Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 6
6 25. júní 2006 SUNNUDAGUR VINNUMARKAÐUR Samkomulagið um endurskoðun kjarasamninga, sem aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir á fimmtudagskvöld eftir yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum, stendur og fellur með samstöðu um að spyrna gegn verðhækkunum og launaskriði næstu misserin þannig að verðbólga lækki niður í 2,5 pró- sent á næsta ári. Þetta segir Vil- hjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir veikleika samkomulagsins vera gríðarlegan verðbólguþrýsting. „Menn höfða til þess að ná sam- stöðu um að ná niður verðbólgunni og búa til raunverulegan stöðug- leika. Það eru ákveðin öfugmæli í því að hækka laun því að launa- hækkun þýðir náttúrulega verð- bólguþrýsting. Við höfum heyrt þann söng og vitum að það mun ger- ast en þessi sátt núna felst í því að hækka laun og svo verði friður á launamarkaði,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambandsins. „Það minnkar þessa spennu og óvissu kringum það að allir samn- ingar verði lausir að vori,“ segir hann og telur veikleikann í aðgerð- inni kannski þann að verðbólgu- þrýstingur verði gríðarlegur fram eftir sumri og hausti. „Við erum nú með átta prósenta verðbólgu og við þessa aðgerð mun verðbólga aukast fyrst um sinn en ganga svo niður.“ Örlað hefur á þeirri tilhneig- ingu að líkja samkomulaginu við þjóðarsátt frá 1990 en Kristján segir að það séu öfugmæli. Aðstæður séu allt aðrar en upp úr 1990 þegar þjóðarsáttin var gerð til að hamla gegn óðaverðbólgu og víxlhækkun verðlags og launa. „Þetta er ekki eins mikil aðgerð og þá. Þjóðarsáttin gekk út á það að allir héldu í sér en nú getum við sagt að því sé öfugt farið. Það er verulega spýtt í launataxtana og menn hækka laun hjá almennu launafólki. Ef aðgerðin flæðir yfir allan vinnumarkaðinn þá er aðgerðin misheppnuð. Það er veik- leikinn.“ Endurskoðun kjarasamninga áður en samningar eru lausir er ekki einstök aðgerð. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, rifjar upp að það hafi gerst í tví- gang 1985. Í júní hafi verkalýðsfé- lögunum verið boðin fimm pró- sent gegn því að lengja samningstímann. Um haustið hafi fjármálaráðherra síðan hækkað laun ríkisstarfsmanna um þrjú prósent og þá hafi Vinnuveitenda- sambandið fylgt eftir. hs@frettabladid.is Veikleiki ef launa- skrið fer af stað Samkomulagið á vinnumarkaði stendur og fellur með samstöðu um að berjast gegn verðhækkunum og launaskriði næstu misserin. Ef launahækkun flæðir yfir allan vinnumarkaðinn er aðgerðin misheppnuð og þá æðir verðbólgan af stað. STÖÐUGLEIKI MIKILVÆGUR Fiskvinnslufólk er fljótt að finna fyrir verðbólgunni. Mikilvægt er að samstaða náist gegn verðhækkunum og launaskriði. ÁLIÐNAÐUR Samkvæmt skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins Cru Group er meðalverð á orku til áliðnaðar tæplega 1300 krónur á megawattstund hér á landi. Ein- ungis Rússland er með lægra meðalverð en það er eina landið þar sem orkuverðið er undir þús- und krónum á megawattstund. Meðalverð á orku til áliðnað- ar í Evrópu er næstum tvöfalt hærra en hér á landi. Orkuverð til einstakra álframleiðenda í Kanada er sam- kvæmt skýrslunni lægst, eða í kringum 750 krónur á mega- wattstund, en það er nokkru frá meðaltalsverðinu sem er tæp- lega 1500 krónur á megawatt- stund. Í skýrslunni segir einnig að mikill munur á orkuverði milli heimshluta orsakist meðal ann- ars af því að margir samningar um orkusölu sem gerðir voru fyrir meira en tveimur áratug- um séu á föstu verði, en flestir þeirra samninga sem gerðir eru nú séu tengdir heimsmarkaðs- verði á áli. Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vildi ekki tjá sig um hvert sölu- verðið á orku væri frá Lands- virkjun til álframleiðanda hér á landi. - mh Verð á orku til álframleiðslufyrirtækja er einna lægst á Íslandi samkvæmt skýrslu: Megawattstund sögð á 1300 krónur VINNA VIÐ ÁLIÐNAÐ Orkuverð til álfram- leiðenda hér á landi hefur ekki verið gefið upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ORKUVERÐ Á MEGAWATTSTUND Rússland 981,5 krónur Ísland 1.283,0 krónur Kanada 1.449,0 krónur Ástralía 1.812,0 krónur Bandaríkin 2.783,0 krónur Heimshlutar Evrópa 2.340,5 krónur Asía 2.340,5 krónur Austur-Evrópa 2.718,0 krónur Mið- og Suður-Ameríka 2.189,5 krónur Mið-Austurlönd 1.434,5 krónur MANNRÉTTINDI Íslandsdeild Amne- sty International tók sig til í gær og batt vopn Leifs Eiríkssonar á styttu hans við Skólavörðuholtið. Voru vopnin bundin til að vekja athygli á herferð samtakanna „Komum böndum á vopnin“ og ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um vopnaviðskipti sem hefst mánudaginn 26. júní. Bundnar eru vonir við að þar verði samþykktur alþjóðlegur viðskiptasáttmáli sem tryggir að vopn séu ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot eru í hámarki og hætta á vopnuð- um átökum. „Gjörningurinn gekk alveg ótrúlega vel, þetta var mjög sjón- rænt og flott. Við náðum að vekja athygli á ráðstefnunni og einnig á herferðinni „Control arms,“ sem er eins konar undirskriftasöfnun á netinu gegn vopnasölu þar sem fólk skrifar undir með mynd af sér,“ sagði Íris Ellenberger, verk- efnastjóri hjá Amnesty á Íslandi. Frá því að herferðin „Komum böndum á vopnin“ hófst í október 2003 hafa ríkisstjórnir 45 landa lýst yfir stuðningi við gerð vopna- viðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. - sþs Íslandsdeild Amnesty International batt vopn Leifs Eiríkssonar: Vekja athygli á ráðstefnu SÞ VOPNIN BUNDIN Amnesty International vonast til að sátt náist um vopnasölu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á mánudaginn. KJÖRKASSINN Finnst þér hlutfall kvenna í opin- berum embættum of lágt? SPURNING DAGSINS Í DAG Notar þú stefnumótasíður á vefnum? Segðu þína skoðun á Vísi.is Já 50% Nei 50% MINNISMERKI Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og Trev- or Larsen, borgarstjóri í Hull, afhjúpuðu á föstudag minnis- merki í Hull í Bretlandi um breska sjómenn sem farist hafa á Íslands- miðum. Minnismerkið gerði Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari og sýnir það manneskju sem stendur á háum stuðlabergsdranga og horfir í átt til Íslands. Annað minnismerki eftir Steinunni verð- ur afhjúpað í vikunni í Vík í Mýr- dal. Fjöldi var saman kominn á athöfninni og voru meðal annars sjóliðar af varðskipinu Óðni við- staddir sem og Alan Johnson menntamálaráðherra Bretlands. Varðskipið er við bretland í til- efni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því að síðasta þorskastríði Íslendinga og Breta lauk. - öhö Forseti Íslands: Afhjúpar minnismerki Ekið í veg fyrir hjól Keyrt var í veg fyrir tvö bifhjól skammt frá Hótel Loft- leiðum um fjögur leytið í gær með þeim afleiðingum að ökumenn hjólanna slösuðust lítillega. Ökumaður bifreiðar- innar, sem keyrði fyrir hjólin, slasaðist ekkert en hjólin skemmdust nokkuð og eru óökufær. LÖGREGLUFRÉTT Sjávarhiti hækkar Sjávarhitinn í Barentshafi er að jafnaði einni gráðu hærri nú en fyrir þrjátíu árum. Talið er að þetta geti orðið til þess að þorsk-, ýsu- og síldarárgangar stækki og auk þess liggur fyrir að kolmunni og makríll úr Norðursjónum sækir í auknum mæli norður í Barentshaf. SJÁVARÚTVEGUR Nýr aðstoðarmaður Sigfús Ingi Sigfússon, þrítugur sagnfræðingur, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur í utanríkisráðuneytinu. Sigfús starfaði áður í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu. Hann tekur til starfa á næstu dögum. STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.