Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 2
2 25. júní 2006 SUNNUDAGUR ������������������������� �������������������������������������������� ������� �������� �������������������������������� �������������������� ������������������������ ������� ����� ������� ������ VARNARMÁL Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, símleiðis um stöðu varnarviðræðna Íslands og Bandaríkjanna. Upp úr hádegi í gær hringdi Rice óvænt í Valgerði. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Rice hringdi. Hún var fyrst og fremst að óska mér til hamingju með embættið,“ sagði Valgerður en í framhaldinu ræddu þær um stöðu varnar- viðræðna Íslands og Bandaríkjanna. „Rice þekkir varnarmál Íslands vel og lagði á það áherslu í okkar samtali að Bandarísk stjórnvöld hygðust efna varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands.“ Viðræðunefndir íslenskra og bandarískra stjórnvalda funda um varnir Íslands 7.júlí en Valgerður sagði Rice vonast til þess að þá þokist viðræðurnar í samkomu- lagsátt. „Það er ósk okkar beggja að fundurinn 7.júlí verði árang- ursríkur og ég tel það raunhæft markmið.“ Valgerður sagði Rice hafa talað af kunnáttu um íslenskt efnahags- líf. „Ég skynjaði það að Rice hefur mikla þekkingu á íslensku efna- hagslífi og nefndi það sérstaklega að miklar framfarir hefðu orðið hér á landi á síðustu árum.“ Valgerður og Rice hittast á ráð- herrafundi Atlantshafsbandalags- ins í Ríga í Lettlandi í september en Valgerður bauð henni að heim- sækja Ísland, en hún hefur aldrei komið hingað til lands í opinbera heimsókn. „Rice sýndi því mikinn áhuga að koma hingað og hún bauð mér í leiðinni að heimsækja Bandaríkin.“ Valgerður á fund í dag með full- trúum japanskra stórfyrirtækja. Forsvarsmenn Toshiba, Toyota, Mitsubishi og Japan Airlines munu ræða við Valgerði um hugs- anlegt samstarf fyrirtækjanna við íslenskt atvinnulíf. „Á þessum fundi verður rætt um möguleika á frekari samskiptum og samvinnu en það liggur ekkert fyrir ennþá hver nákvæm efnisatriði fundar- ins verða.“ Viðræður milli íslensku og bandarísku nefndanna á sviði varnarmála hafa ekki skilað mikl- um árangri til þessa. Geir H. Haar- de, forsætisráðherra, sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, sagðist á dögunum vonast til þess að fundurinn 7.júlí myndi þoka sjónarmiðum nefnd- anna nær samkomulagsátt. Kröf- ur íslenskra stjórnvalda hafa ekki verið opinberaðar ennþá en varn- arliðið verður farið af landinu í september, samkvæmt flutnings- áætlunum. magnush@frettabladid.is Rice og Valgerður ræddu um varnir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti óvæntan símafund með Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra í gær. Þær voru sammála um að fundur bandarísku og íslensku varnarnefndanna 7. júlí væri mikilvægur. VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Óvíst er ennþá hvernig varnarmálum Íslands verður háttað en viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda hafa staðið yfir undanfarna mán- uði. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA CONDOLEEZZA RICE Stútar undir stýri Þrír menn fengu að gista fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt vegna gruns um ölvunarakstur. Hafði bíll þeirra vakið eftirtekt vegfarenda og endaði ferðalag þremenninganna á ljósastaur við Sæbraut. Þá var einn maður tekinn fyrir ölvunarakstur á Akranesi í fyrrinótt. Nokkur innbrot á Akureyri Nokk- uð hefur verið um innbrot á heimili og í bíla á Akureyri undanfarna daga. Innbrotin hafa bæði átt sér stað að degi og nóttu. Lögreglan telur að sömu aðilar séu á ferðinni í öllum tilfellum og brýnir fyrir fólki að læsa húsum sínum og bílum. Þá hvetur lögreglan fólk til að vera á varðbergi gagnvart grunsamleg- um mannaferðum. Þrír teknir fyrir hraðakstur Lög- reglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði þrjá ökumenn á Reykjanesbraut í fyrrinótt fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sviptur ökuréttindum á staðnum, en hann mældist á 182 km haða þar sem leyfilegur hámarks- hraði eru 90 km á klukkustund. Annar ökumaður mældist á 126 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km og sá þriðji á 151 km hraða þar sem há- markshraði er 70 km. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS Valur, fékkstu vel borgað fyrir auglýsingu Orkuveitunnar? „Nógu vel til þess að ég gerði það.” Valur Freyr Einarsson lék aðalhlutverk í auglýsingu Orkuveitunnar sem frumsýnd var í sjónvarpinu á dögunum. Auglýsingin er ein sú dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu. MENNTAMÁL 957 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Laugardals- höll í gær. Það eru tuttugu prósent fleiri en í fyrra. Flestir þeirra sem útskrifuðust voru í grunnnámi, en þónokkrir luku meistaranámi og viðbótar- og starfsréttindanámi. Í grunnnám- inu útskrifuðust flestir úr félags- vísindadeild og viðskipta- og hag- fræðideild. Sir David Attenborough, nátt- úrufræðingur og þáttagerðar- maður með meiru, var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við