Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 12
 25. júní 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Þessar vikurnar snýst tilvera heimsbyggðarinnar um fót-bolta. Þar er spilað á tvö mörk. Á sama hátt hefur þjóðar-búskapur Íslendinga togast og teygst milli tveggja marka: Annað er í litum stöðugleikans en hitt í litum verðbólgunnar. Eftir nýgerða kjarasamninga vaknar sú spurning hvar þjóð- arbúskapurinn stendur í toginu milli þessara tveggja stríðandi marka. Ekki fer á milli mála að þeir eru mikilvægur áfangi. En einir og sér ráða þeir þó ekki endanlegum úrslitum í toginu milli stöðugleika og verðbólgu. Í byrjun þessa árs var þjóðarbúskapurinn í miklu ójafnvægi. Eins og stundum áður var skrifað skýrum stöfum á vegginn að gengi krónunnar væri of hátt og stæðist ekki til lengdar. Nú hefur það fallið. Búskapurinn er að því leyti kominn í eðlilegra horf. Hættan var hins vegar sú að við tækju gamaldags víxlhækk- anir verðlags og launa. Það hefði leitt til vaxandi og varanlegrar verðbólgu. Kjarasamningarnir draga verulega úr hættunni á að þetta muni gerast. Gagnvart hinu geta menn ekki lokað augunum að kjarasamn- ingarnir slæva nokkuð áhrif þeirrar lækkunar sem orðið hefur á gengi krónunnar. Markaðurinn keyrði krónuna niður vegna þess að verðmætasköpun þjóðarinnar stóð ekki undir neyslunni. Gengislækkunin þarf með öðrum orðum að fá að hafa þau áhrif. Fyrir þá sök er frekara aðhalds þörf. Þar skiptir peninga- stefna Seðlabankans að sjálfsögðu miklu máli. En það þarf meira til. Þá er komið að pólitískum ákvörðunum. Segja má að það hafi verið tiltölulega einfalt fyrir ríkisstjórn- ina að mæta óskum aðila vinnumarkaðarins um áherslubreyt- ingar varðandi áður áformaða lækkun á tekjuskatti. Til þess að gæta allrar sanngirni verður að viðurkenna að frekari sóknarað- gerðir í átt að stöðugleikamarkinu geta verið pólitískt snúnari. Þar geta komið til álita ráðstafanir sem fela í sér frestun áformaðra framkvæmda. Enn fremur ákvarðanir varðandi opin- ber íbúðalán er miðuðu að því að tryggja meiri stöðugleika á þeim markaði. Það er bæði gömul saga og ný að aðgerðir af þessu tagi geta reynst þrautin þyngri, ekki síst í aðdraganda kosninga. Pólitíski vandinn er einfaldlega fólginn í því að á bak við öll útgjaldaáform liggja heiðarleg kosningaloforð, sem þingmenn vilja eðlilega standa við. En þá kemur að því að muna að stöðugleikinn í þjóðarbú- skapnum hefur líka verið kosningaloforð. Hér getur sem sagt komið að því að taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Engum blöðum er um að fletta að í þeirri stöðu er stöðugleikamarkið það mikilvægasta. Í þjóðhatíðarræðu nýs forsætisráðherra á dögunum gaf ríkis- stjórnin í fyrsta skipti til kynna af sinni hálfu að svo gæti háttað til að fylgja þyrfti peningamálaaðgerðum og hóflegum kjara- samningum eftir með frekari opinberum aðhaldsaðgerðum. Þetta var mjög mikilvæg yfirlýsing, sem eftir var tekið. Engum vafa er undiropið að fjármálamarkaðurinn lagði við hlustir þegar þessi orð féllu. Veruleikinn er hins vegar sá að það á eftir að koma í ljós hvort ríkisstjórnin hefur þann innri styrk að geta gert þessi orð for- sætisráðherra að veruleika. Með öðrum orðum: Ríkisstjórnin þarf að taka erfiðar ákvarðanir til þess að létta róðurinn fyrir næstu kosningar. