Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 46
17. júní 2006 LAUGARDAGUR30
Kaupmáttarskerðing er
fyrirsjáanleg. Verðbólgu-
hraðinn er um 16 prósent og
hefur ekki verið svo mikill
frá því fyrir 1990. „Óvissu-
tímar,“ segir Einar Oddur
Kristjánsson, varaformaður
fjárlaganefndar, í samtali
við Guðrúnu Helgu Sig-
urðardóttur. Almenningur
óttast þróunina í efnahags-
málum og verkalýðshreyf-
ingin vill fá tryggingu fyrir
því að það takist að verja
kaupmátt fólks.
Samningaviðræður hafa staðið
yfir síðustu vikur milli aðila vinnu-
markaðarins með þreifingum
innan ríkisstjórnarinnar um það
hvernig megi leysa þann vanda
sem fyrirsjáanlegur er í efnahag
þjóðarinnar. Ýmislegt hefur komið
til umræðu og má búast við að
málið skýrist betur um miðja
næstu viku þegar ríkisstjórnin
hefur lagt fram tilboð sitt og
verkalýðshreyfingin getur tekið
afstöðu til þess. En um hvað er
rætt?
Allt að 5,5 prósent
Fulltrúar landssambanda ASÍ
áttu fundi með Samtökum
atvinnulífsins í síðustu viku þar
sem þeir fengu skýringar á til-
boði Samtaka atvinnulífsins. Til-
boðið hljóðaði upp á 12 þúsund
króna launahækkun yfir línuna
og tvö prósent í viðbót til þeirra
sem ekki hafa fengið neitt launa-
skrið undanfarið ár. Heildar-
hækkunin yrði því 4,5 prósent
þegar 2,5 prósenta hækkunin sem
kom um síðustu áramót er tekin
með.
Þó tilboðið hafi í eðli sínu verið
einfalt þá hafa komið upp ýmis
álitaefni og hafa spurningarnar
til dæmis snúist um það hvernig
tilboðið kemur
út gagnvart mis-
munandi launakerfum,
ákvæðisvinnukerfi,
bónusvinnukerfi og
öðru launakerfi sem
kann að hafa þróast í fyrir-
tækjum og starfsgreinum.
Við þess- um spurningum
telja menn sig nú hafa
fengið full- nægjandi svör.
Það er þó langt í
land ennþá.
Bæði hefur
verkalýðshreyfingin
látið í ljós óskir um krónu-
töluhækkun upp í 15 þúsund
krónur og prósentuhækkun
þannig að heildarhækkunin verði
allt að 5,5 prósentum. Þá hefur
ríkisvaldið ekki sent frá sér neitt
tilboð en væntingar eru um að
það berist um eða eftir helgina
þannig að hægt verði að reikna út
ávinninginn og taka afstöðu til
þess um miðja vikuna.
Þarf eitthvað til viðbótar
Ríkisstjórnin hefur lýst yfir opin-
berlega að hún fallist á hækkun
barnabóta og breytingar á vaxta-
bótakerfinu í samræmi við hækk-
andi fasteignaverð síðustu miss-
eri en hafnað kröfu um nýtt og
lægra skattþrep fyrir lágtekju-
fólkið. Talað er um að hækka skatt-
leysismörkin um næstu áramót.
Nýtt skattþrep hefur lengi verið
eitt af baráttumálum ASÍ og segir
Halldór Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ, að ekki hafi
verið tekin afstaða til þess innan
hreyfingarinnar hvort hærri per-
sónuafsláttur gæti komið til greina
í staðinn.
„Við teljum að nýtt og lægra
skattþrep sé skynsamleg niður-
staða en ef þessi leið á að koma til
álita þarf að vera tryggt að það
komi eitthvað til viðbótar við þá
hækkun sem fyrirsjáanleg er
hvort sem er. Ef þessi leið verður
farin þarf að vera tryggt að skatt-
leysismörkin hækki umtalsvert að
raungildi,“ segir Halldór.
Rætt er um fleiri atriði, til
dæmis að styrkja vinnumarkað-
inn, fyrst og fremst með alþjóða-
væðinguna í huga og aukna starf-
semi erlendra fyrirtækja hér á
landi, þannig að erlend fyrirtæki
virði hér reglur og lög og að launa-
fólk, sem kemur hingað til starfa,
njóti þeirra réttinda og kjara sem
gilda á vinnumarkaði hér. Auk
þess hefur verið rætt um hvernig
öryrkjar, ellilífeyrisþegar og
atvinnulausir gætu fengið hlið-
stæðar kjarabætur og á vinnu-
markaði.
Halldór segir að til að sam-
komulag náist og kjarasamningar
verði bundnir út árið 2007 sé mik-
ilvægt að það takist að efla trú
samfélagsins á því að stjórnvöld-
um takist í raun og veru að draga
úr verðbólgu og koma á stöðug-
leika. Ávinningur af samningum
brenni ekki upp á verðbólgubáli.
