Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 17. júní 2006 33 www.bluelagoon.is Orka Frá upphafi hefur aftasta síða Séð og heyrt hýst Séð og heyrt stúlkuna. Margar stúlkur hafa prýtt þessa síðu í hinum ótrúlegustu stellingum og mismikið klæddar. Hlutfallslega fáar af þeim stúlkum sem setið hafa fyrir á öft-ustu síðu Séð og heyrt hafa náð langt í fyrisætu- bransanum. Ein- hverjar þeirra hafa þó náð langt á öðrum sviðum og þar má helst nefna söngkonuna Birgittu Haukdal sem sat fyrir á síðunni í bláum kjól árið 1997. Myndin var tekin á Ísafirði þar sem hún var að vinna á leikskóla og var ekkert minnst á söng í viðtalinu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann pósaði í gamaldags náttfötum á síð- unni árið 1997 en hún er í dag hvað þekkust fyrir leikrita- smíð. Leikkonan Halla Vilhjálms- dóttir prýddi síðuna sumarið 1998 en þá var hún 16 ára gömul og vann sem læknarit- ari á augn- lækningastofu. Halla gerði gott betur en það því hún prýddi síðuna líka um áramótin það sama ár. Leikkonan Nanna Kristín Magn- úsdóttir sat líka fyrir á síðunni á sínum tíma, þá var hún nýútskrif- uð úr leiklistarskólanum. Söngkon- an Rósa Guðmundsdóttir stillti sér upp fyrir ljósmyndara Séð og heyrt þegar hún var 19 ára og talaði þá um dálæti sitt á Madonnu sem hún hafi hitt í partíi hjá Björk. Fata- hönnuðurinn Birta Björnsdóttir var meðal annars mynduð í kvöld- sól á Kanaríeyjum og fyrirsætan Helga Lind Björgvinsdóttir sat fyrir buxnalaus og á íþróttatreyju á síð- unni þegar hún var 18 ára gömul. Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur sést oftar en einu sinni á síðunni, en hún prýddi hana fyrst 19 ára gömul þá stutt- hærð í röff selskinns- fatnaði. Selskinn hefur reyndar verið afar vinsælt á þessarri síðu og hefur sést þar í hinum ýmsu myndum, til dæmis í formi baðfata og stuttra pilsa. Þó að flestar þær stúlkur sem setið hafa fyrir á síðunni hafi verið í fáklædd- ari kantinum þá eru þess líka dæmi að fyrirsæturnar hafi haft meiri fatnað utan á sér en minni. Þannig sat Elva Dögg Melsted, nú blaðamaður á Nýju lífi og Lottó- kynnir, fyrir í jakkafötum og með hatt árið 1998. Birta Flókadóttir, dóttir séra Flóka, sat einnig fyrir í elegant jakkafötum á sínum tíma, reyndar með bera bringu. Listakonan Lína Rut Vilbergsdóttir var glæsileg í fötum frá Spaks manns spjörum á síðunni árið 2000 og Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður hjá Atlanta pósaði flott og fullklædd við flugvélina sína fyrir nokkrum árum. „Séð og heyrt stúlk- urnar hafa sjaldnast verið mjög fáklæddar, eins og við sjáum í danska Séð og heyrt, þó vissulega hafi verið undantekningar þar á. Þær myndir sem sýnt hafa nekt hafa fyrst og fremst verið valdar út frá listrænu eðli þeirra,“ segir Bjarni. Árið 1998 var brydd- að upp á þeirri nýjung að skipta Séð og heyrt stúlkunni út fyrir strák. Drengurinn sem tók þetta vafa- sama hlutverk að sér var tvítugur nemandi á skip- stjórabraut í Fjöl- brautaskóla Vest- mannaeyja, Reynir G. Pálsson að nafni. „Þetta var fjallmyndarlegur Eyjapeyi, en ein- hverra hluta vegna þá fóru ömmur landsins og smástelpur á límingun- um og voru ekki sáttar við þessa nýjung því þær vilja máta sig við aðrar konur,“ segir Kristján Þor- valdsson en bætir við að á afmælis- árinu hafi blaðið reyndar bæði birt mynd af Séð og heyrt strák og Séð og heyrt stelpu. Að sögn ritstjóranna hringdu oft stúlkur inn á blaðið og óskuðu eftir að komast á þessa öftustu síðu blaðsins, en valið á fyrirsætum var alveg sett í hendurnar á ljósmynd- urunum. Margrar þessara stúlkna hafa verið myndaðar oftar en einu sinni fyrir þessa síðu, þar á meðal Marín Manda, nú fatahönnuður