Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 64

Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 64
48 17. júní 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� HANDBOLTI „Stemningin í hópnum er fín og allir eru ákveðnir í að ná að spila enn betur en í Svíþjóð. Ég geri ráð fyrir að Svíarnir mæti sterkari til leiks en í fyrri leiknum og þá ætlum við bara að gera það líka. Stefnan er ekkert að halda neinu forskoti heldur bara vinna þennan leik,“ sagði Alfreð Gísla- son, landsliðsþjálfari Íslands, þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Ísland vann glæstan sigur í fyrri viðureigninni sem fram fór í Svíþjóð um síðustu helgi, 32-28, og er því í mjög góðri stöðu fyrir leik- inn. Ef allt fer á réttan veg í dag hafa strákarnir tryggt sæti sitt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Mikil stemning er fyrir leiknum og varð uppselt fyrir nokkru síðan enda er þetta einn mikilvægasti leikur sem íslenska landsliðið hefur leik- ið síðustu ár. „Ég er mjög ánægður með þann áhuga sem þessi leikur hefur feng- ið og vona bara að það fólk sem mæti á leikinn verði duglegt við að láta í sér heyra og styðja okkur svo allt gangi upp,“ sagði Alfreð en leikurinn mun hefjast klukkan 17:15 í Laugardalshöllinni. Þrátt fyrir glæstan sigur í Svíþjóð segir Alfreð að enn sé margt í leik íslenska liðsins sem betur megi fara. „Það er fullt sem við þurfum að laga í okkar leik og við stefnum á að ná að gera það, Við höfum verið að byrja leikina of rólega, það var líka þannig gegn Dönum og við megum ekki leyfa okkur að taka alltaf stundarfjórðung í að hitna. Við verðum að mæta af fullum krafti alveg frá byrjun. Þá er fullt af atriðum í sóknarleiknum sem við þurfum að bæta og þar á meðal hraðaupphlaupin,“ sagði Alfreð, sem reiknar með meiri mótspyrnu en í fyrri leiknum. „Ég reikna með því að þeir reyni ýmsa nýja hluti á móti vörn- inni okkar og við verðum að geta brugðist við því,“ sagði Alfreð. Hann segir góða stemningu vera innan hópsins en þegar Frétta- blaðið heyrði í honum í gær var hann á leið á æfingu með liðið. Eftir hana hélt allur hópurinn á Hótel Örk í Hveragerði þar sem landsliðsmenn gistu og söfnuðu kröftum fyrir átök dagsins. „Við ákváðum þetta til að fá smá ró á mannskapinn og fá að vera í friði. Það eru allir klárir í slaginn og mikil tilhlökkun að tak- ast á við þetta skemmtilega verk- efni,“ sagði Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari. elvar@frettabladid.is Við ætlum að spila betur en við gerðum í Svíþjóð Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu leika seinni leikinn gegn Svíum í Laugardalshöllinni í dag. Uppselt er á leikinn og mikil spenna ríkir. GLEÐI Alexander Petersson, Sigfús Sigurðsson og Alfreð Gíslason fagna eftir sigurinn ytra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Það verður sannkölluð þjóðhátíðarstemning í Laugar- dalshöllinni þegar Ísland tekur á móti Svíum í seinni leik liðanna í umspili fyrir HM. Fréttablaðið skellti sér í Kringl- una í gær og spurði landann að því hvernig leikurinn færi. Ísland-Svíþjóð í dag: Hvernig fer leikurinn? ADAM REEVE Ég veit allavega að Ísland vinnur. HLYNUR Ísland tapar þessum leik 24-28. ÞIRÝ Ég held að við tökum þennan leik með tveimur mörkum. ÓSKAR ÖRN Við tökum þetta öruggt 28-25. GUNNAR INGI Hef ekki hugmynd, fylgist ekkert með handbolta og vissi ekki af þessum leik. HARPA Við vinnum aftur með fjögurra marka mun. GUÐLAUGUR: Ég held að Ísland komist á HM með tveggja marka sigri. TEITUR Ég vona allavega að Ísland sigri. VIKTOR Ísland rústar þessu 30-25. STEFÁN Ísland verður með 40 stig en Svíþjóð svona 30. HELENA OG LAUFEY Ísland tekur þennan leik 30-28. Ísland-Svíþjóð í dag: Hvernig fer leikurinn? HANDBOLTI Sænskir fjölmiðlar sýna landsleik Íslands og Sví- þjóðar sem fram fer í dag ekki mikinn