Eins prósenta lækkun tekjuskatts
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar alþing-
is, hefur fylgst með viðræðum
Samtaka atvinnulífsins og Alþýðu-
sambands Íslands. Hann gerir sér
vonir um að ríkisstjórnin geti lagt
veruleg lóð á vogarskálarnar til
þess að samningar takist. „Það er
afar brýnt og þýðingarmikið og
getur haft verulega þýðingu fyrir
framvindu mála á næstu misser-
um á Íslandi að þessir samningar
takist,“ segir hann.
Þegar Einar Oddur er beðinn
um að meta hvernig samkomulag
gæti litið út telur hann að í stað
tveggja prósenta lækkunar á
tekju-
skatti um áramót
gæti komið til greina að lækka
tekjuskattinn um eitt prósent og
hækka í staðinn skattleysismörk.
„Það er drýgra og betra fyrir lág-
launamanninn og ég get séð fyrir
mér að menn gætu náð samkomu-
lagi um slíkt,“ segir hann.
Einar Oddur telur að ríkis-
stjórnin hafi jákvætt viðhorf
varðandi hækkun barnabóta og að
viðmið varðandi vaxtabætur
verði hækkuð í takt við hækkanir
á fasteignaverði á undanförnum
misserum. Hann telur líka að ekki
verði komist hjá því að taka á
málefnum Íbúðalána-
sjóðs og þá helst
þannig
að
hámarks-
lán sjóðsins
verði lækkuð niður í það sem þau
voru áður fyrir svo utan vaxta-
lækkun.
Ábyrgðarleysi hjá sveitarfélög-
unum
Íslendingar þurfa að beita öllum
ráðum til að draga úr umsvifum í
þjóðfélaginu. Einar Oddur telur
að ríkisstjórnin eigi ýmis meðul,
til dæmis verði hún að krefja
sveitarfélögin um að ganga í takt
með sér. Sveitarfélögin hafi farið
óvarlega, til dæmis í launamál-
um.
„Sveitarfélögin verða að gera
sér grein fyrir að þau bera ábyrgð
á sjálfum sér. Tiltölulega fá sveit-
arfélög hafa efni á því að hækka
launin eins mikið og þau hafa verið
að gera. Sveitarfélögin hafa haft
forgöngu um þessar launahækkan-
ir og það er algjörlega ábyrgðar-
laust,“ segir hann.
Einar Oddur telur að ekki verði
hjá því komist að fara varlega í
fjárlögum næsta árs. Hann segir
að miðað við efnahagshorfur sé
enginn grundvöllur til þess að ríkið
auki að raungildi samningslauna-
eða tekjumillifærslur á næsta ári.
„Við verðum að komast í gegnum
þá verðbólgu sem við erum að
horfast í augu við. Það er bara
þyngra en tárum taki að ræða það
ef verðbólgan festir sig í sessi. Þá
erum við komin í vond mál,“ segir
hann.
Einar Oddur vill leggja pening-
ana sem fengust fyrir Símann inn í
gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans
og fresta framkvæmdum. Það liggi
ekkert á þeim. „Við þurfum fyrst
og fremst að gæta okkar í efna-
hagsmálum. Það er það sem skiptir
öllu máli. Hitt getur beðið.“
Einar Oddur leggur til að ríkis-
stjórnin afnemi og breyti lögum
um ráðstöfun Símapeninganna.
Hann telur samning-
inn
milli ríkisins og
Reykjavíkurborgar um byggingu
tónlistarhúss ótímabæran og fjar-
stæðu að ætla sér í þá framkvæmd
núna.
Vanmat á ógnarkrafti
Tíminn er naumur, nógu lengi
hefur rekið á reiðanum í efnahags-
málum. Einar Oddur segir brýnt að
slá á væntingar og gera þjóðinni
grein fyrir því að horfurnar eru
alvarlegar og það verði að bregð-
ast við þeim. Ríkisstjórnin mun
höfða til bankanna líka og þeir
muni bregðast við stöðunni því að
allir eigi mikið undir því að brugð-
ist verði rétt og skynsamlega við.
Sama ríkisstjórnin hefur verið
við völd nú í mörg kjörtímabil.
Hávær gagnrýni hefur verið síð-
ustu misseri og því má spyrja af
hverju ekkert hefur verið gert.
Einar Oddur segir að ýmislegt hafi
verið vanmetið í efnahagsmálun-
um. „Það liggur á borðinu að menn
vanmátu á sínum tíma hvílíkan
ógnarkraft við leystum úr læðingi
með því að einkavæða bankana.
Það er staðreynd sem við komumst
ekki hjá,“ segir hann.
