Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 73
SUNNUDAGUR 25. júní 2006 33 ARNAR SIGURÐSSON Hefur gengið vel undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA + Bókaðu flug á www.icelandair.is SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND REYKJAVÍK GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON Icelandair hefur verið, er og verður dyggur stuðningsaðili íslenska landsliðsins í fótbolta í harðri keppni á meðal stórþjóða heimsins. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 3 2 4 6 0 6 /2 0 0 6 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ TENNIS Arnar Sigurðsson tennis- kappi hefur gert það gott á tenn- ismótum í Noregi og Írlandi und- anfarið og í fyrradag tapaði hann í undanúrslitum á atvinnumanna- móti í Limerick á Írlandi. Strax í gær var hann svo mættur til Dublin þar sem hann sigraði í fyrri umferð undankeppni á öðru móti. Í dag mætir hann svo Frakka sem er efstur á styrk- leikalistanum af þeim sem spila í undankeppninni um sæti á aðal- mótinu. „Sigurinn í dag var gegn Íra sem var fyrir neðan mig á styrk- leikalistanum en sigurinn var engu að síður mjög góður,“ sagði Arnar við Fréttablaðið í gær. „Sá sem ég mæti á morgun vann nýlega tvö mót í Noregi og er í um 600. sæti á styrkleikalistan- um. Það verður mjög erfið viður- eign.“ Samkvæmt nýjasta listanum er Arnar Sigurðsson í um 1.400. sæti á listanum en árangurinn í Limerick fleytir honum upp á meðal efstu þúsund. „Ég er mjög sáttur við mína spilamennsku undanfarið. Ég komst í gegnum undankeppnirnar og leikina í fyrstu umferð á tveimur mótum í Noregi og svo alla leið í undanúr- slit í Limerick. Þar lenti ég í löng- um leik í hverri einustu umferð og var búinn að vinna alla áhorf- endur á mitt band en það voru margir sem fylgdust með leikj- unum. Þetta var fínt ævintýri.“ Í næstu viku hefst svo strax annað mót í Dublin sem Arnar ætlar að reyna að vinna sér þátt- tökurétt á. „Þar verða leikmenn sem eru meðal efstu 100 manna á styrkleikalistanum og væri mjög gaman að fá að spreyta sig þar. Það er vissulega mikið að gera og hef ég aðeins fengið einn frídag á síðastliðnum þremur vikum en ég er að upplifa drauminn.“ eirikurst@frettabladid.is Arnar Sigurðsson tenniskappi gerir það gott á atvinnumannamóti á Írlandi: Er að upplifa draumalífið FÓTBOLTI Claudio Reyna, fyrirliði bandaríska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hans síðasti leikur var því gegn Gana sem tapaðist 1-2 en þessi reynslumikli miðjumaður meiddist í fyrri hálfleik og þurfti að fara af leikvelli. Hann mun halda áfram að leika fyrir félagslið sitt, Manchester City. Bandaríska liðið komst ekki upp úr riðli sínum og er því úr leik á HM. - egm Claudio Reyna á tímamótum: Hættur með landsliðinu HÆTTUR Reyna hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Svissneski varnarjaxlinn Philippe Senderos er úr leik með svissneska landsliðinu á HM en liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á föstudaginn með sigri á Suður-Kóreu. Senderos skoraði annað markanna í 2-0 sigri liðsins en fór svo úr axlarlið. „Hann verður frá í að minnsta kosti tvær vikur,“ sagði Rudolf Röder, læknir liðsins, við fjölmiðla í gær og bætti við að liðbönd í öxl hefðu skaddast. „Það eru um helm- ingslíkur að hann þurfi að gangast undir aðgerð en mikilvægast er að hann hvíli sig nú.“ Sviss leikur gegn Úkraínu í 16- liða úrslitum á morgun. - esá Philippe Senderos: Úr leik á HM BLÓÐUGUR Philippe Senderos skoraði gegn Suður-Kóreu og fagnaði marki sínu blóðugur í andliti. NORDIC PHOTOS/AFP GOLF Magnús Lárusson, GK, lék í dag sinn annan hring af þremur á opna skoska unglingameistara- mótinu í golfi. Í gær var hann í þriðja sæti á 69 höggum en hann lék á 75 í dag. Hann er sex höggum á eftir efsta manni en er engu að síður í 7.-12. sæti. Alls tóku sjö íslensk ungmenni þátt en Magnús var einn þeirra sem komust í gegn- um niðurskurðinn. Alfreð Krist- insson, GR, var ekki nema höggi frá niðurskurðinum og lék hring- ina tvo á 150 höggum. - esá Unglingamót í Skotlandi: Magnús gaf eftir í dag FORMÚLA 1 Spánverjinn Fernando Alonso hélt uppteknum hætti á Formúlu 1 keppnismótaröðinni í kappakstri og mun ræsa fremst- ur á ráspól í kanadíska kapp- akstrinum á morgun. Félagi hans hjá Renault, Giancarlo Fisichella, náði öðrum besta tímanum í tíma- tökunni í gær en þriðji varð Finn- inn Kimi Raikkönen hjá McLar- en. „Úrslitin voru fullkomin fyrir okkar lið og ætlum við okkur að klára dæmið á morgun,“ sagði Alonso glaðbeittur eftir tímatökuna í gær. Hann hefur unnið síðustu þrjár keppnir og er með væna forystu í stigakeppni ökuþóra. „Lið Ferrari er okkar helsti keppinautur og þó svo að við vitum vel að þessi braut kunni að henta þeim betur ætlum við okkur að ná sigri.“ Fyrrum heimsmeistari, Michael Schumacher, var ekki upp á sitt besta í gær og verður fimmti á ráspól í dag og félagi hans, Felipe Massa, tíundi. Athygli vakti Ítalinn Jarno Trulli á Toyotu sem náði sínum besta árangri í tímatökum tímabilsins með því að ná fjórða besta tímanum. - esá Formúla 1 keppnin í Kanada þessa helgina: Alonso fremstur í fimmta skiptið í röð GOLF Sigurpáll Geir Sveinsson hefur forystu í karlaflokki á Icelandair-mótinu í KB Banka- mótaröðinni í golfi. Hann hefur eins höggs forystu á Ólaf Má Sigurðsson, GR, sem lék hringina tvo í gær á 140 höggum. Þriðji er Sigurþór Jónsson, GK, á 145 höggum. Í kvennaflokki hafði Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, forystu en hún lék á 149 höggum í gær. Þremur höggum á eftir henni er Þórdís Geirsdóttir, GK. - esá Icelandair-mótið í golfi: Sigurpáll leiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.