Fréttablaðið - 17.06.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 17.06.2006, Síða 10
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR10 Umsjón: nánar á visir.is Vanskil einstaklinga og fyrir- tækja, sem staðið hafa lengur en einn mánuð, voru í lágmarki á fyrsta ársfjórðungi og hafa ekki verið lægri á þeim fimm árum sem yfirlit Fjármálaeftirlitisins (FME) nær til. Hlutfall vanskila af útlánum nam 0,6 prósentum undir lok fyrsta árshluta saman- borið við 1,5 prósent á sama tíma í fyrra. Vanskil fyrirtækja var 0,5 pró- sent í lok fjórðungsins og var hlutfallið óbreytt miðað við árs- lok. Hlutfallið var 1,3 prósent í lok fyrsta ársfjórðungs 2005. Vanskilahlutafall einstaklinga var heldur hærra eða eitt prósent í lok mars, sem er óbreytt hlutfall frá áramótum. Í lok fyrsta árs- fjórðungs 2005 nam hlutfallið 2,1 prósenti. Í frétt FME kemur fram að sú útlánaaukning sem hafi orðið í bankakerfinu undanfarin misseri geti komið fram í auknum van- skilum síðar. - eþa Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur haft letjandi áhrif á smásöluverslun í Bretlandi og greinilegt að neytendur velja heldur að horfa á leikina en að versla. Á vefsíðu The Daily Telegraph er haft eftir framkvæmdastjóra Woolworths, Trevor Bish-Jones, að verslun hafi dregist saman um fimmtíu prósent á meðan England lék sinn fyrsta leik í heimsmeistarkeppninni á laugardaginn var. Minnkandi sala kemur á óhent- ugum tíma fyrir Woolworths, sem birti nýlega lakar sölutölur fyrir 19 vikurnar fram að 10. júní. Jókst heildarsalan um 0,4 prósent milli ára en dróst saman um 6,7 prósent sé ekki tekið tillit til nýrra versl- ana. Baugur á tíu prósenta hlut í Woolworths. - hhs Fjárfestar skráðu sig fyrir öllu sem í boði var í skuldabréfaútboði sem Finnair stóð fyrir. Alls seldi finnska flugfélagið skuldabréf fyrir 100 milljónir evra, eða 9,5 milljarða króna. Andvirði bréf- annna, sem eru á gjalddaga árið 2012, verður notað til að endur- nýja flugflota félagsins en stefnt er að því að fjárfesta í nýjum flug- vélum fyrir 95 milljarða króna á næsta áratug. FL Group og Straumur- Burðarás eiga samanlagt yfir fimmtung hlutafjár í Finnair. - eþa KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.392 -0,38% Fjöldi viðskipta: 166 Velta: 732 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,40 -0,32% ... Alfesca 3,46 -0,29%... Atorka 5,80 +0,87% ... Bakkavör 44,30 -0,45% ... Dagsbrún 5,65 +0,89% ... FL Group 17,50 -0,57% ... Flaga 3,86 -0,52% ... Glitnir 17,20 -0,58% ... KB banki 739,00 -0,54% ... Landsbankinn 20,00 +0,00% ... Marel 68,60 -0,58% ... Mosaic Fashions 15,00 +1,01% ... Straumur-Burðarás 17,10 -0,58% ... Össur 103,00 -1,44% MESTA HÆKKUN Mosaic Fashions +1,01% Dagsbrún +0,89% Atorka +0,87% MESTA LÆKKUN Össur -1,44% Straumur-Burðarás -0,58% Marel -0,58% Fjármálaeftirlitið telur að þegar fimmtungshlutur eða stærri hlut- ur í félagi, sem er eigandi stofn- fjárhlutar, skiptir um hendur beri stjórn sparisjóðs að samþykkja sölu eða framsal stofnfjárhluta eins og gildir ávallt um bein við- skipti á stofnfjárbréfum. Þetta álit er óháð því hversu stóran hlut eignarhaldsfélagið á í sparisjóði. Algengt er að eignarhaldsfélög haldi utan um bréf í sparisjóðum. Hefur verið álitamál hvernig beri að líta á þegar ekki er um beint framsal stofnfjárbréfa að ræða heldur sölu á eignarhlut í félagi og hvaða reglur gildi um hlutverk sparisjóðsstjórnar í þeim efnum. Í túlkun FME er nefnt sem dæmi að ef aðili hefur stofnað eignarhaldsfélag utan um stofn- fjáreign selur eignarhlut í félag- inu til annars aðila þá er viðkom- andi félag enn eigandi bréfanna og formlegt eignarhald hefur ekkert breyst. Hins vegar telur FME að eigandi félagsins sé sá sem ráði raunverulega eignarhlutnum og því hafi raunveruleg eignabreyt- ing átt sér stað sem feli í sér óbeint framsal. „Að mati Fjármálaeftir- litsins ná ...ákvæði um spari- sjóði ekki tilgangi sínum ef horft er fram hjá því hver teljist raunveru- legur eigandi,“ segir í áliti FME. Með þessu telur FME að stjórn spari- sjóðs geti gert sér betur grein fyrir því hver fari með raunverulegt eignarhald á stofnfjárhlutum til að geta sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum. - eþa Ber að fá samþykki sparisjóðsstjórnar Verði eigendaskipti að minnsta kosti fimmtungshlut í eignarhaldsfélagi, sem er eigandi að stofnfé, skal fá samþykki stjórnar sparisjóðs fyrir þeim. