Fréttablaðið - 17.06.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 17.06.2006, Síða 63
Fyrrverandi kryddstúlkan Geri Halliwell, sem eignaðist barn nú á dögunum, hefur nú valið guðmóð- ur og er sú engin önnur er Victoria Beckham. Sættir náðust með þeim stöllum fyrr á árinu eftir að hafa varla talast við síðan stúlknasveit- in Spice Girls leið undir lok. Mikil vinátta hefur tekist með þeim síðan Halliwell varð ólétt enda hefur Victoria getað gefið góð ráð því hún á þrjú börn með eigin- manni sínum, fótboltakappanum David Beckham. Geri velur fína kryddið GERI HALLIWELL Glöð og sæl í móðurhlutverkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Ofurfyrirsætan Kate Moss sleppur undan dómi vegna eiturlyfja- misnotkunar. Mál hennar stóð sem hæst í byrjun árs og var það vegna myndbirtingar í blöðum af henni að taka eiturlyf í hljóðveri ásamt fyrr- verandi unnusta sínum Pete Doherty. Samkvæmt blaðinu Daily Mail er breska lögreglan viss um sekt Moss í kókaínmáli hennar en ekki liggja fyrir næg sönnunargögn til að sann- færa dómara. Kate Moss hefur hvorki játað né neitað sekt sinni í þessu máli og stuttu eftir að mynd- irnar birtist flaug hún til Bandaríkj- anna í meðferð. Kate Moss hefur nú byrjað aftur að vinna og segja menn hana aldrei hafa litið betur út. Kate Moss sleppur OFURFYRIRSÆTAN Kate Moss var í vondum málum í byrjun þessa árs en virðist nú vera laus allra mála. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Hin fjölhæfa þokkagyðja Jennifer Lopez hefur nú gengist undir skurðaðgerð til að reyna að eign- ast börn samkvæmt National Enquirer. Lopez hefur lengið dreymt um að eignast börn og telur sig vera að falla á tíma en hún er 36 ára gömul. Dívan giftist söngvaranum Marc Anthony fyrir tveimur árum og á hann þrjú börn úr fyrri hjónabandi. Læknar munu hafa ráðlagt Lopez að hvílast og nærast vel til að auka líkurnar á barnsburði. Lopez reynir að eignast barn HIN FJÖLHÆFA DÍVA Jennifer Lopez þráir að komast í móður- hlutverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Dreifing 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.