Fréttablaðið - 17.06.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 17.06.2006, Síða 12
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR12 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Eftir spennuþrungna daga í síðustu viku færðist ró yfir stjórnmálin í vikunni sem er að líða. Staðreyndirnar lágu fyrir. Eltingaleiknum við þing- og trúnaðarmenn stjórnarflokk- anna lauk á laugardag fyrir viku þegar tilkynnt var um breytingar á ríkisstjórninni en ýmsar bollaleggingar voru uppi um skipan mála. Ég held að enginn hafi spáð fyrir um að Valgerður Sverrisdóttir yrði utanríkisráðherra. Þær fréttir koma vel til greina sem pólitísk tíðindi vikunn- ar. Innkoma Jóns Sigurðssonar í stjórnmálin er vissulega athyglisverð en það var búið að sá þeim fræjum og kom því ekki jafn mikið á óvart. Að sama skapi var búist við að Jón Kristjánsson myndi hætta. Reyndar eru það talsverð tíðindi að Framsóknarflokkurinn hafi krafist – og fengið – sjötta ráðuneytið enda almennt talið að flokkurinn hefði hvorki stöðu til að æskja þess né burði til að bera það. En hafi menn lært eitthvað af pólitík liðinna áratuga er það að vanmeta ekki framsókn. Línur í samningunum í Reykjavík voru farnar að skýrast og Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudagsmorgun hvernig nefndarformennsku í fagráðum yrði skipt. Sögur voru á kreiki um að Björn Ingi væri að svínbeygja Vilhjálm Þ. og að embættum yrði skipt jafnt en það voru bara sögur. Sex-tvö varð niðurstaðan. Og Guðlaugur Þór verður stjórnarformaður Orkuveitunnar! Það hlýtur að sjóða á Alfreð. Nú fær Guðlaugur litlu, snotru skrifstofuna sem Alfreð hafði í Alfreð Hall á Bæjarhálsinum. Mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru vissu- lega tíðindi. Þau eiga að rísa áður en kjörtímabilið er allt. Innan fjögurra ára. Það mun ekki ganga andskotalaust fyrir sig að koma framkvæmdinni á koppinn. Simmi í Idolinu er varamaður í íþrótta- og tómstundaráði og Andri Snær er varamaður í menningar- og ferðamálaráði. Nýtt mannréttindaráð borgarinn- ar er aðeins skipað konum. Hvar er jafnréttið þar? Mér er til efs að það hafi áður gerst að nýr borgarstjórnarmeirihluti og ný ríkisstjórn taki til starfa í einni og sömu vikunni. Það eitt og sér eru vissulega tíðindi. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Valgerður, Alfreð Hall og Simmi í Idolinu Stjórnmálafræðingarn- ir Einar Mar Þórðarson og Birgir Guðmundsson segja ólíklegt að miklar breytingar verði á verkum ríkisstjórnarinnar í kjölfar ráðherraskiptanna þar sem þrír nýir ráðherrar tóku sæti í stjórninni og tveir færðu sig um set. Forysta Framsóknarflokksins er forvitnilegasta málið í augsýn eftir ríkisstjórnarskiptin, að mati stjórnmálafræðinganna Einars Mars Þórðarsonar og Birgis Guð- mundssonar. Mörgum þykir Fram- sóknarflokkurinn sem höfuðlaus her eftir að Halldór Ásgrímsson tilkynnti brotthvarf sitt af vett- vangi stjórnmálanna og ekki þykir sýnt hver verður arftaki hans sem leiðtogi flokksins. Guðni Ágústs- son, landbúnaðarráðherra og vara- formaður flokksins, hefur mætt andstöðu ýmissa flokksmanna og sömuleiðis Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra. Þá hefur nýr iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðla- bankastjóri, verið nefndur til sögunnar. „Það er alveg ljóst að Guðni og jafnvel Siv og Jón eru að kanna bakland sitt í flokknum. Ég geri fastlega ráð fyrir að Halldór hafi séð arftaka sinn í Jóni og þess vegna ákveðið að taka hann inn í ríkis- stjórnina,“ segir Einar. „Það forvitnilegasta er hvernig samskiptamynstrið verður í ríkis- stjórninni út af þessari óvissu goggunarröð í Framsóknarflokkn- um,“ segir Birgir. „Ég yrði ekki hissa ef Geir myndi ræða meira við Jón en hina forkólfa flokks- ins.“ Einar og Birgir segja báðir varnarviðræðurnar við Banda- ríkjamenn, yfirstandandi kjara- viðræður og blikur í efnahagsmál- um vera stærstu málin sem ný ríkisstjórn þarf að glíma við fram að næstu kosningum. Þar setja þeir báðir kjaraviðræðurnar efstar á blað. Þeir eru þó efins um að miklar breytingar verði á verk- um stjórnarinnar með nýafstöðn- um ráðherraskiptum. Báðir eru þeir hissa á því hversu fúsir sjálfstæðismenn voru til að gefa framsóknarmönn- um aftur umhverfisráðuneytið og færa ráðherratöluna þannig í fyrra horf. „Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað heimtað sín sjö ráðu- neyti áfram á þeirri forsendu að innanbúðardeilur framsóknar- manna væru ekki þeirra vanda- mál,“ segir Einar. „Það er skiljan- legt að það sé óánægja með þetta meðal sjálf- stæðismanna,“ segir Birgir. Valgerður Sverrisdóttir, nýr utanríkisráðherra, hefur látið Geir H. Haarde, nýjum forsætis- ráðherra, það eftir að leiða áfram varnarviðræðurnar við Banda- ríkjamenn. Einar og Birgir segja það veikja stöðu Valgerðar. „Það má setja spurningamerki við það að stærsta verkefnið í utanríkismálum Íslendinga sé ekki á könnu utanríkisráðherra,“ segir Einar. Birgir tekur í sama streng. „Það er ljóst að Valgerður kemur í utanríkisráðuneytið og tekur ekki við öllum verkefnunum og það gerir hana að veikari utan- ríkisráðherra.