áhuga. Það er aðeins Dagens Nyheter sem fjallaði um leikinn í gær en blaðið spjallaði við landsliðsþjálfarann Ingemar Linnell. „Hnífurinn liggur að hálsinum og kannski þéttar nú en oft áður,“ sagði Linnell en þessi orð hans þurfa ekki að koma á óvart í ljósi þess að Ísland vann fyrri leikinn með fjórum mörkum og því þurfa Svíar að sigra með fimm mörk- um í Höllinni til að komast á HM. „Þeir náðu þessu forskoti á skömmum tíma og við nýttum heimavöllinn ekki nógu vel. Línu- og hornaspil var ekki til staðar og við eigum það meðal annars inni. Svo vorum við kannski svolítið stressaðir þar sem við vorum á heimavelli og það er alltaf pressa að ná hagstæðum úrslitum í fyrri leik á heimavelli. Við höfum engu að tapa í seinni leiknum á Íslandi og það gæti hjálpað okkur,“ sagði Linnell en sænska liðið kom til landsins á fimmtudag. - hbg Ingemar Linnell, landsliðsþjálfari Svía, er ekki búinn ða gefast upp: Erum með hnífinn við hálsinn ÓLAFUR STEFÁNSSON Var í strangri gæslu hjá sænsku vörninni í Globen og hann þarf að leika vel í dag ef Ísland á að komast á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Grindavík og FH komin langt með að semja um kaupverð sín á milli fyrir knattspyrnumanninn Sinisa Valdimar Kekic, sem er á leiðinni frá Grindavík eftir tíu ára veru þar á bæ. Kekic sinnaðist við Sigurð Jónsson, þjálfara liðsins, og segist ekki hafa áhuga á því að spila lengur undir hans stjórn. Hversu háa upphæð Grindavík vill fá fyrir Kekic er óljóst en Jónas Þórhallsson, formað- ur knattspyrnudeildar félagsins, ýjaði að því við Fréttablaðið í fyrradag að hann yrði ekki seldur ódýrt. „Ég myndi alveg vilja ganga til liðs við FH-inga. Þeir eru með besta liðið á Íslandi og hafa orðið Íslandsmeist- arar tvö ár í röð, ég held að þeir verði svo meistarar aftur núna. Þeir spila mjög flottan fótbolta og ég held að ég myndi smellpassa inn í liðið. Ég er maður fyrir FH, sem er með flott lið. Ég ítreka að ég vil halda áfram að spila fótbolta og FH-ingar halda boltanum vel og spila honum á milli sín,“ sagði Kekic við Frétta- blaðið í gær en hann hafði áður gagnrýnt spilamennsku Grinda- víkurliðsins í sumar. „Ég hef annars ekki leitt hugann mikið að því hvert ég á að fara. Ég hef verið að æfa sjálfur og margir hafa komið að máli við mig og reynt að snúa hug mínum, bæði leikmenn og stuðningsmenn Grindavíkur. Við verðum að sjá til hvað Grindavík gerir og segir, en vonandi leysist þetta farsællega. Það verður ekki auðvelt að fara frá Grindavík en ég vil gera það núna,“ sagði Kekic, sem hefur ekki verið sáttur með eigin spilamennsku í sumar, en hann segir að Sigurður hafi truflað hann of mikið. Íslandsmeistararnir gætu verið að fá mjög feitan bita á leikmannamarkaðn- um til sín en Kekic er fjölhæfur og getur spilað hvar sem er á vellinum. Auk þess býr hann yfir mikilli reynslu sem gæti komið liðinu vel í Evrópukeppninni sem liðið tekur þátt í í sumar. KNATTSPYRNUKAPPINN SINISA VALDIMAR KEKIC: GÆTI VERIÐ Á LEIÐINNI TIL ÍSLANDSMEISTARA FH Ég myndi ekki segja nei við FH > Birgir Leifur áfram Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í gær í gegnum niðurskurðinn á áskorenda- mótinu í golfi sem fram fer í Larvik í Nor- egi. Birgir Leif- ur er tveimur höggum undir pari að loknum tveimur hringjum en hann er í 42.-50. sæti. Ekki gekk eins vel hjá Heiðari Davíð Bragasyni úr Kili en hann féll naumlega úr keppni, var í 68.-77. sæti á sléttu pari og var aðeins einu höggi frá því að komast áfram. Raimo Sjöberg frá Svíþjóð hefur eins hoggs forystu á mótinu en hann er níu höggum udir pari. Leikurinn beint á RÚV Leikur Íslands og Svíþjóðar verður í beinni útsendingu á RÚV í dag en útsending hefst klukkan 16.45. Uppselt er á leikinn og búast má við mikilli skemmtun í Laugardalshöll á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.