Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 70
ENGINN TRÚÐI Á ÞAU, EN HANN HJÁLPAÐI ÞEIM AÐ FINNA TAKTINN Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma, Þorir þú í bíó Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen! !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Borgarbíó merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 S.V. MBL. D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM V.J.V TOPP5.IS S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS 51.000 MANNS UPPLIFÐU VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! LEITIÐ SANNLEIKANS HVERJU TRÚIR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ! MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? S.V. MBL. 2000. KR. AFSLÁTTUR FYRIR XY FÉLAGA 45.000 MANNS Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins. Fór beint á toppinn í USA 1 FJÖLSKYLDA. 8 HJÓL. ENGAR BREMSUR Frábær mynd með Antonio Banderas í sjóðheitri danssveiflu JUST MY LUCK kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 R.V. kl. 1.30, 3.40, 5.50, og 8 THE OMEN kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA X-MEN 3 kl. 1.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 3, 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M / ÍSL. TALI kl. 1.30 og 4 ÍSÖLD M / ÍSL. TALI kl. 1.30 og 3.30 JUST MY LUCK kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 R.V. kl. 3 og 5.50 TAKE THE LEAD kl. 8 og 10.30 THE OMEN kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA DA VINCI CODE kl. 3, 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3 og 6 JUST MY LUCK kl. 6, 8, og 10 R.V. kl. 4 og 8 THE OMEN kl. 10 B.I. 16 ÁRA DA VINCI CODE kl. 5.15 RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3.45 Hún var heppnasta stelpan í bænum þangað til drauma- prinsinn eyðilagði allt! Frábær unglinga gamanmynd með Lindsey Lohan í fantaformi! V.J.V TOPP5.IS [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Þessir piltar eru ansi þekktir heima í Frakklandi. Það ætti því kannski ekki að koma neinum á óvart að heyra að þetta popprokk sé mjúkt sem ostur, og sætt sem vín. Þetta er þriðja breiðskífan á sex árum og mun vera sú poppaðasta til þessa. Útsetningar eru mjög strípaðar og lögin grípandi. Hér er ekki þung- lyndi á ferð, heldur frekar reynt að beisla uppsveifluna. Eitt besta lag plötunnar, Consolation prizes, nær að fanga sólarljósið svo einstaklega vel og það kæmi mér ekkert á óvart að heyra það í gallabuxnaauglýs- ingu, þar sem hamingjusamar fyrirsætur blása sápukúlur á sólríkum degi. Nokkuð skothelt popplag sem gæti alveg eins verið úr smiðju The Magic Numbers. Sveitin hefur verið þekkt fyrir það hér áður að blanda saman diskó við indírokk, en það er ekki mikið af því hérna. Hér eru lögin keyrð áfram af Strokes-legum rythma- gítar sem hamrað er á grípandi hljómum án þess að nokkurn tímann sé ýtt á bjögunarpedalinn. Lögin eru öll stutt og hnitmiðuð, aðeins eitt þeirra er lengra en þrjár og hálfa mínúta. Platan rennur því í gegn, án þess að maður standi sjálfan sig að því að geispa af leiðindum. Annað fínt lag er Long Distance Call, sem er frábærlega útsett. Laglínan látin liggja nær nakin ofan á einföldum takt í söngerindum þar til að einfalt tveggja strengja gítar- spil stelur senunni. Þetta er sæmilegasta plata sem ætti ekki að fara í taugarnar á neinum. Allt nokkuð vel fægt og kurteist. Kannski er það einmitt af sömu ástæðu að þetta verður aldrei tímalaus klassík. Þessi plata er ekki þess eðlis að eiga nokkurn tímann eftir að vekja upp of sterkar tilfinn- ingar hjá hlustendum. Engu að síður, þægileg og vel unnin poppuð heild sem á skilið þá athygli sem hún hefur hlotið í erlendu press- unni. Hér er ekki slappt lag að finna, geri aðrir betur. Birgir Örn Steinarsson Sápukúlur á sólríkum degi PHOENIX: IT´S NEVER BEEN LIKE THAT Niðurstaða: Franska popprokksveitin Phoenix skilar af sér þægilegri og vel lagaðri plötu sem ætti að grípa flesta sem gefa henni séns. Rokkhljómsveitin Iron Maiden hyggur á útgáfu nýrrar plötu í byrjun september. Sveitin hófst handa í lok árs 2005 við að semja efni á nýja plötu. Það var ekki síst að þakka góðum móttökum á tón- leikaferðalagi um allan heim að sveitin ákvað að semja nýtt efni. Sveitin hefur unnið að upptökum og útsetningum með Kevin „Caveman“ Shirley í Sarm West hljóðverinu í London. Shirley hefur nú stýrt upptökum á þremur plötum sveitarinnar. „Dýrið er snúið aftur. Ég fann hvernig við smullum saman við upptökur á þessari plötu,“ segir Shirley. „Við eyddum tveimur mánuðum saman í hljóðverinu. Að stjórna upptökum hjá Iron Maiden er eins og að reyna að hemja loðfíl úr Stjörnustríðs- myndunum. Það er ekkert sem stoppar það.“ Iron Maiden með nýja plötu IRON MAIDEN Komnir með nýja plötu sem margir hafa beðið eftir. Sir Anthony Hopkins mun leika Marlon Brando í nýrri mynd sem byggð verður á lífi leikarans. Hopkins mun leika Brando á sínum eldri árum og þarf því væntanlega að bæta á sig nokkrum kílóum. Brando var um 175 kíló þegar hann dó, fyrir tveimur árum, og þarf Hopkins því að borða töluvert af ruslfæði til að ná upp í þá þyngd. „Myndin er um líf Brandos og Anthony er þegar kominn á sér- stakan matarkúr til að ná réttri þyngd. Hann á enn nokkuð langt í land,“ sagði einn af aðstandendum myndarinnar. „Hann mun líka klæðast sérsaumuðum búningi svo hann lík- ist Brando.“ Meðal þeirra sem koma til greina að leika Brando á yngri árum eru Ryan Phillipe og Billy Zane. Hopkins er sem stendur að leikstýra myndinni „Slipstream.“ Hopkins leikur Brando ANTHONY HOPKINS Þarf að bæta á sig nokkrum kílóum til að líkjast Marlon Brando á efri árum. MARLON BRANDO Var orðinn nokkuð þéttur á velli þegar hann dó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.