Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.06.2006, Qupperneq 32
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR4 Á sýningunni Bílar & sport gafst gestum færi á að kynna sér starfsemi sýnenda og fá upplýsingar um mótorsport. Sýningin fór fram um síðustu helgi í Laugardalshöll og var hald- in á vegum samnefnds tímarits. Framkvæmdastjóri sýningar- innnar var Þórður Freyr Sigurðs- son. „Það var almenn ánægja með sýninguna, bæði hjá gestum og eins skipuleggjendum og sýnend- um. Við ætlum að heildarfjöldi gesta hafi verið á milli 15 og 16 þúsund og þeir sem hafa unnið á svipuðum sýningum segja sumir að gestafjöldi hafi verið meiri nú en áður.“ Þórður telur sýningu sem þessa gegna margvíslegu hlutverki. „Fyrst má kannski nefna að þetta er góð kynning fyrir tímaritið og við náðum að styrkja tengsl við fyrirtæki og félagasamtök. Enn- fremur er þetta góður vettvangur fyrir sýnendur, sem voru um 170 talsins, að kynna sína starfsemi og styrkja tengslin við viðskiptavini og hvern annan. Loks er svona sýning gott tækifæri fyrir áhuga- menn til að kynnast starfsemi félagasamtaka og fá til dæmis upplýsingar um það hvernig er hægt að byrja í rallinu. Það er svo sjaldan sem maður fær tækifæri til að kynnast sporti í gegnum þátttakendur sem vita allt,“ segir Þórður. Á allra næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort standa eigi fyrir sambærilegri sýningu að ári og ef svo verður fer undir- búningur strax í gang. Spurður um eftirlætis sýningargripinn að þessu sinni er Þórður fljótur að svara. „Koenigsegg. Hvort sem það er bíllinn eða hjónin, Christian og Halldóra. Við verðum með myndaþátt í næsta blaði frá ferð með bílnum til Mývatns, og eins um sýninguna sjálfa,“ segir Þórð- ur að lokum. einareli@frettabladid.is Gott tækifæri fyrir áhuga- menn um bíla og sport Sérsmíðað mótorhjól sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir sýninguna. Perla sýninginnar að margra mati var nýjasta útgáfan af Koenigsegg ofursportbílnum, CCX. Á sýningunni voru líka flugvélar, bátar og jetski. Gestum gafst kostur á að skoða mikið úrval mótorhjóla, eins og hér sést. Opel Roadster í einkaeign. Með glæsilegri sportbílum sem voru á sýningunni, og var þó af nógu að taka. Umferðarstofa var með þessa skemmtilegu en um leið sorglegu auglýsingu á sínum. Tomcat-bílarnir eru náfrændur Land Rover og hafa meðal annars tekið þátt í rallinu í sumar. Hér er verið að útbúa einn sem alvöru jeppa. Þessi VW bjalla er handverk Svíans Per Söder og er smíðuð sem sýningarbíll fyrir hljómtækjasýningar. Undir mælaborðinu leynast þrír bassahá- talarar og einnig má sjá aukahátalara við dyrnar. Sparibíll var meðal annars með þennan FJ Cruizer til sýnis, sennilega hinn fyrsta sem sést hér á landi. Þessi vígalegi Hummer á 49“ dekkjum var meðal þess sem Ferðaklúbburinn 4x4 sýndi á sínum bás. Opið virka daga 8-18 Umferð um Hvalfjarðargöngin var 15 prósentum meiri fyrstu átta mánuði yfirstandandi rekstrarárs Spalar en á sama tíma í fyrra. Þá fóru tæplega 900.000 bílar um göngin á tímabilinu en nú vel yfir ein milljón bíla. Rekstrarár Spalar stendur frá októberbyrjun til sept- emberloka. Sérstaka athygli vekur að umferðin jókst verulega á tíma- bilinu nóvember til febrúar í vetur eða um 21-28%. Hins vegar jókst umferð lítið í nýliðnum maímánuði. Nærtæk skýring á þeirri breytingu er sú að hvítasunnan var um miðjan maí í fyrra en í júní í ár. Hvítasunnan er jafnan mikil ferðahelgi lands- manna. Þá má ætla að slæm veðr- átta á Norðurlandi í ár hafi orðið til þess að draga úr umferð um göngin. Nettótekjur Spalar af umferð- inni minnkuðu um 8,5 prósent fyrstu átta mánuði rekstrarársins miðað við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir að umferðin hafi aukist verulega. Þar birtast skýrt áhrif gjaldskrárlækkunar 1. apríl 2005. Nettótekjur af hverri ferð um göngin voru 516 krónur mánuðina október 2005 til maí 2006 en 650 krónur á ferð sömu mánuði 2004 og 2005. Tekjusamdráttur á ferð á tímabilinu er því 20,5 prósent. Alls eru nú um 11.500 áskriftar- samningar um ferðir í gildi hjá Speli og veglyklar í notkun eru um 25.000 talsins. 15% aukning í Hvalfjarðargöngin Frá gerð Hvalfjarðargangnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR ÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.