Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 48
48 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
www.bluelagoon.is
Orka
Í 10 ár hefur Séð og heyrt
fært þjóðinni fréttir af
fræga og fallega fólkinu
á Íslandi. Snæfríður Inga-
dóttir settið niður á Þjóð-
arbókhlöðunni og fletti í
gegnum gamla árganga af
blaðinu og heyrði í ritstjór-
unum sem stýrt hafa þessu
vinsælasta slúðurtímariti
landsins.
Séð og heyrt er blað sem fáir kannast við að kaupa en flestir eru samt sjúkir í að lesa. Sem mest lesna selda
blað landsins er ljóst að Íslending-
ar hafa afar gaman af því að lesa
um skart og kjóla fína fólksins,
um skilnaði og ástarlíf fyrirmenna
sem og undarlegar lífsreynslusög-
ur. Fyrrverandi ritstjórar blaðs-
ins, þeir Bjarni Brynjólfsson og
Kristján Þorvaldsson, sem ritstýrt
hafa blaðinu frá upphafi en létu
nýlega af störfum, gefa ekki uppi
leyniuppskriftina á bak við vin-
sældir blaðsins en líklega sé hún
góð blanda af öllu framantöldu.
„Sumt fólk seldi vissulega betur
en annað. Það var nú löngum sagt
að Fjölnir Þorgeirsson væri ofnot-
aður en hann gaf nokkuð vel af
sér,“ segir Kristján og bætir við að
skemmtilegur skilnaður hafi líka
oft verið happadráttur.
„Við spegluðum það sem var í
gangi og fjölluðum um þá sem
mest voru í sviðsljósinu á hverj-
um tíma,“ segir Bjarni og viður-
kennir að blaðið hafi líka ýtt undir
vinsældir og frægð sumra. Þar á
meðal Fjölnis Þorgeirssonar sem
oft hefur birst á síðum blaðsins.
„Ég er endalaust þakklátur fólki
eins og Fjölni, Lindu P. og Svan-
hildi Hólm, svona fólk gerir lífið
skemmtilegra,“ segir Kristján en
þess má geta að eitt söluhæsta
tölublað blaðsins skartaði einmitt
forsíðu með Lindu P. og Fjölni.
Séð og heyrt væðing forsetaembætt-
isins
Þegar Fróði setti Séð og heyrt á
markað fyrir tíu árum hafði álíka
blað aldrei verið gefið út á Íslandi.
Slúðurblöð, þar sem aðaláherslan
var lögð á hið myndræna, höfðu
verið gefin út í Skandinavíu og var
hugmyndin að blað-
inu sótt þangað.
„Ég verð að
segja að ég var
ekkert viss
um að þetta
myndi hvell-
virka hér á
Íslandi. Ég hélt
að Íslendingar
væru meiri
bókaþjóð og
vildu meira
lesefni,“
segir
Bjarni en
annað
kom á
daginn.
Erlendis þrífast svona blöð að
miklu leyti á sögum af kóngafólki
og því kemur ekki á óvart að for-
setinn og fjölskylda hans hafi oft
verið í íslenska Séð og heyrt enda
forsetaembættið það sem næst
kemst konungsfjölskyldu
nágrannaþjóðanna.
„Árið 1996 varð Ólafur Ragnar
forseti landsins og á fyrstu for-
síðu blaðsins var hann með túrban
á höfði. Síðan þá hefur hann fylgt
blaðinu og margir hafa talað um
Séð og heyrt-væðingu forsetaemb-
ættisins og hún er vissulega frek-
ar okkur að kenna en honum. Við
höfum auðvitað fylgst grannt með
því sem hann hefur verið að bauka
enda oft mikill glamúr í kringum
það. Íslendingar eru bara eins og
aðrar þjóðir þeim finnst gaman að
skoða flottar myndir,“ segir
Bjarni. Könnun Fréttablaðsins á
öllum útgefnum tölublöðum Séð
og heyrt sýnir reyndar að forseta-
frúin Dorrit hefur skotið Ólafi ref
fyrir rass hvað umfjöllun blaðs-
ins varðar því hún er sú persóna
sem hefur langoftast birst á for-
síðu blaðins á 10 ára ferli þess.
„Við vorum náttúrulega þeir
fyrstu til að kynna þessa vinkonu
forsetans fyrir þjóðinni og höfð-
um afar gaman af því,“ segir
Bjarni.
Ljósvakalýður og leikarar með hræsni
Ritstjórarnir hafa vissulega feng-
ið kvartanir vegna efnisvals en
Bjarni segir að slíkt hafi yfirleitt
gengið fljótt yfir. „Það er mikil
hræsni í gangi gagnvart blaðinu
sérstaklega hjá leikarastéttinni og
ljósvakalýðnum. Það er langversta
liðið að eiga við í þessum bransa,“
segir Kristján. Að hans sögn ber
þetta fólk enga virðingu fyrir
þessari tegund af blaðamennsku.
„Þegar blaðamaður hefur sam-
band að fyrra bragði þá fer þetta
fólk í vörn og setur sig í gáfu-
mannastellingar og talar um hvað
þetta er ómerkileg blaðamennska.