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Framsal stofnfjárhluta með óbeinum hætti ber að bera undir sparisjóðsstjórn. Í LONDON Bretar elska fótbolta og fórna verslunarferðum fyrir leiki enska landsliðisins á HM. Straumur-Burðarás er kominn með tíu prósent hlutafjár í olíu- og gas- framleiðandanum Tanganyika eftir að hafa keypt 325 þúsund hluti í vik- unni. Tanganyika stundar einkum leit og vinnslu í Egyptalandi og Sýr- landi en hefur höfuðstöðvar í Van- couver í Kanada. Hlutur Straums er metinn á tæpa fjóra milljarða króna. Í tilkynningu frá Straumi kemur fram að kaupin eru fyrst og fremst gerð í fjárfestingaskyni en ekki til þess að hafa áhrif á stjórn félagsins. Einnig kemur fram að Straumur muni reglulega endurskoða stöðu sína í félaginu. Kanadíska félagið skilaði um fjörutíu milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi en það er skráð á First North-markaðinn í Stokkhólmi. Í haust færist félagið yfir á O-listann í Stokkhólmi. Þótt félagið sé kanadískt er eign- arhaldið að stærstum hluta sænskt en Lundin-fjölskyldan, sem hefur fjárfest víða í olíugeiranum, er stærsti hluthafinn. Gengi hlutabréfa í Tanganyika hefur fallið um fjörutíu prósent frá því þau náðu hæsta ársgildi í apríl. - eþa Straumur eykur við sig í Tanganyika Fjögurra milljarða fjárfesting í kanadísku olíufélagi. STRAUMUR FJÁRFESTIR Í OLÍUNNI Félagið á yfir tíu prósenta hlut í Tanganyika. FINNAIR MUN ENDURNÝJA FLOTANN Safnaði 9,5 milljörðum í skuldabréfaútboði. VANSKIL Í LÁGMARKI Hlutfall vanskila af útlánum nam 0,6 prósentum í lok fyrsta ársfjórðungs. NÝBYGGING Mikið framboð nýbygginga er ein orsaka lægra íbúðaverðs. Íbúðaverð lækkaði um 0,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu í maí frá fyrra mánuði samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Fjöl- býli lækkaði um 0,2 prósent en sérbýli um 0,1 prósent. Fram kemur í Morgunkornum Glitnis að sennilega séu frekari lækkanir fram undan. Mikið framboð nýbygginga sé í augsýn auk þess sem hærri langtíma- vextir, minni kaupmáttur og skert aðgengi að lánsfé dragi úr eftirspurn. Þá fari tiltrú neyt- enda á efnahagslífinu þverrandi, sem dragi úr þrýstingi til hækk- unar. Íbúðaverð hefur alls hækkað um þrettán prósent á höfuðborgar- svæðinu undanfarna tólf mánuði. Verðið hefur hækkað um fimmtíu og fjögur prósent frá því í ágúst 2004, þegar bankarnir hófu inn- reið sína á íbúðalánamarkað. - jsk Íbúðaverð lækkar Sérfræðingar telja frekari lækkanir á íbúðaverði fram undan. MARKAÐSPUNKTAR... Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur selt 45 prósenta hlut sinn í Stillu ehf. en söluandvirði nemur 417 millj- ónum króna. Með viðskiptunum hafa krosseignatengsl Vinnslustöðvarinnar og Stillu verið rofin. Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt að veita Slóvenum aðild að myntbanda- lagi sambandsins. Slóvenar munu taka upp evruna 1. janúar á næsta ári. Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka Íslands, hefur verið settur tímabundið í starf bankastjóra frá 15. júní til 31. ágúst næstkomandi. Tekur hann við af Jóni Sigurðssyni, sem í vikunni tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Finnair selur skuldabréf Fótboltinn truflar verslunina Vanskil í útlána í lágmarki Nafntogaður fjárfestir Eins og kemur fram á viðskiptasíðunni í dag hefur Straumur verið að kaupa hlutabréf í kanadíska olíuframleiðandanum Tanganyika. Stærsti hluthaf- inn í olíufélaginu er sænska Lundin-fjölskyldan en ættfaðirinn er verkfræðingurinn Adolf H. Lundin. Ekki er nákvæmlega vitað fyrir hvað stafurinn há stendur en svo merkilega vill til að Adolf er gyðingur. Auður fjölskyldunn- ar hefur skapast vegna fjárfestinga í olíu- og gasiðnaði og byggist einkum á Lundin Petroleum þar sem Adolf er heiðursforseti. Engir aukvisar sitja í stjórn Lundin Petroleum; einn stjórn- armanna er hægrimaðurinn Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Adolf Lundin er einnig þjóðþekkt- ur heima fyrir en árið 1998 var hann krýndur Svíi ársins af sjálfum Svíakonungi. Hasar í KB banka KB banki í Noregi var leiddur í gildru þegar arabískur fjárfestir seldi bankanum bréf sem hann hafði ekki tiltæk. Bankinn varð að kaupa bréfin úti á markaði og tapaði um 120 milljónum króna á þessum viðskiptum þar sem gengi bréfanna hafði hækkað í millitíðinni. Fjárfestirinn, sem er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur verið kærður og er Jan Petter Sissener, forstjóri KB banka í Noregi, vongóður um að bankinn fái peningana sína til baka. Erik Högh, sem var yfir uppgjörsmálum bankans, var látinn taka pokann sinn eftir að þetta komst upp. Lögmaður, sem Högh hefur ráðið til að stefna bankanum fyrir ólögmæta upp- sögn, er forviða á ákvörðun bankans og telur með ólíkindum sæta að verðbréfa- miðlarinn, sem annaðist viðskiptinn við arabann, skuli ekki vera gerður ábyrgur fyrir mistökunum. Peningaskápurinn ...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.