Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 74
 25. júní 2006 SUNNUDAGUR34 16-liða úrslit: ÞÝSKALAND-SVÍÞJÓÐ 2-0 1-0 Lukas Podolski (4.), 2-0 Lukas Podolski (12.). ARGENTÍNA-MEXÍKÓ 2-1 1-0 Rafael Marquez (5.), 1-1 Javier Borgetti, sjálfs- mark (10.), 2-1 Maxi Rodriguez (98.). LEIKIR DAGSINS: ENGLAND-EKVADOR 15.00 PORTÚGAL-HOLLAND 19.00 HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Eric Cantona, gamla goð- sögnin úr liði Manchester United, lýsti því yfir í gær að hann hefði tröllatrú á enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu. Þetta kemur þvert á það sem spark- spekingar hafa verið að tala um en enska landsliðið hefur ekki þótt sannfærandi í leikjum sínum til þessa. England mætir Ekvador í sextán liða úrslitum keppninnar í dag. „Ég tel að enska liðið hafi það sem þarf til að vinna þetta mót. Ég hef trú á að liðið sé með rétta þjálfarann og rétta blöndu af leik- mönnum sem ná vel saman. Þá hefur liðið öðlast þá reynslu sem til þarf,“ sagði Cantona. Enska landsliðið varð fyrir miklu áfalli þegar Michael Owen meiddist í síðasta leik og ljóst að hann leikur ekki meira á mótinu. Wayne Roon- ey, Peter Crouch og Theo Walcott eru því einu sóknarmennirnir sem England getur notast við. Walcott er aðeins sautján ára og nánast reynslulaus. Alan Shearer, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, segist ekki reikna með því að Walcott komi við sögu í dag. „Það kæmi mér á óvart ef Sven myndi láta Walcott spila. Reyndar gæti svo farið að hann ætti engan annan kost í stöðunni. Walcott hefur enn ekkert komið við sögu og hann er enn algjör- lega óskrifað blað og enginn hefur séð hann spila,“ sagði Shearer. Síðan Sven-Göran Eriksson tók við enska landsliðinu hefur því oftast gengið vel gegn liðum frá Suður-Ameríku. Af sjö leikj- um gegn liðum frá þeirri heims- álfu hafa sex unnist en leikurinn gegn Brasilíu í átta liða úrslitum 2002 tapaðist. Eriksson er líka ansi bjartsýnn fyrir leikinn og hefur sagt að hann hafi það sterk- lega á tilfinningunni að England komist áfram. Líkur eru taldar á því að Peter Crouch fari á vara- mannabekkinn og Michael Carrick komi inn í liðið í hans stað. England mun þá spila með fimm manna miðju og Wayne Rooney verður einn frammi. Þá gæti Owen Hargreaves tekið hægri bakvarðarstöðuna í stað Jamie Carragher. Rætt hefur verið um að Eng- land notist meira við háloftabolta þegar Peter Crouch er í liðinu. „Þessi umræða fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér. Vissulega er það möguleiki en við vitum það að ef við ætlum okkur einhverja hluti í keppninni þá verðum við að gera eitthvað meira en það. Ég tel mig líka hafa sýnt það að ég er jafngóður og hver annar með boltann í löppunum,“ sagði Crouch. - egm Enska landsliðið leikur gegn Ekvador í sextán liða úrslitum HM í dag: Bjartsýni ríkir í Englandi LEIKA GEGN EKVADOR Enska landsliðið mætir Ekvador í dag en þessi mynd er úr leik liðsins gegn Svíþjóð í riðlakeppninni. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Mikil gleði ríkir í Þýska- landi eftir sigur þjóðarinnar á Svíþjóð í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í gær. Leikurinn fór fram í München og vann þýska liðið öruggan 2-0 sigur þar sem Lukas Podolski, leikmaður Kölnar, skoraði bæði mörkin snemma leiks. „Ég gæti ekki verið ánægðari, við mættum mjög einbeittir til leiks en rauða spjaldið tók aðeins taktinn úr okkur,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands. Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu forystunni strax á fjórðu mínútu eftir að skot Miroslavs Klose hafði verið varið en Andreas Isaksson hélt ekki boltanum. Klose plataði síðan varnarmenn Svía upp úr skónum tíu mínútum síðar og renndi boltanum á Podolski sem gerði allt rétt og skoraði aftur. Útlitið varð síðan enn dekkra fyrir Svía þegar Teddy Lucic, varnarmaður þeirra, fékk að líta rauða spjaldið fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mjög rólegur og nokkuð jafnræði var með liðunum, þó voru Þjóðverjar líklegri til að skora en Svíar að minnka muninn. Snemma í seinni hálfleik fékk sænska liðið þó gull- ið tækifæri þegar dæmd var umdeild vítaspyrna en Henrik Larsson skaut yfir úr spyrnunni. „Það hefði getað breytt leiknum mikið ef þeir hefðu skorað úr vít- inu en sem betur fer gerðu þeir það ekki. Það eru nokkur smáat- riði sem við þurfum að bæta í leik okkar og vonandi verða þau komin í lag fyrir næsta leik. En á heildina litið er ég mjög sáttur, sérstaklega að við fengum ekki á okkur mark gegn þessu sterka sóknartríói,“ sagði Klinsmann. Lars Lagerback, þjálfari Sví- þjóðar, er stoltur af sínum mönn- um. „Við náðum að laga okkar leik og spiluðum vel í seinni hálf- leiknum þrátt fyrir að vera manni færri. Ég er stoltur af strákun- um. Að sjálfsögðu er ég samt mjög óánægður með að við vorum ekki á tánum á upphafskaflanum og var okkur refsað harðlega fyrir það. Slakur varnarleikur gaf þeim tvö mörk,“ sagði Lager- back. Markvörðurinn Jens Lehmann var hress eftir leikinn. „Við hefð- um getað skorað fleiri mörk í þessum leik. En með hverjum sigurleiknum þá fáum við meira sjálfstraust og verðum erfiðari viðureignar. Við hefðum ekki getað spilað betur í fyrri hálf- leiknum. Svo skemmir ekki fyrir að við erum að spila hörku- skemmtilegan fótbolta,“ sagði Lehmann. elvar@frettabladid.is Gestgjafarnir sannfærandi Þýskaland varð í gær fyrsta liðið á heimsmeistaramótinu til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit keppninnar. Gestgjafarnir unnu Svía með tveimur mörkum. ÞAKKA STUÐNINGINN Markaskorarinn Lukas Podolski er hér ásamt samherja sínum Bastian Schweinsteiger að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Búist er við því að um 50 þúsund stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu séu staddir í Stuttgart til að fylgjast með leik liðsins gegn Ekvador í 16-liða úrslitum. Ekki nærri því allir verða með miða á völlinn en ljóst er að mikið líf verður í borginni í dag. Í fyrrinótt voru 122 stuðningsmenn liðsins handteknir af þýsku lögreglunni en engin stórvægileg atvik komu til vegna þessa. - esá 122 bullur handteknar: 50 þúsund Englendingar í Stuttgart HANDTEKINN Stuðningsmaður enska landsliðsins var handjárnaður af þýsku lögreglunni í Stuttgart í fyrrinótt. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Enski dómarinn Graham Poll komst á spjöld sögunnar á föstudaginn fyrir miður skemmti- legar sakir. Hann áminnti sama leikmanninn, Króatann Josip Sim- unic, þrívegis áður en hann sýndi honum loksins rauða spjaldið. Í sama leik leyfði hann rangstöðu- marki Harry Kewell að standa auk þess sem hann dæmdi ekki tvær augljósar vítaspyrnur á Króata. Poll viðurkenndi mistök sín eftir leikinn og sagði að sennilega væri draumur hans um að dæma úrslitaleik HM úr sögunni. Dóm- aranefnd FIFA fundar á miðviku- dag um hvaða dómarar halda áfram og hverjir fara heim og má ætla að Poll verði í síðari hópn- um. Hann gaf tveimur öðrum leik- mönnum í leiknum rauða spjaldið og var því samtals átján leik- mönnum vikið af velli í riðla- keppninni – jafn mörgum og í allri síðustu keppni. 