Þessu sama fólki finnst samt alveg
sjálfsagt að hafa samband þegar
það er að setja nýjan þátt á dag-
skrá eða er að markaðsetja nýtt
leikrit. Það er sem sagt til í að mis-
nota blaðið þegar því hentar en ata
það aur þess á milli.“
„Við höfðum alltaf þá stefnu að
ganga ekki nærri fólki. Ef við
vorum að hnýsast í einkalíf eða
fjalla um skilnaði þá pössuðum við
upp á að það væri gert í jákvæðum
tóni. Það má því segja að Séð og
heyrt hafi aldrei verið meinfýsið
blað,“ segir Bjarni og bætir við að
allir blaðamenn sem starfa á
Íslandi viti að það er mikið plögg í
gangi og sumum henti mjög vel að
vera í sviðsljósinu. Þannig sé til
dæmis Gaui litli og fleiri plöggar-
ar af guðs náð eins og það kallast
og því ekki erfitt að fá hann til að
pósa nakinn á forsíðunni í einu af
jólablaðinu.
„Það sem háir svona blaði er
hvað þessi frægðarhringur hér er
lítill en samt er hann í sjálfu sér
ekkert minni en í nágrannalönd-
unum. Það eru alltaf einhverjir
sem eru heitastir á hverjum tíma
og þeir lenda aftur og aftur á for-
síðunni.“ Bjarni heldur áfram:
„Íslendingar eru líka ákaflega
hræddir við það að standa upp úr
og tilfinningin er sú að þeir sem
eru frægir vilja helst ekki vera
það. Þeir eru líka mjög viðkvæmir
fyrir umfjöllun. Erlendis er til svo
mikils að vinna. Þar vilja allir vera
frægir því maður græðir svo
mikið á því. Það að vera þekkt and-
lit erlendis gefur möguleika á aug-
lýsingasamningum og fleiri tæki-
færum sem minna er um
hérlendis.“
Það þýðir þó lítið að fylla upp
síðurnar með útlendingum því að
sögn Bjarna þá virðast Íslending-
ar mestan áhuga hafa á sjálfum
sér. „Við settum stundum erlendar
stjörnur á forsíður fyrstu blað-
anna en það var ekki að virka, það
má þó vera að þetta sér að breyt-
ast núna. Miðað við aðrar þjóðir
þá hafa Íslendingar bara áhuga á
sjálfum sér því bæði norska og
danska Séð og heyrt er oft með
erlent efni á forsíðu.“
Jafn vandasöm blaðamennska og
önnur
Séð og heyrt hefur líka oft verið
kallað slúðurblað og Bjarna er
ekki illa við þann stimpil. „Þó að
við höfum ekki verið hreinræktað
slúðurblað þá var stimpillinn ekki
svo slæmur því hann ýtti undir
forvitni fólks.“ Umfjöllunarefni
blaðsins hefur stundum lent í
fréttatímum hinna fjölmiðlanna,
eins og t.d. fréttir af næturflugi
forsetafrúarinnar með Jóni
Ásgeiri í fyrra, en blaðið er þó
fyrst og fremst afþreyingarblað.
„Við höfum tekið á ýmsum
málum eins og fátækt, vímuefna-
neyslu og hinu og þessu sem hefur
verið efst á baugi í þjóðfélaginu
og birt óteljandi lífsreynslusögur
um allt milli himins og jarðar.“
Kristján segir að viðhorf ann-
arra blaðamanna til blaðsins um
árin hafi farið í taugarnar á sér.
„Við fengum oft þá spurningu frá
gáfudrengjum í íslenskri blaða-
mannastétt hvenær við ætluðum
að fara að gera eitthvað af viti. Við
vorum hins vegar að gera þetta
vel og náðum að sanna að það væri
hægt að gefa svona blað út á
Íslandi. Ég held samt að eftir því
sem aðrir fjölmiðlar hafi þróast í
þá veru að þjóna skemmtanagild-
inu þá hafi þessir kollegar mínir
sem rignt hefur upp í nasirnar á
smám saman áttað sig á því að
þetta er jafn vandasöm blaða-
mennska og hver önnur.“
Ríkidæmi þjóðarinnar
Þegar ritstjórarnir eru spurðir að
því hverju Séð og heyrt hafi breytt
í íslensku þjóðfélagi þá stendur
ekki á svari frá Bjarna.
„Blaðið hefur breytt fréttamat-
inu, aðallega þá hvað uppsetningu
og matreiðslu á efni varðar. Það
var t.d. áður en við komum óþekkt
fyrirbæri að dagblöðin væru með
fyrirsagnir á myndatexta. Öll mat-
reiðsla á efni var mun stífari og
lesendur leiddir minna inn í efnið
heldur en hjá okkur. Áður en við
komum á markað var heldur eng-
inn miðill sem sagði nærgöngular
fréttir af fólki þó svo okkar sér-
staða hafi samt sem áður aðallega
falist í því hvað framsetningin var
myndræn, Séð og heyrt er eigin-
lega sjónvarp í tímaritsformi. Dag-
blöðin hafa aukið myndræna fram-
setningu sína til muna og birta oft
heilu síðurnar bara með myndum.
Einnig þekktist það ekki að heilt
tímarit væri prentað í lit og kæmi
svona oft út eins og Séð og heyrt.
Nú svo má líka segja að við höfum
haft þau áhrif að Íslendingar eru
ekki lengur eins feimnir við það að
vera ríkir. Við opnuðum umræð-
una um ríkidæmi þjóðarinnar með
því að birta myndir af bíla- og
húsakaupum auðmanna. Eftir því
sem ríkidæmi þjóðarinnar hefur
vaxið þá er fólk ekki eins feimið
við að flagga eigum sínum, en áður
voru menn með þetta í felum. Ég
held að mörgu leyti að það hvernig
við skrifuðum um þessi mál hafi
líka gert það að verkum að fólk
hafi ekki fundist ástæða til þess
að vera í felum með sinn aur.“
Skemmtilegur skiln-
aður er happadráttur