„Ég hef líka gagnrýnt þá linkind
sem menn hafa sýnt í þróun launa-
mála. Það er engum til gagns að
hækka laun umfram framleiðni í
samfélaginu. Menn eiga að þekkja
það hvaða afleiðingar víxlverkun
verðlags og kaups er fyrir samfé-
lagið í heild. Við megum ekki falla
í þá gryfju. Við sátum í þeirri
gryfju okkur til skelfingar í tvo
áratugi.“
- En af hverju eru menn að vakna
upp við vondan draum nú?
„Menn trúðu Seðlabankanum.
Menn trúðu því að með Seðlabank-
anum væri hægt að halda uppi
genginu svona
lengi. Með því að
halda genginu uppi, verð-
laginu niðri og vöxtum
lágum myndi gengið
hægt og rólega leita
að
jafn-
vægi
sínu og þá væri
auðveldara að eiga við verðlags-
breytingar. Þetta var boðskapur
Seðlabankans í mörg ár,“ svarar
Einar Oddur og telur að taka beri
aðvaranir erlendra sérfræðinga
mjög alvarlega.
„Það á ekki að gera lítið úr þess-
um aðvörunum. Ef hlaup kemur
aftur í gengið þá horfir ekki vel
fyrir okkur og þá er ekki langt í
það sem Den Danske Bank sagði.
Þess vegna eigum við að taka þess-
ar aðvaranir alvarlega, stíga á
stokk og strengja þess heit að það
verði aldrei að veruleika sem þeir
vöruðu við.“
ÓVISSUTÍMAR Í EFNAHAGSMÁLUM
EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON „Menn trúðu
Seðlabankanum,“ segir Einar Oddur Kristjáns-
son, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis,
um ástæðuna fyrir því af hverju ekki var búið
að bregðast við efnahagshorfum þjóðarinnar
fyrir löngu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
HALLDÓR GRÖNVOLD „Við teljum að nýtt
og lægra skattþrep sé skynsamleg niður-
staða,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ. Ef skattleysismörk
verða hækkuð telur hann nauðsynlegt að
tryggja að þau hækki umtalsvert að raun-
gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
TÍMINN ER NAUMUR Verðbólgan er átta prósent og verðbólguhraðinn um 16 prósent. Svo mikill verðbólguhraði hefur ekki sést í mörg ár.
Horfurnar eru ógnvænlegar og nauðsynlegt að grípa strax til ráðstafana, að mati verkalýðshreyfingarinnar og varaformanns fjárlaganefndar
Alþingis. Hætta er á að kaupmáttur fólks minnki verulega og að láglaunafólkið eigi ekki fyrir salti í grautinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HVAÐA EINKUNN FÆR RÍKISSTJÓRNIN FYRIR HAGSTJÓRNINA?
FRIÐRIK PÁLSSON
ráðgjafi og hótelhaldari.
„Hagstjórnin hefur verið
býsna góð, það hefur verið
mikill uppgangur og góð
lífskjör en framkvæmda-
gleðin hefur verið of mikil.
Það reynir á forystu ríkis-
stjórnarflokkanna í
aðdraganda kosningaárs
að taka á verðbólgunni. Það ætti ekki
að vera erfitt að slá á þensluna með
því að fresta opinberum framkvæmd-
um, til dæmis að endurskoða alvar-
lega hvort ekki ætti að bæta innviði
heilbrigðiskerfisins frekar en að
byggja rándýrt stórhýsi undir LSH.“
ÖRN RAGNARSSON
verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum.
„Ríkisstjórnin hefur ein-
faldlega ekki unnið vinn-
una sína. Húsnæðismark-
aðurinn er í uppnámi út af
lélegri hagstjórn. Verð-
bólgunni hefur verið
hleypt af stað, til dæmis
með opinberum fram-
kvæmdum, þegar vel hefði átt að vera
hægt að koma í veg fyrir þessa verð-
bólgu.“
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar.
„Ríkisstjórnin fær mesta
mínusinn fyrir það að
missa verðbólguna úr
böndunum, annars hefði
hún fengið 7,5 fyrir við-
leitni. Þeir sem skulda
verðtryggð lán og lán í
erlendri mynt sjá fram á
það að afborganir þyngjast umfram
tekjuaukningu. Menn sem taka lán
gera áætlanir um það hvernig þeir
ætla að greiða þau en þegar hag-
stjórnin og verðbólgan fara úr bönd-
unum riðlast öll áform.“
ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR
fararstjóri.
„Ég gef ríkisstjórninni
falleinkunn fyrir stór-
iðjustefnu, 15-20 pró-
senta verðbólguhraða,
óstöðugleika og þenslu.
Einkavæðing bankanna
var hins vegar skynsam-
leg en ekki vel að henni
staðið.“
Einkunn 8.0 Einkunn 5.0 Einkunn 5.0 FALLEINKUNN
9,4% Janúar 2002
1,4% Janúar 2003
8,0% Júní 2006