í Kaupmannahöfn og það sama á við um Kolbrúnu Pálínu Árnadóttur fyrrum fegurðardrottningu og núverandi einkaþjálfara. Helga Kolbeinsdóttir stjórnmálafræðing- ur hefur einnig setið nokkrum sinnum fyrir á síðunni en hún sat reyndar einnig fyrir í Playboy á sínum tíma. Tvær stúlkur virðast þó hafa verið í miklu uppáhaldi hjá ljós- myndurum blaðis- ins og hafa mynd- ir af þeim birst skuggalega oft á síðunum. Þetta eru þær Harpa R. Arnars- dóttir, sem einu sinni sá um sjónvarpsþáttinn Zink, og Díana Árnadóttir, sem er hvað þekktust í dag fyrir að vera kær- asta Annþórs Karlssonar hand- rukkara. Sexý og sætar Séð og heyrt stúlkur ÞESSAR KONUR HAFA BIRST OFTAST Á FORSÍÐU SÉÐ OG HEYRT DORRIT MOUSSAIEFF, FORSETAFRÚ Það var Séð og heyrt sem kynnti þessa dularfullu vinkonu forsetans fyrst fyrir þjóðinni. Síðan hafa myndir af henni oft birst í blaðinu vegna glæsileika, fallegs skarts og kjóla. LINDA PÉTURSDÓTTIR, FYRRVERANDI FEGURÐARDROTTNING Linda var kjörin alheimsfegurðardrottn- ing 1988 og í kjölfar þess fór þjóðin að fylgjast með henni. Hún hefur oftast lent á forsíðu Séð og heyrt vegna ástamála sinna, fyrst með skotanum Les, síðan með Fjölni Þorgeirssyni. TINNA OG DALLA ÓLAFSDÆTUR Forsetadæturnar komu fram í sviðsljósið við fráfall móður þeirra Guðrúnar Katrínar en þá fóru þær að fylgja föður sínum Ólafi Ragnari í ýmsar opinberar heimsóknir og veislur. Síðan hefur blaðið fylgst grannt með þeim og flutt þjóðinni fréttir af þeim og eiginmönnum þeirra. BIRGITTA HAUKDAL, SÖNGKONA Séð og heyrt kynnti Birgittu fyrir þjóðinni sem unga og upprenn- andi söngkonu. Hún og fyrrverandi kærasti hennar Hanni, birtust oft í blaðinu þegar þau voru saman. Þess má líka geta að Birgitta var á sínum tíma Séð og heyrt stúlkan. ÁSDÍS RÁN, FYRIRSÆTA Fyrirsætan Ásdís Rán fór að birtast í Séð og heyrt í kjölfar þess að hún tók þátt í hinum ýmsu fyrirsætukeppnum. Blaðið hefur líka sýnt myndir af henni í líkamsræktarátaki með fyrrverandi kærasta og innan um Hollywoodstjörnur. SVAVA ÞORGERÐUR JOHANSEN VERSLUNARKONA Það var oft glatt á hjá Bolla og Svövu í 17 og hafa þau oft sést prúðbúin á forsíðu Séð og heyrt. Svava er glæsileg kona og fellur vel undir þá glam- úruppskrift sem blaðið hefur unnið eftir. ÞESSIR KARLMENN HAFA BIRST OFTAST Á FORSÍÐU SÉÐ OG HEYRT FJÖLNIR ÞORGEIRSSON ATHAFNAMAÐUR Séð og heyrt hefur fylgst grannt með ástamálum Fjölnis í gegnum árin. Samband hans við söngkonuna Mel B. vakti mikla athygli, þá samband hans við fatahönnuðinn Marín Möndu og svo við Lindu P. en tölublaðið sem sagði fyrst frá fréttum af því sambandi er eitt söluhæsta eintak blaðsins. ÓLAFUR RAGNAR, FORSETI ÍSLANDS Sama ár og Ólafur Ragnar tók við forsetaembættinu kom fyrsta tölublað Séð og heyrt út og Ólafur prýddi forsíðu fyrsta blaðs- ins með appelsínugulan túrban á höfði. GUÐJÓN SIGMUNDSSON Gaui litli varð stjarna í þætt- inum Dagsljós í Ríkissjón- varpinu en blaðið fylgdist með honum löngu eftir hann var hættur á skjánum. BUBBI MORTHENS Þessi ástsæli söngv- ari þjóðarinnar hefur sést í blaðinu við hin ýmsu tækifæri. Meðal annars sagði blaðið frá skilnaði söngvarans við eig- inkonuna Brynju og einnig hefur söngv- arinn verið áberandi í blaðinu vegna Idol-keppninnar. JÓN ÓLAFS STÓRKAUPMAÐUR Jón Ólafsson hefur oftar en ekki poppað upp á forsíðu blaðsins veislu- klæddur með eiginkonuna Helgu sér við hlið. Lesendur hafa líka séð hýbýli hans erlendis og önnur auðæfi. ÞORSTEINN JÓNSSON VIÐSKIPTAMAÐUR Samband Steina í Kók, eins og hann er oftast kallaður, og hinnar ungu fegurðardísar Önnu Lilju vakti mikla athygli á sínum tíma og fékk gott pláss í blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.