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Veruleikinn eftir kjarasamninga: Erfiðar ákvarðan- ir létta róðurinn Fyrir nokkrum árum síðan skrif- aði ég ásamt Orra Haukssyni, fyrrum aðstoðarmanni Davíðs Oddssonar, fjölmargar greinar um fiskveiðistjórnun. Kvað svo rammt að þessum greinarskrifum að góður vinur minn gaf mér 5 kíló af ufsakvóta og ónýta trillu í afmælisgjöf í þeirri veiku von að skrifunum linnti úr því að ég væri orðinn hagsmunaaðili. Hann sagð- ist reyndar ekki heldur þola mynd- ina af mér sem birtist með grein- unum í Mogganum, hann væri viðkvæmur í morgunsárið og myndin af mér minnti hann einna helst á illa sofinn bergþurs. Mér fannst það auðvitað leiðinlegt, en þeir á Mogganum fullyrtu að þetta væri besta myndin sem þeir ættu og við það sat. Á þessum árum var harkalega tekist á um eignarrétt- inn og hvernig hann væri til- kominn. Minna var rætt um sam- spil fiskveiðistjórnunarkerfisins og hafrannsókna. Enn á ný fáum við þær fréttir að þorskstofninn sé ekki að ná sér á strik. Það er því ekki úr vegi að velta aðeins upp spurningum um stöðu hafrann- sókna. Hvað er vísindakenning? Heimspekingurinn Karl Popper var þeirrar skoðunar að kenning gæti einungis talist vísindakenn- ing ef hana væri hægt að afsanna. Þetta hljómar svolítið sérkenni- lega en er rökrétt. Kenningin um að tröll búi í bergi er ekki vísinda- kenning því það er engin leið að afsanna kenninguna. Vísindakenn- ingar geta reynst réttar eða rang- ar allt eftir því hvernig gengur að sanna þær eða afsanna. Ég nefni þetta hér vegna þess að sú spurn- ing er áleitin hvernig hægt sé að sanna eða afsanna þær kenningar sem Hafró vinnur eftir. Um leið sprettur upp sú spurning hverjir hafi hérlendis aðstöðu og þekk- ingu til að deila við Hafró. Ein ríkisstofnun Hér á landi er ein ríkisstofnun sem sinnir hafrannsóknum og þar starfar fjöldinn allur af mjög hæfum vísindamönnum. Inni á þessari stofnun er samankomin gríðarleg þekkingin og reynsla í rannsóknum á auðlindum hafsins. Engum vafa er undirorpið að vís- indamenn á Hafró sinna sínum störfum af kostgæfni. En við hvern hér á landi eiga þeir vísindalegar samræður? Hafró kallar vissulega til sín erlenda eftirlitsaðila, en er það nóg? Er það nægjanlegt vís- indalegt aðhald til þess að tryggja að þær kenningar sem Hafró legg- ur til grundvallar séu réttar? Haf- rannsóknir eru mjög flókin fræði og þar sem það er svo erfitt að sanna eða afsanna það sem Hafró er að gera, eykst mikilvægi öflugr- ar vísindalegrar umræðu. Umræða um hafrannsóknir hér á Íslandi fer fram á milli Hafrannsóknastofn- unarinnar annars vegar og „manna úti í bæ“ hins vegar. Hagró Þætti okkur traustvekjandi ef hér á landi væri einungis ein ríkisrek- in hagfræðistofnun, Hagró. Þessi stofnun gæfi út einu sinni á ári álit sitt á þróun efnahagsmála ásamt tillögum um aðgerðir og umræða um hagfræði færi fram á milli stofnunarinnar og „manna úti í bæ“. Og ef þessi stofnun sem hall- aðist að einni kennisetningu í hag- fræði fremur en öðrum, (tryði t.d. Keynes en ekki Friedman) fengi öðru hverju erlendar stofnanir til að fara yfir vinnu sína og útreikn- inga, þætti okkur það nægjanleg vísindaleg umræða? Þætti okkur það ávísun á gagnrýna umræðu að kennarar við hagfræðideild Háskólans kæmu frá stofnuninni og nemendur hyrfu þangað að námi loknu. Skyldu stjórnmála- mennirnir segja um störf þessarar stofnunar að vissulega væri hag- fræðin ónákvæm vísindi en þetta væri besta þekking sem völ væri á og því ekki annað að gera en að fara að ráðum hennar? Ég held að við myndum ekki sætta okkur við þetta fræðaumhverfi fyrir hag- fræðina. Við vitum að