Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 30
[ ] Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Um síðustu helgi kynnti versl- unin B&L nýja útgáfu hins vinsæla borgarjeppa Hyundai Santa Fe. Bíllinn er stærri, fallegri og betur búinn en fyrir- rennarinn. Breytingarnar með nýrri kynslóð Santa Fe taka bæði til útlits og búnaðar bílsins. Til þess að kynna þessar breytingar bauð B & L blaðamönnum að reynsluaka bíln- um í nágrenni Reykjavíkur. Ekinn var fjallaslóði umhverfis í Skarðs- heiði og síðan úr Skorradal yfir í Grafardal. Á þessum leiðum reyndi vel á jeppaeiginleika bíls- ins. Nýr Santa Fe fæst með tvenns konar vél, 2,2 lítra díselvél og 2,7 lítra bensínvél. Díselvélin er tals- vert öflugri en bensínvélin togar 355 Nm við 1800-2500 snúninga meðan bensínvélin togar 248 við sama snúningshraða. Í reynslu- akstursferðinni var díselbílnum ekið og óhætt er að fullyrða að vélin hafi reynst öflug og skemmti- leg. Fjórhjóladrif bílsins er sívirkt þannig að það grípur einungis inn þegar þess er þörf. Við venjulegar aðstæður er bíllinn því framhjóla- drifinn. Þá er bíllinn búinn raf- stýrðri driflæsingu sem festir bíl- inn í fjórhjóladrifinu. Vel reyndi á þann búnað í reynsluaksturferð- inni og kom í ljós að verulega mun- aði um hann. Útlitsbreytingarnar á nýjum Santa Fe eru mjög til bóta. Línurn- ar í bílnum eru nú hreinni en áður og dregið hefur verið úr „blöðru- laginu“ sem einkenndi bílinn. Lengingin í nýrri útgáfu bílsins gerir að verkum að hægt er að bjóða 7 sæta útgáfu sem er nýjung í flokki jepplinga. Meðal staðalbúnaðar í nýjum Santa Fe má nefna stöðugleika- stýringu, spólvörn og 50/50 læs- ingu á fjórhjóladrifi. Í Lux-útgáf- unni bætist við leðuráklæði, tvöföld tölvustýrð miðstöð, sól- lúga, rafstýrð framsæti og er þá aðeins fátt eitt talið því Lux-bíll- inn stendur prýðilega undir nafni. Nýr Santa Fe er álitlegur bíll, bæði sem borgarjeppi og ferða- bíll. Útlit hans að bæði að utan og innan er skemmtilegt og hann er lipur í meðförum. Þá er ljóst að með breytingunni í annarri kyn- slóð hafa jeppaeiginleikar bílsins eflst sem gerir hann að enn betri ferðafélaga en hann var áður. steinunn@frettabladid.is Öflugri og fallegri Hyundai Santa Fe Vél Hestöfl Verð Santa Fe II bsk. 5 manna 2700 cc 188 3.390.000 Santa Fe II ssk. 5 manna 2700 cc 188 3.590.000 Santa Fe II ssk. 7 manna 2700 cc 188 3.690.000 Santa Fe II ssk. 7 manna Lux 2700 cc 188 4.120.000 Santa Fe II bsk. 5 manna CRDI 2200 cc 150 3.530.000 Santa Fe II ssk. 5 manna CRDI 2200 cc 150 3.730.000 Santa Fe II ssk. 7 manna CRDI 2200 cc 150 3.830.000 Santa Fe II ssk. 7 manna Lux CRDI 2200 cc 150 4.260.000 Nýr Santa Fe er talsvert breyttur í útliti. Santa Fe er stærri en fyrirrennarinn, 15 cm lengri, 5 cm breiðari og 5,5 cm hærri. Baksvipurinn er nokkuð breyttur. Umhverfi bílstjórans er aðgengilegt og útlitið nútímalegt. Nýr Santa Fe er einnig fáanlegur í sjö sæta útgáfu. Hér sést hvernig þriðja sætaröðin samlagast gólfinu þegar hún er lögð niður. Lux-útgáfan er með leðurklædd sæti. Nýju Santa Fe-bílarnir stóðu sig vel í akstri yfir vötnin. REYNSLUAKSTUR Vegir eru til að keyra á þeim. Mosi, gras og móar eru það ekki. Förum eftir settum reglum og virðum náttúruna. • Birta Björnsdóttir fatahönnuður og Jón Páll listamaður í 100 ára gömlu húsi við Miðstræti • Uppskrift af austurlensku partítjaldi og allt sem þig vantar til að gera garðinn frægan • Rautt og bleikt þema • Listrænt fúnkíshús við Vatnsenda • Ofursvöl piparsveinaíbúð í 101 Reykjavík TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI GLÆNÝTT VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.