Fréttablaðið - 17.06.2006, Page 58
17. júní 2006 LAUGARDAGUR42
utlit@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
> ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN
N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU-
SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT
... sem flig vantar í
n‡ja húsnæ›i›
> Mælum með...
að fólk noti tækifærið á sjálfum
þjóðhátíðardeginum og klæðist
íslensku lopapeysunni. Bæði hlý
og góð þegar veðurguðirnir eru í
vondu skapi.
Spáir þú mikið í tískuna? Já ég geri það. Ég
hef mjög gaman af því að skoða tímarit og líta í
kringum mig.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann
ræðst svolítið eftir skapi.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki: Chloé.
Klassískt og fallegt.
Flottustu litirnir: Svartur klikkar ekki og grænn í
öllum tónum.
Hverju ertu veikust fyrir? Skóm og fylgihlutum.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Stuttar buxur
og axlabönd.
Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Hvað
hún er fjölbreytt og hvað næstum öll tímabilin fá
að njóta sín.
Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið?
Kawasaki-strigaskó í einhverjum skemmtilegum
lit. Bikiní í sólinni og millisíða, matta plast-regn-
kápu í einhverjum lit í rigningunni.
Uppáhaldsverslun: Comtoir des cotonniers og
H&M. Einnig stórar búðir eins og Gallerie Lafayette
þar sem öll merkin eru á einum stað.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mán-
uði? Fer eftir stað og stund hvers mánaðar.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Svörtu
háhæluðu skónna minna, gallajakkans míns og
allra hlýrabolanna.
Uppáhaldsflík: Gallajakkinn minn
og nýja svarta tjullpilsið mitt sem
mamma var að sauma á mig.
Hvert myndir þú fara í verslun-
arferð? Til Berlínar og Parísar.
Ljótasta flík sem þú
hefur keypt þér: Hvítar
„bas“ plast Tark buxur
með reimum. Þvílíkt
tískuslys!
SMEKKURINN: BERGLIND GUÐMUNDSDÓTTIR STARFSMAÐUR Í LANDSBANKANUM OG NEMI Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
Svart tjullpils úr smiðju mömmu og H&M í uppáhaldi
Allar konur safna fylgihlut-
um, hvort sem það eru
skartgripir, slæður,
skór og síðast en ekki
síst töskur. Það er
eitthvað ómótstæði-
legt við allt þetta
glingur sem maður
getur notað endalaust og
við hvað fatnað sem er. Það eru
einmitt kostir fylgihluta, þeir gera
oftar en ekki útslagið að full-
komnu dressi. Einnig getur maður
notað fylgihluti til
að persónugera flík-
ina sína, margar
nælur á einföldum
jakka eða belti á
venjulegum bol. Þetta er gert til
að poppa upp á flíkina. Þetta
sumarið er úrvalið af fylgihlut-
um mjög gott og búðirnar ættu
að vera stútfullar af nýjustu
tískustraumunum.
Glingur er mikið í tísku þessa
stundina og því meira því
betra. Allt er leyfilegt, gull
og silfur blandað saman
og því meiri litagleði í
armböndum og hálsfest-
um því skemmtilegri
heildarsvipur. Leggings
og legghlífar er ekki lengur
bara leikfimisklæðnaður og
er til mikið að marglitum buxum
og sokkabuxum sem flottar eru
við alla síðu bolina. Bangsar,
hjörtu og blómaskart eru mikið í
tísku núna og tilvalið að nota
skemmtilegar fígúrúr til að
flikka upp á fataskápinn. Hné-
sokkar henta einnig íslensku
veðurfari mjög vel enda býður
það ekki upp á margar ber-
leggja stundir og er hægt að
fá bæði þykka og þunna.
Ég vona að fólk njóti
frjálsræðisins sem ríkir í
tískunni þetta sumarið
og hlaða á sig skarti og
flippi út með því að
blanda saman ólíkum
litum og munstrum.
alfrun@frettabladid.is
Ómótstæðilegt glingur
Ég lenti í mjög fyndnu atviki um daginn. Ég var að yfirgefa minn
fyrri vinnustað þennan dag og auðvitað klæddi ég mig upp í tilefni
dagsins. Fór í nýju mittisháu Acne-buxurnar mínar og girti bolinn
ofan í. Mjög smart og algjörlega samkvæmt nýjustu tísku fannst
mér. Vel girt gekk ég áhyggjulaus um ganga Kringlunnar, þar sem
ég vann, ánægð með nýju buxurnar mínar. Á leiðinni niður rúllu-
stigann heyrði ég í litlum stúlkum fyrir aftan mig. Þær voru örugg-
lega svona 10 eða 12 ára og ég heyrði þær flissa og sneri mér við.
Mér til mikllar undrunar bentu þær á buxurnar mínar og hlógu, blá-
kalt framan í mig. Þarna stóð ég í miðri verslunarmiðstöð óttans lát-
andi litlar stúlkukindur móðga mig og það sem verra er, þær hlógu
að fatasmekk mínum. Ömmur mínar og mamma hafa oft gagnrýnt
fatasmekk minn og ég hef tekið því meira sem hrósi en eitthvað
annað. Ég veit að smekkur manna er misjafn, en litlar stelpuskját-
ur? Er það ekki svolítið skrýtið?