skól- ann og ávarpaði hann gesti sam- komunnar frá Galapagos eyjum. Hann hlýtur nafnbótina fyrir að hafa tekið mikinn þátt í umræðu um umhverfismál frá 1980 og sýnt í þáttum sínum og bókum hvernig maðurinn hefur farið með búsvæði og vistkerfi á jörðinni. Í ræðu Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, lagði hún áherslu á háskólann sem alþjóðlega vísindastofnun og nefndi nokkur alþjóðleg sam- starfsverkefni við vísindamenn og stofnanir í fremstu röð. Einnig undirstrikaði hún mikilvægi Háskóla Íslands sem lykilstofn- unar í rannsóknum og skilningi á íslenskum menningararfi og þjóð- félagsskipan. - sþs Brautskráning frá Háskóla Íslands fór fram í gær: Attenborough heiðursdoktor KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR REKTOR ÚTSKRIFAR NEMANDA Hún lagði í ræðu sinni meðal annars áherslu á háskólann sem alþjóðlega vísindastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. AFGANISTAN Afganskar hersveitir ásamt bandamönnum felldu 82 uppreisnarmenn í suðurhluta landsins í þrem bardögum á föstu- dag, að því er talsmenn herliðs bandamanna greindu frá í gær. Af þeim féllu fjörutíu skæru- liðar í fimm klukkustunda löngum skotbardaga í héraðinu Uruzgan. Í tilkynningu frá yfirstjórn herliðs bandamanna kom fram að engir óbreyttir borgarar eða hermenn hefðu látist í átökunum en talið var að skæruliðarnir hefðu allir fallið. 25 manns féllu í þriggja klukku- stunda skotbardaga við hermenn í Kandahar og sautján uppreisnar- menn létust í Uruzgan seint á föstudag. - gþg Átök í Afganistan: Á níunda tug skæruliða falla FJÖLMIÐLAR Guðmundur Ingi Hjart- arson, framkvæmdastjóri Net- heims ehf., neitar því að hafa átt þátt í því að eyða tölvupóstum Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af netþjónum fyr- irtækisins. Guðmundur Ingi sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Jón Gerald Sullen- berger lætur falla í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins, en þar segir hann „Baugsmenn hafa kverkatak á íslensku þjóð- inni.“ Guðmundur Ingi segir umfjöll- un Morgunblaðsins vera „atvinnu- róg af verstu tegund,“ sem skaði fyrirtæki sitt og starfsmenn þess. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það sé „sorglegt að búa við þær aðstæður að Morgunblaðið skuli leyfa sér að vega úr launsátri,“ að fyrirtæki sínu. Jón Ásgeir sendi einnig frá sér yfirlýsingu, undir nafninu „sam- antekin ráð hinna innvígðu og inn- múruðu,“ þar sem hann sakar Morgunblaðið um að vera í her- ferð gegn sér, Baugi og fjölskyldu sinni. Hann segir „ósannindum vera dælt yfir lesendur Morgun- blaðsins með stríðsfyrirsögnum,“ í viðtalinu. Jón Ásgeir segir í yfirlýsing- unni Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, taka þátt í því að leggja á ráðin gegn Baugi. Guðmundur Ingi sagðist í gær vera að íhuga rétt sinn vegna yfir- lýsinga Jóns Geralds í viðtalinu. - mh Viðtal við Jón Gerald Sullenberger í Morgunblaðinu vekur hörð viðbrögð: Neitar að hafa eytt póstum JÓN ÁSGEIR JÓHANN- ESSON JÓN GERALD SULLEN- BERGER SJÓSLYS Kona um fimmtugt var flutt á slysadeild eftir að bátur sem hún var í steytti á grynning- um úti við smábátahöfn í Grafar- vogi um tvö leytið í fyrrinótt. Konan var ásamt manni sínum og þremur börnum á siglingu þegar óhappið varð. Konan stóð í bátnum þegar báturinn steytti á grynningunum og við það féll hún á tröppur. Hún slasaðist lítillega á höfði auk þess að finna fyrir meiðslum í baki. Björgunarskip frá lögreglunni í Reykjavík kom fljótt á vettvang, ásamt báti frá björgunarsveitinni Ársæli. Báturinn losnaði af strandstað fljótlega og var þá hægt að sigla honum inn í smá- bátahöfn Snarfara. - mh Strand í Grafarvogi: Sluppu ómeidd úr sjóslysi DANMÖRK Fjöldi þeirra útlendinga sem sækja um pólitískt hæli í Dan- mörku hefur lækkað mikið á sein- ustu árum og hafa þeir ekki verið færri síðan talningar hófust árið 1984. Á síðasta ári sóttu 2.281 um pólitískt hæli, sem er þrjátíu pró- senta lækkun frá árinu 2004, að því er fram kemur á fréttavef Politik- en. Orsakir þessa eru fyrst og fremst raktar til strangari laga um útlendinga í Danmörku. Kannanir hafa sýnt að fjölmargir Danir vilja fækka þeim útlending- um sem búa í landinu frekar en að fjölga þeim, og nú virðist hafa stór- lega dregið úr þeim fjölda útlend- inga sem vilja flytja þangað. - sþs Útlendingar í Danmörku: Hælisleitend- um stórfækkar VINNUMÁL Fjöldi starfandi fólks á Íslandi jókst um 4,7 prósent frá 2004 til 2005. Mest jókst fjöldinn á Austurlandi eða 17,6 prósent sam- kvæmt staðgreiðsluskrá Hagstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði starfandi fólki um 5,2 prósent en á landsbyggðinni í heild var fjölg- unin 4,6 prósent. Mest aukning starfsfólks var í flutninga- og sam- göngustörfum. Á Austurlandi rúmlega tvöfaldaðist fjöldi starfs- fólks við mannvirkjagerð, á milli ára. - öhö Starfandi fólki fjölgar: Mest aukning á Austurlandi UPPGANGUR Á AUSTURLANDI Fjöldi starfs- fólks við mannvirkjagerð hefur rúmlega tvöfaldast á Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.