“ Þeir eru þó sam- mála um að það hafi lítið að gera með persónu Valgerðar, það sama hafi verið uppi á teningnum þegar Davíð fór með málið í utanríkis- ráðherratíð Halldórs Ásgrímsson- ar. Birgir og Einar eru sammála um að Geir H. Haarde gæti orðið farsæll forsætisráðherra. „Hann er maður sátta og málamiðlana og tiltölulega öfgalaus á allan hátt,“ segir Einar. Hann telur jafnframt að meiri líkindi séu með forsætis- ráðherrunum Geir og Halldóri en Geir og Davíð. Forysta Framsóknarflokks er forvitnilegasta málið Vandamálaflokkur Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa ekki átt sjö dagana sæla síðasta mánuðinn. Þeir töpuðu einum bæjarfulltrúa sinna í kosningunum 27. maí og nú síðast gerir Fjarðarpósturinn, fréttabréf Hafnarfjarðar, vandamál flokksins að umtalsefni. „Svo virðist sem óánægja sé komin upp innan Sjálfstæðisflokksins með skipun full- trúa í ráð og nefndir bæjarins,“ segir á forsíðu síðasta tölublaðs Fjarðarpóstsins. Sagt er að frambjóðendur flokksins hafi fyrst heyrt af skipan flokksins í ráð og nefndir á bæjarstjórnarfundi og athygli vakin á því að einstaklingur utan framboðslistans hafi verið fenginn til að sitja fyrir flokkinn í Hafnarstjórn. Fjarðarpósturinn fer hins vegar mun mýkri höndum um Samfylkinguna í klausunni sem henni er úthlutað. Þar eru reglur um nefndar- skipanir sagðar í gildi hjá flokknum og vitnað óbeint í ónefndan talsmann sem segir þær reglur í hávegum hafðar. Átakafundur? Fjarðarpósturinn segir frá fundi Sjálfstæðis- flokksins sem fór fram daginn sem umrætt blað kom út, og kallar hann fyrirfram „átakafund“ í fyrirsögn, með varnagla í formi spurningarmerk- is. Fjarðarpósturinn hefur heimildir fyrir því að fundurinn verði fjölmennur og að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen, hafnfirskir ráðherrar flokksins, láti sjá sig. Þetta var svo staðfest af Ríkisútvarpinu dag- inn eftir. Fjarðarpósturinn ýjar að því að einhver vilji oddvitann Harald Þór Ólason burt úr röðum flokksins og segir að búist hafi verið við tillögu um það á fundinum. Viðstaddir segjast þó ekki hafa orðið varir við slíka tillögu, né nokkur önnur átök. Valgerður Sigurðardóttir, sem kaus að taka ekki sæti á listanum eftir að hún laut í lægra haldi í kjöri um efsta sætið í vetur, segir fundinn hafa verið „allt í lagi“ og að ekki hafi verið minnst einu orði á nein nefndarsæti. Haraldur segir eingöngu hafa verið „farið yfir vetrarstarfið“ og „gengi flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum“, eins og við var að búast. Enn er á huldu hvers vegna umdeildasta málið meðal flokksmanna var látið kyrrt liggja á þessum fundi, þar sem fundurinn hefði verið kjörinn vettvangur til að ræða málið til hlítar. Kannski var það vegna þess að í auglýsingu fyrir fundinn var tekið fram að hann yrði „á léttum nótum“. Úr bakherberginu... SÍÐASTA RÍKISSTJÓRN HALLDÓRS ÁSGRÍMSSONAR Frá vinstri á myndinni eru: Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Einar K. Guðfinnsson, Árni Mathiesen, Hall- dór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason, Guðni Ágústsson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. FYRSTA RÍKISSTJÓRN GEIRS H. HAARDE Frá vinstri á myndinni eru: Sturla Böðvarsson, Magnús Stefánsson, Jón Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Ólafur Ragnar Grímsson, Valgerður Sverrisdóttir, Björn Bjarnason, Guðni Ágústs- son, Jónína Bjartmarz, Siv Friðleifsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. LEIÐTOGINN VEIFAR BLESS Halldór Ásgrímsson yfirgaf ríkisráðsfundinn að Bessastöðum á fimmtudag og sagði þar með skilið við ríkis- stjórnina sem hann hafði stjórnað. Margir halda því fram að hann skilji Framsóknarflokkinn eftir sem höfuðlausan her við brotthvarf sitt. „Það má ekki dæma stóriðjustefnuna eftir mestu og stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem standa nú yfir.“ Jón Sigurðsson, nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í Fréttablaðinu í gær. „Nú ætla ég í hálfan mánuð burt til fjalla, að skoða fjöll sem ég hef ekki séð áður.“ Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, í Fréttablaðinu í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.