvelli tví- hliða samkomulags við Bandarík- in. Það er okkar markmið og að því verður unnið áfram.“ Á fundinum var farið yfir þau mál sem tengjast alþjóðlegu starfi Atlantshafsbandalagsins, meðal annars starf íslenskra stjórnvalda í Kosovo og Afganistan. Geir sagðist vonast til þess að fundur íslensku og bandarísku nefndanna um varnarmálin, sem fer fram 7. júlí, þoki viðræðunum í samkomulagsátt. - mh Forsætisráðherra vonast til þess að viðræðunum við Bandaríkin ljúki sem fyrst: Þokast í samkomulagsátt GEIR H. HAARDE RÆÐIR VIÐ FRÉTTAMENN Geir sagðist ánægður með fundinn með Scheffer en vonast til þess að samkomulag næðist í viðræðum íslenskra og bandarískra yfirvalda sem fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UNGLINGADRYKKJA Lögreglan í Reykjavík beinir þeim tilmælum til foreldra unglinga að nýta þjóðhátíðardaginn í samveru og skemmtun allrar fjölskyldunnar og vonar að sem flestir fylgi börnum sínum á skemmtanir í bænum í kvöld. Undir þetta tekur Guðni R. Björnsson, upplýsinga- fulltrúi Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Stofnunin stendur fyrir vímuvarnarátakinu „Ég ætla að bíða“ þar sem ungu fólki eru gefin þau skilaboð að fjöl- margar ástæður séu fyrir því að bíða með vímuefnaneyslu þar til löglegum aldri er náð. Auglýs- ingar sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um átakið hafa birst í blöðum og ljósvakamiðl- um undanfarnar vikur. „Við viljum gefa foreldrum þau skýru skilaboð að taka ekki þátt í að skapa aðstæður þar sem krakkarnir byrja að fikta, því þegar upp er staðið er það mál foreldranna að leggja eitthvað til,“ segir Guðni. „Unglingunum bendum við á að hver og einn einstaklingur hefur gilda ástæðu til að bíða með að nota vímuefni og að það er hægt að gera þetta alltsaman mjög skemmtilegt án þess að byrja að fikta of snemma. Stóru skilaboðin eru: Hugsaðu áður en þú framkvæmir.“ - sþs Þjóðhátíðardag Íslendinga ber upp á laugardag í ár og stendur fram á nótt: Foreldrar fylgi börnum sínum UNGLINGAR AÐ SKEMMTA SÉR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Fræðslumiðstöð í fíkni- vörnum bendir unglingum á að þeir hafi fjölmargar ástæður til að bíða með neyslu vímuefna. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN Fyrir skömmu barst Hafrannsóknastofn- uninni afar sjaldgæfur fiskur frá togaranum Helgu Maríu AK. Hing- að til hefur þessi tegund einungis fundist undan ströndum eyjarinnar Madeira, skammt norður af Kan- aríeyjum, og telst fundur hennar svo norðarlega því nokkur tíðindi. Fiskurinn, sem hefur ekki enn hlotið íslenskt nafn, er af smávax- inni surtlutegund sem ber vísinda- nafnið Linophryne maderensis og var veiddur á úthafskarfaslóð suð- vestur af landinu. - sdg Hafrannsóknastofnunin: Sjaldgæf fisk- tegund finnst LINOPHRYNE MADERENSIS Fiskurinn er um átta sentimetrar á lengd. SRÍ LANKA, AP Jarðsprengja í troðn- um strætisvagni á fimmtudag olli dauða að minnsta kosti 64 manna í mesta ofbeldisverki Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé 2002. Yfirvöld saka Tamíl-tígrana, upp- reisnarhóp Tamíl-minnihluta landsins, um að hafa komið sprengjunni fyrir, en þeir neita allri sök. Í kjölfar sprengingarinnar gerðu stjórnvöld loftárás á svæði Tamíla í norðausturhluta landsins. Einn leiðtoga Tamílanna segir mannfall hafa verið mikið og unnið sé nú að því að tryggja öryggi íbúa norðausturhéraðanna. - sgj Óöldin í Srí Lanka: Loftárás í kjöl- far sprengingar MANNRÉTTINDAMÁL Alþjóðadagur flóttamanna er haldinn á Íslandi í dag. Það eru Rauði kross Íslands og Flóttamannastofunun Sameinuðu þjóðanna sem munu halda sameig- inlega upp á daginn í mæðragarðin- um í Lækjargötu og vekja þannig athygli á málefnum flóttamanna og hælisleitenda hérlendis. Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Kristina Rodriguez er stödd hér á landi í tilefni dagsins. Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti um 450 flóttamönnum. Hingað til lands koma einnig einstaklingar sem óska hælis en sá fjöldi er um 500 manns á undanförum tíu árum. - hs Alþjóðadagur flóttamanna: Fjöldi leitar hælis á Íslandi KJÖRKASSINN Er rétt að gera mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklu- braut? Já 59,1% Nei 40,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að sækja hátíðarhöld í tilefni 17. júní? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.