Þegar ég var lítil var allt sem eldri stelpur klæddust flott og
maður buktaði sig og beygði fyrir eldri og vitrari kynslóðum. Það
hugarfar virðist alveg vera horfið og veit ég um fleiri dæmi þess
efnis að litla fólkið hagar sér ekki með virðingu í huga gagnvart
„gamla“ fólkinu.
Særandi, en ég komst sem betur fer yfir þessa höfnun frá ungu
kynslóðinni en fór samt að hugsa hvort ég væri búin að missa mig
of mikið í tískupælingum. Ég kaupi öll rándýru tískublöðin sem eru
full af auglýsingum til að sjá hvað er gerast út í hinum stóra heimi
og fá hugmyndir að flottu lúkki. Fataskápurinn löngu sprunginn og
er ég farin að ráðast inn á pláss kærasta míns til að koma öllu fyrir,
honum til lítillar ánægju. En tíska fyrir mér er meira en bara áhuga-
mál. Ef ég gæti þá mundi ég eyða öllum mínum tíma í tískupæling-
ar. Ég ætla því að halda ótrauð áfram að klæðast því sem ég vill,
samkvæmt mínu innsæi og hlæi þeir sem hlæja vilja.
Óvirðing ungu kynslóðinnar
GULT LAKK Lakkbelti
eru vinsæl og þetta
er mjög líflegt frá
Rokki og rósum.
AXLABÖND Eins og oft hefur
verið nefnt eru axlabönd mikið
„it“ þessa dagana og ekki að
ástæðulausu enda skemmtileg
viðbót við flottu gallabuxurnar.
MARGIR LITIR Hálsfestar í mörgum
litum og gaman er að blanda þeim
saman við gull og silfurfestina. Þessar
eru úr keramik og fást í Kronkron.
LITLAR PYNGJUR Klinkbuddur eru alltaf
ómótstæðilega sætar. Þessar eru flottar
úr leðri og fást í Friis Company.
LEGGHLÍFAR Dýramunstur hafa verið
mikið í tísku þetta sumarið og skemmti-
legt til að poppa upp á svörtu sokka-
buxurnar. Þessar fást í Skarthúsinu.
GEGNSÆIR SOKKAR? Sætir
sokkar við opna skó setja
sitt mark á heildarútlitið. Frá
versluninni Kronkron.
PLAST Ótrúlega
skemmtileg og lífleg
næla frá Kronkron.
Getur gert hvaða bol
sem er flottan.
KRAGI Fjólublár kragi frá Kronkron.
Hentugt við hvað sem er.
BLÓM Í HÁRIÐ
Spöng með rauðu
og svörtu tjullblómi
í hliðinni. Flott við
partýdressið.
KYNÞOKKAFULLT Hnésokkar með
blúndu og slaufu klikka ekki við
sumarkjólinn. Bæði flott utan yfir
sokkabuxurnar eða bara á bera
leggina þegar veður leyfir. Fást í
Rokki & rósum og Spúútnikk.
HÁRGLINGUR Hárið má ekki verða útundan
og þessi kambur er frá versluninni Rokki &
rósum. Hvítur með gylltum röndum.
TAKA HÁRIÐ FRÁ Hárbönd hafa allt-
af verið vinsæl og þá sérstaklega á
þessu vindasama landi. Sumarlegt í
gulum lit. Fæst í Rokki & rósum.
SPANGIR Töffaraleg spöng með
hlébarðamunstri frá Rokki & rósum.
SPENNUR Slaufur virðast vera mikið
í tísku og er þessi silfurlitaða glam-
úrleg. Frá Rokki & rósum.
MINI AXLABÖND Þessir
fylgihlutir eru hentugir til að
þrengja boli eða búa til rykk-
ingar á venjulegri flík. Fást
í fjólubláu og svörtu með
glingri á frá Spúútnikk.
TÖSKUR Marglit taska frá búðinni
Kronkron. Flott litasamsetning og
hentugt undir snyrtidót eða í partýið.
NÆLUR Skemmtilegar nælur
frá versluninni Spúútnikk.
SOKKABUXUR ekki festast
í svörtu sokkabuxunum.
Leyfum litagleðinni að
ráða yfir sumartímann.
Frá Rokki & rósum.
MEIRA ER MINNA Klútar eru ekki
aðeins til að skýla hálsinum fyrir kulda
því hægt er að nota þá sem belti,
armband eða festa á venjulegu svörtu
töskuna sína til að fá smá tilbreytingu.
GULL, GULL, GULL Kragar eru
skemmtilegt fyrirbrigði og langt
síðan þeir voru í tísku síðast.
Þessi er frá versluninni Kronkron. HNÉSOKKAR Fyrirsæt-
ur frá tískuhúsi Prada
voru oftar en ekki
klæddar í hnésokka
við kjólinn. Mjög kven-
legt og kynþokkafullt.
MASSÍVIR EYRNALOKKAR
Eyrnalokkar úr hömruðu
gulli og í laginu eins og
hjörtu. Fást í Spútnikk.
HÁLSFESTAR Því fleiri
hálsfestar því betra og
gaman er að blanda öllu
saman. Báðar festarnar
frá Rokki & rósum.