258 leikmenn fengu að líta gula spjaldið. - esá Graham Poll dómari: Líklega sendur heim EITT AF ÞREMUR Graham Poll áminnir Jos- ip Simunic í leiknum á föstudaginn. Hann bókaði Simunic alls þrívegis í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hollendingum hefur ekki gengið vel með Portúgal og aðeins unnið einn af þeim níu leikjum þar sem þessar þjóðir hafa mæst. Hol- land er hins vegar á skriði og allt getur gerst í viðureigninni í sex- tán liða úrslitum heimsmeistara- mótsins í kvöld. Búast má við hörkuleik en báðar þjóðirnar eru ósigraðar í keppninni til þessa, Portúgal vann alla þrjá leiki sína á meðan Holland vann tvo en gerði síðan jafntefli við Argentínu. Helder Postiga, sóknarmaður Portúgals, býst við erfiðum leik. „Holland er með frábært lið og við þurfum að ná fram okkar besta leik til að eiga möguleika. Marco van Basten, þjálfari þeirra, var minn uppáhaldsknattspyrnumað- ur á yngri árum. Ég ætla að biðja hann um eiginhandaráritun eftir leikinn,“ sagði Postiga. - egm Portúgal - Holland í kvöld: Stórleikur í Nürnberg TÆKLAÐUR Postiga fær hér tæklingu frá Mexíkómanni fyrr í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Alessandro Nesta verður ekki með ítalska landsliðinu gegn Ástralíu á morgun vegna meiðsla. Hann meiddist í leiknum gegn Tékklandi í riðlakeppninni og verður ekki orðinn leikfær fyrir leikinn í sex- tán liða úrslitum á morgun. Meiðsl- in eru þó ekki alvarleg og ætti hann að vera orðinn klár í átta liða úrslitin ef ítalska liðið kemst þang- að. Marco Materazzi tekur líklega stöðu Nesta í vörninni en hann kom inn á sem varamaður þegar Nesta meiddist gegn Tékklandi. Francesco Totti hefur verið gagn- rýndur fyrir slaka frammistöðu það sem af er móti en hann gengur ekki heill til skógar. „Leikmenn standa við bakið á Francesco. Þótt hann sé ekki 100 prósent heill þá getur hann haft mikil áhrif á leiki,“ sagði Simone Perrotta, leikmaður ítalska liðsins. - egm Ítalía - Ástralía á morgun: Nesta ekki með á morgun NESTA Verður fjarri góðu gamni á morgun. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Maxi Rodriguez var hetja Argentínumanna í gær þegar hann tryggði sínum mönnum sæti í fjórðungsúrslit HM í knattspyrnu með glæsimarki á 98. mínútu. Stað- an í lok venjulegs leiktíma var 1-1 og þurfti því að framlengja leik- inn. Leikurinn fór fjörlega af stað og aðeins fimm mínútur voru liðn- ar þegar Rafael Marquez kom Mexíkó óvænt yfir eftir auka- spyrnu. Gabriel Heinze, varnar- maður Argentínu, gleymdi sér og Marquez átti ekki í vandræðum með að skora. En Adam var ekki lengi í Paradís og Argentína jafn- aði aðeins fimm mínútum síðar eftir hornspyrnu, Jared Borgetti var að dekka Hernan Crespo en varð fyrir því óláni að skalla bolt- ann í eigið mark. Síðari hálfleikur og reyndar allt að markinu örlagaríka var fremur tíðindalítill og kom því mark Rodriguez á óvart. Flestir bjuggust við því að grípa þyrfti til víta- spyrnukeppni en Rodriguez kom í veg fyrir það með skoti utan teigs og var það algerlega óverjandi fyrir Sanchez í marki Mexíkó. - esá, egm Leikur Argentínu og Mexíkó í 16-liða úrslitum var framlengdur en ekki kom til vítaspyrnukeppni: Glæsimark Rodriguez tryggði sigurinn TÆKLING Mario Mendez, leikmaður Mexíkó, tæklar hér miðjumanninn Maxi Rodriguez, hetju Argentínumanna. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.