Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 22
■ FÖSTUDAGUR, 9. JÚNÍ Þjösnaleg einokun Nú er þessi langþráði dagur runn- inn upp. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er hafin. Í fjög- ur ár er ég búinn að hlakka til að sjá afreksmenn frá öllum heimshornum koma saman og reyna með sér á siðmenntaðan hátt með því að keppa í „the Beautiful Game“, íþróttinni fögru, eins og knattspyrnan er nefnd (nema í RÚV þar sem hún heitir „spark“). Núna fer keppnin fram í Þýska- landi og ég sá byrjunarleikinn í boði Goethe Institut og þýska sendiherrans. Fyrsti leikurinn var Þýskaland - Kostaríka, og úrslitin 4:2. Frábær leikur. Í fyrsta sinn sem ég sé þýskt lið spila svona fallega knattspyrnu með hröðum sam- leik, stuttum sendingum og svo þrumuskot- um langt utan af velli. Ég vona bara að Himnaríki verði ekki fyrir barðinu á þjösnalegri einok- un Símans á grunnnetinu. Það er lítið fútt í að fara til Himnaríkis ef ekki er hægt að fylgjast þar með fótbolta og ég er viss um að Goethe sálugi hefur verið stoltur af sínum mönnum og boðið tvöfaldan nekt- ar og ambrósíu á línuna. ■ LAUGARDAGUR, 10. JÚNÍ Tilfinningavella Fór á Gauk á Stöng að horfa á Eng- lendinga og Kostaríka. Þar var margt um manninn en uppi á lofti var einhvers konar landsfundur húðflúraðra. Ekki þóttu mér Englendingar sannfærandi. Það minnir mig á að Ísland fékk enn eina ríkisstjórnina í dag. Og kvenkyns utanríkisráðherra í fyrsta sinn. Vonandi sér Valgerður að það er þjóðinni til minnkunar að standa í þessu ströggli við Kanann og sífra um að þeir verði að skaffa herþotur til að hafa í Keflavík. Auðvitað eigum við að leyfa mönn- unum að fara í friði úr því að þeir geta ekki haft gagn af okkur leng- ur. Það er sjónarmið sem ég hélt að stjórnmálamenn ættu auðvelt með að skilja. Sumir íslenskir ráðamenn hafa alltaf bland- að einhverri hýsterískri til- finningavellu í samband sitt við Kanann. Þetta er eins og að horfa upp á roskna vændiskonu halda því fram að uppáhalds kúnninn hafi lofað að giftast sér. Dap- urlegt. Mér sýnist að friður- inn í framsókn felist í því að stilla upp fylkingu gegn Guðna með Jón skyldurækna í hlutverki nýfundins erfðaprins. Nú er Jónína Bjartmarz komin í ráðherrastól og orðin umhverfis- ráðherra. Hún ætti endilega að kíkja hingað niður í Grjótaþorp og sjá hvað maðurinn hennar er búinn að afreka í umhverfismál- um í góðu samstarfi við bygging- arfulltrúann í Reykjavík og frá- farandi borgarstjórn. Óþarfi að leita langt yfir skammt. ■ MÁNUDAGUR, 12. JÚNÍ Silfurskeið í hengirúmi Sat á mér og horfði ekki á neinn fótbolta. Hélt mig að verki til til- breytingar. Er að bisa við að skrifa smá- sögu. Suma daga er maður hund- fúll yfir því að hafa ekki fæðst með silfur- skeið í munni og helst liggj- andi í hengi- rúmi. Senni- lega eru þetta þó bara fráhvarfsein- kenni af því að hafa ekki horft á knattspyrnu í dag. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 13. JÚNÍ Góð regnhlíf Fór að horfa á Tógó og Suðurkóreu með Nirði P. Njarðvík og Össuri Skarphéðinssyni. Össur er for- maður Spes sem rekur barnaheim- ili í Lomé, þar er hópur af litlum krílum sem eiga íslenska styrkt- arforeldra. Njörður er ræðis- maður Tógó, og það var hann sem fatt- aði upp á að stofna Spes. Fátæktin í Tógó er svo skelfileg að ég er hissa að því að það skuli hafa verið til ellefu pör af takkaskóm í landinu. Samt eru piltar frá þessu landi í úrslitum heimsmeistara- keppni í knatt- spyrnu. Það er vel af sér vikið. Okkar menn töpuðu leiknum, en þeir töpuðu með sæmd. Þeir gerðu fyrsta markið, en svo höfðu þeir ekki úthald. Mér leið eins og ég væri að horfa á íslenska lands- liðið. Villi Þ. tók við borgarstjóra- embættinu í dag. Mér líst vel á Villa. Hann muldrar ofan í barm- inn og er fremur spar á stórar yfirlýsingar, en hann er einn af þeim sem hafa vit og innræti til að koma fram við fólk eins og jafn- ingja sína. Ég gaf honum regnhlíf til að nota í kosningabaráttunni. Sú hefur aldeilis komið að notum. ■ MIÐVIKUDAGUR, 14. JÚNÍ Svisslendingar, Da Vinci og gauksklukkan „Þau þrjátíu ár sem Borgia-ættin ríkti á Ítalíu geisaði stríð, ógnar- stjórn, morðæði, blóðsút- hellingar - og þessi þrjátíu ár ólu af sér Michelang- elo, Leonardo da Vinci og End- urreisnina. En í Sviss bjó fólk við náungakærleika í fimm aldir lýð- ræðis og friðar, og hvað kom út úr því? Gauksklukkan.