það þurfa að vera fleiri en einn aðili sem hefur aðstöðu til að mynda sér sjálf- stæða skoðun. Að öðrum kosti verður engin gagnrýnin vísindaleg umræða. Háskólinn Ég hef alltaf verið á móti viðbótar- skattinum sem var lagður á útgerð- ina til að ná sátt um aflamarks- kerfið. Ef ekki á að fella það gjald niður þá legg ég til að það verði nýtt til frekari rannsókna á lífríki hafsins. Hvernig væri að nota þá peninga til að byggja upp í Háskóla Íslands rannsóknarstofnun sem yrði einhvers konar mótvægi við Hafró. Í háskólanum er til staðar gríðarleg þekking á tölfræði, líf- fræði og öðrum þeim greinum sem skipta máli í hafrannsóknum. Það sem meira er, háskólasamfélagið er gagnrýnið og opið og því ágætar líkur á að þar fari fram gagnrýnin umræða. Þessari rannsóknarstofn- un yrði ætlað að vinna úr gögnum Hafró og skila sjávarútvegsráð- herra tillögum um heildarafla samhliða tillögum Hafró. Ef mis- munur er á tillögunum þá þurfa vísindamennirnir að útskýra í hverju sá munur fellst. Frjó umræða þar sem takast á öflugar vísindastofnanir og sjálfstæðir fræði- og áhugamenn um hafrann- sóknir eykur líkurnar á því að þekking okkar á ástandi fiskistofn- anna eflist. Hver á að gæta varðanna? Í DAG HAFRANNSÓKNIR ILLUGI GUNNARSSON Engum vafa er undirorpið að vísindamenn á Hafró sinna sínum störfum af kostgæfni. En við hvern hér á landi eiga þeir vísindalegar samræður? Fjarri mannabyggðum Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er öflugur bloggari. Nær daglega setur hún inn færslu og segir dyggum les- endum frá gjörðum sínum og ferðum. Þessa helgi ber svo við að ráðherra er í stopulu sambandi og þurfa lesendur að bíða til mánudagskvölds til að lesa um ferðir hennar. Í færslu sem skrifuð er fyrir helgi greinir hún frá þessu en það fylgir ekki sögunni á hvaða ferðalagi hún er um helgina. En leiða má að því líkum að hún sé fjarri mannabyggðum fyrst tölvusamband er lélegt. Sagnfræði vinsæl Ingólfur Margeirs- son, rithöfundur og fjölmiðlamaður, er í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann var að útskrifast með BA- gráðu í sagnfræði og lýsir því í viðtalinu að hann hafi lengi langað í það nám. Ingólfur er ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem farið hefur í sagnfræði eftir langt starf á fjölmiðlum, Elín Hirst, frétta- stjóri sjónvarpsins, hóf sagnfræðinám eftir margra ára starf við fjölmiðla og lauk MA-prófi meðfram vinnu sinni. Fjölmargir blaðamenn hafa lagt stund á nám í sagnfræði en sagnfræðingar leynast víðar og meðal annars í hópi stjórnmála- manna, Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, lagði stund á nám í sagnfræði, sama má segja um Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrver- andi borgarstjóra. Ekki bara lögfræði Sagnfræðingar eiga því sína fulltrúa í borgarpólitíkinni og sama má segja um stjórnmálafræðinga, lækna og uppeldisfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Lögfræðingar, sem eru fjölmennir í sölum alþingis, eiga líka sinn fulltrúa í borgarstjórn, að vísu bara einn, en það er sjálfur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann lauk embættis- prófi í lögum árið 1974 og hefur þannig hefðbundinn bakgrunn framámanns í Sjálfstæðis- flokknum. Björn Bjarnason varaformaður flokksins er líka lögfræðingur og sama má segja um fyrrverandi formanninn Davíð Odds- son. Núverandi formaður Geir Haarde er hins vegar hagfræðingur. sigridur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.