Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 30
[ ]
Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði,
sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn,
hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef-
hjól á kerrur. Bílamottur.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Um síðustu helgi kynnti versl-
unin B&L nýja útgáfu hins
vinsæla borgarjeppa Hyundai
Santa Fe. Bíllinn er stærri,
fallegri og betur búinn en fyrir-
rennarinn.
Breytingarnar með nýrri kynslóð
Santa Fe taka bæði til útlits og
búnaðar bílsins. Til þess að kynna
þessar breytingar bauð B & L
blaðamönnum að reynsluaka bíln-
um í nágrenni Reykjavíkur. Ekinn
var fjallaslóði umhverfis í Skarðs-
heiði og síðan úr Skorradal yfir í
Grafardal. Á þessum leiðum
reyndi vel á jeppaeiginleika bíls-
ins.
Nýr Santa Fe fæst með tvenns
konar vél, 2,2 lítra díselvél og 2,7
lítra bensínvél. Díselvélin er tals-
vert öflugri en bensínvélin togar
355 Nm við 1800-2500 snúninga
meðan bensínvélin togar 248 við
sama snúningshraða. Í reynslu-
akstursferðinni var díselbílnum
ekið og óhætt er að fullyrða að
vélin hafi reynst öflug og skemmti-
leg. Fjórhjóladrif bílsins er sívirkt
þannig að það grípur einungis inn
þegar þess er þörf. Við venjulegar
aðstæður er bíllinn því framhjóla-
drifinn. Þá er bíllinn búinn raf-
stýrðri driflæsingu sem festir bíl-
inn í fjórhjóladrifinu. Vel reyndi á
þann búnað í reynsluaksturferð-
inni og kom í ljós að verulega mun-
aði um hann.
Útlitsbreytingarnar á nýjum
Santa Fe eru mjög til bóta. Línurn-
ar í bílnum eru nú hreinni en áður
og dregið hefur verið úr „blöðru-
laginu“ sem einkenndi bílinn.
Lengingin í nýrri útgáfu bílsins
gerir að verkum að hægt er að
bjóða 7 sæta útgáfu sem er nýjung
í flokki jepplinga.
Meðal staðalbúnaðar í nýjum
Santa Fe má nefna stöðugleika-
stýringu, spólvörn og 50/50 læs-
ingu á fjórhjóladrifi. Í Lux-útgáf-
unni bætist við leðuráklæði,
tvöföld tölvustýrð miðstöð, sól-
lúga, rafstýrð framsæti og er þá
aðeins fátt eitt talið því Lux-bíll-
inn stendur prýðilega undir nafni.
Nýr Santa Fe er álitlegur bíll,
bæði sem borgarjeppi og ferða-
bíll. Útlit hans að bæði að utan og
innan er skemmtilegt og hann er
lipur í meðförum. Þá er ljóst að
með breytingunni í annarri kyn-
slóð hafa jeppaeiginleikar bílsins
eflst sem gerir hann að enn betri
ferðafélaga en hann var áður.
steinunn@frettabladid.is
Öflugri og fallegri
Hyundai Santa Fe
Vél Hestöfl Verð
Santa Fe II bsk. 5 manna 2700 cc 188 3.390.000
Santa Fe II ssk. 5 manna 2700 cc 188 3.590.000
Santa Fe II ssk. 7 manna 2700 cc 188 3.690.000
Santa Fe II ssk. 7 manna Lux 2700 cc 188 4.120.000
Santa Fe II bsk. 5 manna CRDI 2200 cc 150 3.530.000
Santa Fe II ssk. 5 manna CRDI 2200 cc 150 3.730.000
Santa Fe II ssk. 7 manna CRDI 2200 cc 150 3.830.000
Santa Fe II ssk. 7 manna Lux CRDI 2200 cc 150 4.260.000
Nýr Santa Fe er talsvert breyttur í útliti.
Santa Fe er stærri en fyrirrennarinn, 15 cm
lengri, 5 cm breiðari og 5,5 cm hærri.
Baksvipurinn er nokkuð breyttur.
Umhverfi bílstjórans er aðgengilegt og
útlitið nútímalegt.
Nýr Santa Fe er einnig fáanlegur í sjö sæta
útgáfu. Hér sést hvernig þriðja sætaröðin
samlagast gólfinu þegar hún er lögð niður.
Lux-útgáfan er með leðurklædd sæti. Nýju Santa Fe-bílarnir stóðu sig vel í akstri
yfir vötnin.
REYNSLUAKSTUR
Vegir eru til að keyra á þeim. Mosi, gras og móar eru það ekki.
Förum eftir settum reglum og virðum náttúruna.
• Birta Björnsdóttir fatahönnuður og Jón Páll listamaður
í 100 ára gömlu húsi við Miðstræti
• Uppskrift af austurlensku partítjaldi og allt sem
þig vantar til að gera garðinn frægan
• Rautt og bleikt þema
• Listrænt fúnkíshús við Vatnsenda
• Ofursvöl piparsveinaíbúð í 101 Reykjavík
TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ
Í ÁSKRIFT MEÐ
30% AFSLÆTTI
Á AÐEINS 489 KR.
EINTAKIÐ OG FÁÐU
VEGLEGA GJÖF
Í KAUPBÆTI
GLÆNÝTT
VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT
ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS