Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 33
][
Óskar Páll Sveinsson með átta punda urriða úr Laxá í Mývatns-
sveit
Rómarvefurinn er hreinasta
gullnáma fyrir unnendur Ítalíu
enda má þar finna upplýsingar
um næstum allt það sem teng-
ist ítalskri menningu.
Rómarvefurinn heldur um þessar
mundir upp á fimm ára starfs-
afmæli sitt. Vefurinn er helgaður
menningu og sögu Ítalíu þar sem
sérstök áhersla er lögð á borgina
Róm. Vefurinn er ætlaður öllum
þeim sem vilja fræðast um Ítalíu
en segja má að vefurinn henti sér-
lega vel fyrir ferðamenn sem ætla
að legga leið sína til þessa fallega
lands.
Rómarvefurinn er ferða-, menn-
ingar- og söguvefur. Meðal þess
efnis sem finna má á vefnum eru
ferðaupplýsingar um Róm, greinar
um páfa og Páfagarð, stjórnkerfi
Ítalíu, samskipti Íslands og Rómar
fyrr á tímum, óperu og myndlist,
matarumfjöllun og uppskriftir auk
ýmissa pistla og greina.
Vefurinn er sá eini sinnar teg-
undar á Íslandi og hefur hann
fengið góða umsögn hjá almenn-
ingi og fagaðilum. Kristinn Pét-
ursson er hönnuður vefsins og rit-
stjóri hans, en Kristinn bjó í Róm
um tveggja ára skeið.
Þeir sem hafa ábendingar,
ferðasögur, pistla eða myndir frá
Róm eða Ítalíu eru hvattir til að
hafa samband. Þá er sérstaklega
óskað eftir leiðsöguefni í formi
kvikmynda eða sem hljóðefni. - jóa
Rómarvefurinn.is
Rómarvefurinn er ítarlegur upplýsingavefur
um Róm og Ítalíu.
Veiðisumarið
með Stefáni Jóni Hafstein
Ódýr og góð veiði í vötnum
Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is;
Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til
áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt
sem varðar veiðiskap í sumar.
Fjallað er um Mývatnssveit og
næsta umhverfi hennar í árbók
Ferðafélags Íslands fyrir árið
2006.
Mývatnssveit - með kostum og
kynjum, nefnist nýjasta árbók FÍ.
Bókina ritar Jón Gauti Jónsson
landfræðingur en myndirnar
hefur tekið hinn kunni fuglaljós-
myndari Jóhann Óli Hilmarsson.
Mývatnssveit - með kostum og
kynjum er þannig upp byggð að
höfundur tekur lesanda með sér í
ferðalag um sveitina, ofan af
Mývatnsheiði og niður að bæjun-
um við Laxá, síðan fram á Suður-
bæi áður en förinni er haldið
áfram meðfram vatninu sunnan
og austan þess. Komið er í hlað á
ýmsum bæjum þar sem ferða-
mönnum býðst beini og gisting
eins og á Skútustöðum og í
Reykjahlíð.
Síðan er haldið með bæjum
norðan vatns og hringnum lokað
við Laxá. Eftir að hafa skoðað
byggðina er haldið upp á heiðar,
fjöll, hraun og sanda umhverfis
alla sveit. Komið að Kröflu, brölt í
Búrfellshrauni, litið á Lúdent,
haldið á Heilagsdal, farið um
Fremrináma, skotist í Sellönd og
Suðurárbotna.
Um leið og landinu er lýst er
haldið á vit sögu og sagna, sögð
deili á fólki, lífsbaráttu þess og
lifnaðarháttum, en einnig hugað
að náttúrunni sem óvíða í landinu
er jafn fjölbreytt og við Mývatn.
Árbók FÍ
Mývatnssveit - með kostum og kynjum
BEINT FLUG TIL GENFAR
OG ZÜRICH Í SVISS
Vikulegt flug í sumar frá Keflavík til
Genfar frá 17. júní og til Zürich frá 1. júlí.
Flogið fram í ágúst.
Tilkomumikil og áhugaverð
ferðamannasvæði eru innan seilingar.
Tilboðsverð: kr. 23.000 (m.sköttum)
Bókið og staðfestið strax á ferðaskrifstofunni,
Hesthálsi 10, s. 587 6000, info@vesttravel.is
www.vesttravel.is www.trex.is
Beint flug til Sviss!
Bókið og staðfestið strax á ferðaskrifstofunni,
Hesthálsi 10, s. 587 6000, info@vesttravel.is
www.vesttravel.is www.trex.is
HAUSTFERÐIRNAR TIL
ST. JOHN’S Á NÝFUNDNALANDI
HAFA SLEGIÐ RÆKILEGA Í GEGN
Brottfarir 2006: 28. - 31. okt. (lau. - þri.),
31. okt. - 4. nóv. (þri. - lau.) og 4. - 8. nóv. (lau. - mið.)