“ Þetta segir Harry Lime (Orson Welles) í þeirri frægu mynd „Þriðji maðurinn“ og hefur ekki mikið álit á svissneskri hugmynda- auðgi. Samt vita Svisslendingar greinilega sínu viti því að í borginni Zürich hefur tekist að draga úr nýgengi heróínfíkla um 82 pró- sent á tíu árum. Aðferðin er einföld. Heróínfíkl- um stendur til boða að fá heróín keypt í lyfjaversl- unum gegn framvísun lyfseðils, og auk þess er boðið upp á ókeyp- is sprautunál- ar og athvörf þar sem fíklar geta komið til að sprauta sig. Með þessu móti hefur ævin- týraljómi hins forboðna dofnað og fíkillinn er ekki lengur uppreisn- armaður í samfélaginu heldur sjúklingur sem þarf á hjálp að halda en ekki fang- elsi. Eiturlyfjasmygl og dreifing eru vonlausar atvinnugreinar þar sem ríkiseinkasala og sjúkrasamlag sjá um að afgreiða sjúk- lingana í næsta apóteki. Hreint heróín, ókeyp- is sprautur og athvörf fyrir fíkla hafa að sjálfsögðu dregið úr þeim sjúk- dómum sem tengj- ast neyslunni. Og úr því að heróín er flokkað sem lyfseðilsskylt lyf fylgir efninu ekki leng- ur andfélagsleg hegðun og þjófnaða- og ránafaraldur sem okurprísar á ólögleg- um markaði valda. Heróín í Zürich er einfaldlega lyf sem heimskulegt er að ánetjast - og glæpagengi hafa ekki lengur ástæðu til að stunda ólöglega verslun og handrukk- arastarfsemi. Og færri og færri ánetjast heróíni af því að engir eiturlyfjasalar hafa hag af því að fjölga viðskipta- vinum. Kannski Svisslending- ar hafi eftir allt saman fundið upp eitthvað sem er ennþá merkilegra en gauksklukkan. ■ MIÐVIKUDAGUR, 14. JÚNÍ APPLE eða MELA? Sólveig fór með mig að sjá Da Vinci- lykilinn. Þarna voru laun- morðingjar, Guðsverka- menn í Opus Dei, dulmál, táknsæi, Síons- klaustrið og elt- ingaleikir svo að eiginlega hefði átt að vera verulega feitt á stykkinu. En það vantaði spenn- andi persónuleika svo að myndin var marflöt eins og krossgáta. Þetta var eins og þegar skratt- inn fór að skapa mann: „skinnlaus köttur varð úr því“. Merkilegt að láta Leonardo nota enska orðið APPLE í Da Vinci-lykilinn í stað þess að nota orðið „mela“ sem er „epli“ á ítölsku. Skrýtið að maður sem fæddist 40 árum áður en Kólumbus kom til Ameríku skuli hafa verið orðinn svona ameríkaníseraður. ■ FIMMTUDAGUR, 15. JÚNÍ Sniðglíma á lofti! Síðasti ríkisráðsfundur Halldórs Ásgrímssonar. Það verður sjónar- sviptir að honum. Það hljóta allir að viðurkenna að Halldór kveður snöfurmann- lega með því að taka Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn á „ippon“ eða sniðglímu á lofti. Á leið heim af þessu balli hlýtur Geir Haarde að velta því fyrir sér hvað orðatiltækið „tveir fyrir einn“ merkir í raun og veru. Snarpari glímutök hafa ekki sést hjá formönnum framsóknarflokks- ins síðan Hermann Jónasson varð glímukóngur Íslands árið 1921. Og miðað við hlut Framsóknar- flokksins í stjórnun Reykjavíkur- borgar lítur út fyrir að Björn Ingi Hrafnsson muni verða prýðilega glíminn. 17. júní 2006 LAUGARDAGUR22 ��� ��������������������� ����������������� ������������������������� Sniðglíma á lofti Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um knattspyrnu. Einnig er vikið lauslega að öðrum málaflokkum - svo sem stjórnmálum, vændiskonum, gauksklukkum, Guðsverkamönnum í Opus Dei og íslenskri glímu. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.