Áhugaverðar og ljúfar borgar- og verslunarferðir fyrir
einstaklinga jafnt sem hópa. Aðeins 3 - 3,5 klst. beint
flug og gist á glæsilegum hótelum. Verð með sköttum
frá kr. 57.300 m.v. tvo í herbergi á Holiday Inn.
Komið með til Kanada!
Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir!
Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
Bestu kaupin!
MÁL OG MENNING HEFUR GEFIÐ ÚT FERÐABÓK
FÍUSÓLAR EFTIR KRISTÍNU HELGU GUNNARS-
DÓTTUR MEÐ MYNDSKREYTINGUM HALLDÓRS
BALDURSSONAR.
Fíasól er skemmtileg stelpa sem á ferðalagasjúka
fjölskyldu sem helst vill eyða öllum sínum tíma á
flakki um fjöll og firnindi. Fíusól finnst vissulega
gaman að ferðast líka en stundum finnst henni
nóg um. Þess vegna finnst henni gott að kunna
mikið af leikjum, þrautum og gátum til að stytta
sér stundir í ferðalaginu.
Í bókinni má finna bílaleiki, útileiki, litamyndir, þrautir og gátur og
skemmtilegar sögur.
Fíasól í ferðalag
Ísland er eitt fallegasta land veraldar.
Hversu mikið hefur þú séð af því?
Hvernig væri að hvíla Spán þetta árið og
skoða farsældar frón?
Laxveiðin fer heldur hægt af stað í Borgarfirðinum,
og það sem verra er, lítið um stórlax þrátt fyrir að
smálaxagöngur í fyrra hafi verið mjög góðar. Áður
fyrr töldu menn ljóst samhengi milli sterkra smálax-
aganga eitt árið og stórlaxasumars næst á eftir, en nú
er öldin önnur. Íslenski stórlaxinn á mjög undir högg
að sækja. Nú er farinn að sjást smálax í göngum sem
kann að vita á gott með hann. Aðstæður hafa verið
mjög slæmar, vatnavextir og kuldi í vikunni sem leið,
það er kominn tími á betra veður!
Vatnaveiðin er góður kostur
Þeir sem búa i eða við höfuðborgina eiga auðvelt með
að komast í góða og ódýra veiði: Heimsklassaveiði á
láglaunaverði. Hér er átt við vötnin við borgina: Þing-
vallavatn, Elliðavatn og Vífilsstaðavatn. Nú í júní er
besti tími sumarsins í þessum vötnum, bjart allan sól-
arhringinn, lífríkið að vakna og fiskarnir í miklu töku-
stuði. Á Þingvöllum er sannkölluð paradís, stórir fisk-
ar, nóg af þeim og rúmt um alla veiðimenn ef menn
þyrpast ekki allir á sömu grjótin. Meginreglan er að
veiða djúpt, margir nota hægtsökkvandi línur eða
flotlínu með mjög löngum taumi og þungum flugum.
Kuðungableikjan hefur verið sein að landi eftir vetr-
ardvöl á dýpinu í vor vegna kulda og veiði verið minni
en oft áður, en sumir sett í góða urriða á móti. En á
bleikjuna notum við flugur í stærðum 8-10 Peacock,
Killer, Watson‘s Fancy og fleiri góðar. Dragið hægt
með botni. Elliðavatn og Vílsstaðavatn bjóða upp á
hæfilega pönnufiska, þetta eru grunn vötn; notið flotl-
ínu með löngum taumi (12 fet) og verið duglega að
skipta um flugu ef ekki gefur. Á veiðivefnum hjá mér,
flugur.is, eru mjög greinargóðar lýsingar á þessum
þremur vötnum eftir vana veiðimenn, kort og ráð-
leggingar um flugur.
Heilræði vikunnar: Hugaðu að línunni!
Hvort sem menn veiða með flugulínu eða girni á kast-
hjóli þarf að huga að línunni áður en haldið er í fyrsta
veiðitúr. Fluguveiðimenn ættu að bóna línuna með
sleipiefnum og treysta alla hnúta – og ekki nota taum-
girni frá í fyrra! Þeir sem nota kasthjól ættu að fara
beint í næstu búð og skipta. Þetta er ódýr vara en gæti
reynst dýrt að missa eina fisk dagsins vegna þess að
maður tímdi ekki nokkur hundruð krónum í nýtt
girni. Með veiðikveðju, Stefán Jón.