Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 25. júní 2006 21 *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. í fullum Sony gæðum - og taktu leikina upp á HDD upptökutæki 50% afsláttur ef keypt með nýju Sony LCD sjónvörpunum KDL-32S2000K 32" Sony LCD sjónvarp Verð 19.992 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 239.900 krónur staðgreitt KDL-40S2000K 40" Sony LCD sjónvarp Verð 31.992 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 379.900 krónur staðgreitt Svartími 8ms Tryggir skarpar hreyfingar án draugs 160GB 269 klst af fótbolta Pause live TV Pásaðu lifandi leik ef síminn hringir FireWire Ekkert mál að færa efni af tökuvél yfir á DVD Verð með HM tilboði 34.975 krónur Verð áður 69.950,- Skerpa 1300:1 Betri svartur fallegri mynd Panill S-PVA Litirnir haldast þó að horft sé á tækið frá hlið Upplifðu HM RDR-HX710 Sony upptökutæki WHAT H I FI? SOUND AND VI SION Sögnin að deita, í merkingunni að vera á föstu eða hitta ein- hvern, hefur gert sig æ meira gildandi í tungtaki ungs fólks hér á landi og sést nú jafnvel í dagblöðum og bókum. Orðið er dregið af enska orðinu „date“ í merkingunni stefnumót. Frétta- blaðið kannaði hvernig sérfræð- ingum hugnast þetta tökuorð. Fínt tökuorð Mér finnst þetta ágætt tökuorð. Það fellur vel að íslensku beyg- ingarkerfi: deita - deitaði - deit- að - og fangar and- ann úr upprunalegu merkingunni ágæt- lega. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar deiti. Páll Valsson, útgáfu- stjóri hjá Eddu. Ekki íslenska Í mínum huga er þetta bara enska og Íslendingar eiga ekki að nota það. Ég skil ekki af hverju við þurfum að búa til nýtt orð í stað þess tala um að hittast eða fara á stefnu- mót. En ef fólk endi- lega vill getur það talað um að fara „á leit“ í staðinn fyrir deit. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Betra að hittast Ég sé ekkert að því að taka þetta orð upp ef fólk kann að nota það. Ég nota það þó ekki sjálfur. Þetta sýnir líka hversu amerísk áhrif eru orðin ríkjandi hér á landi því einu sinni hét þetta að vera saman eða vera á föstu. Hvort það er gott eða slæmt læt ég liggja á milli hluta. Sjálfum finnst mér ágætt að tala um „að hittast“ eins og stundum var gert. Ármann Jakobsson íslenskufræðingur. Verður hallærislegt Tungumálið tekur alltaf upp orð frá öðrum málsvæðum. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að unga fólkið talar um að deita og fellir þannig nýja orðið algjörlega að íslenskri tungu. Mér þykir sennilegt að þetta orð muni ganga meðal ákveð- inna kynslóða en þyki svo hallæris- legt eftir nokkur ár. Það er ekki nema lítill hluti tökuorða sem festist í málinu, þannig að ég held að það séu aðrir hlutir sem við ættum að hafa áhyggj- ur af. Sjálfri finnst mér þetta ekki fallegt orð og myndi frek- ar tala um það að hitta einhvern. Bergljót Kristjánsdóttir, pró- fessor í íslensku. Að deita 1 Að vera alinn upp á Íslandi þýðir að það þarf smakka á allskonar vitleysu. Án fyrirhafnar hef ég sporðrennt tjaldi, máf, súlu, hreindýri, undrum þorramats og flestum hvala- og fisktegundum. Að vera í sveit í Skáleyjum í Breiðafirði bauð upp á flest- ar uppskriftir af sel og svartfugli. Ástralskir veitinga- staðir um allan heim bjóða upp á emufugl, krókódíl, strút og egg úr þeim sömu. Á suður-evrópskum stöðum er auðvelt að fá froskalappir, kanínu, héra, snigla og villisvín. Á japönskum stöðum hef ég bragðað ál, síli, sverðfiskahrogn og ýmsar krabbateg- undir. Hér og þar hafa síðan villst upp í mann dúfur, elgir, svínsheilar og skjaldbökuegg. Fátt af þessu kemst nálægt því sem étið er grimmt í Asíu. Erfitt að hanga svona í loftinu Bangkok er full af götueldhúsum. Það er varla pláss fyrir gangandi fólk á gangstéttinni vegna liðs sem eldar og étur. Fólk situr á svona barnaafmælishús- gögnum úr plasti og treður í sig. Af minni reynslu er þetta það fæði í Asíu sem er öruggast með að senda þig beint á klósett. Salerni sem eru hola í stétt og að láta allt ganga upp er ekki ósvipað og bardagas- enurnar úr Matrix. Erfitt að hanga svona í loftinu. En þarna var samt mættur matarvagn sem ekki var hægt að horfa framhjá enda slagorðið stórkostlegt, „Amazing Thaifood“. Boðið var upp á bland í poka af djúpsteiktum bjöllum, flugum, kakkalökkum, járnsmiðum, lirfum, smákröbbum, engisprettum, maurum og froskum. Ég keypti sekk af slíku og hafði Mekhong viskípela með til að koma stærstu skepnunum niður. Svo þessi veitingahúsarýni hljómi nú fagmannlega verð ég að lýsa aðeins þessari upplifun. Mest af þessu er djúpsteikt upp úr dýrafitu sem hafði mikil áhrif á bragðið. Maurarnir voru ferskir en bornir fram sem salat með lauk og öðru sem gaf sterkt bragð. Bjöllurnar voru frekar slakar og brögðuðust mest eins og mold. Að bjöllunum undanskildum fullyrði ég að þetta var bara fínt á bragðið. Það eru alvarlegir matreiðsluhæfileikar að geta gert mat úr einhverju sem hefur fálmara út um ennið. Lífrænt ræktaðir kakkalakkar Ég lít á það sem gott grín að éta rugl á ferðalögum og eru þá fáar undantekningar á fæðuvalinu. Gæti vel verið að hundur og hestur standi manninum nær en í minni kokkabók ertu annaðhvort maður (og þar af leiðandi óætur) eða tilefni til matargerð- ar. Margir eiga hunda, hesta og ketti og ef þeir eru skemmtilegir er engin ástæða til að éta þá. Ég vann á svínabúi og kann ágætlega að meta félagsskap svíns. Það var nú ekki mikið um mína jafnaldra í sveitinni svo það verður að viðurkennast að það var ekki mikil samkeppni við göltinn. Engu að síður, grísir eru hressir og ekki síst þegar þeir eru komnir á pönnu. Það er gangur náttúrunnar. Maður á samt að vera góður við dýrin meðan þau eru á fjórum fótum ólíkt meðferðinni sem þau fá í þessum stóru „kjötverksmiðjum“ sem Vesturlönd fá mest sitt kjöt frá. Kakkalakkarnir í Bangkok voru eftir minni bestu vitund lífrænt ræktaðir og höfðu lifað góðu lífi fram að þessu. Engin eftirsjá. Ekkert vont eftirbragð. ASÍUÆVINTÝRI ERPS ÞÓRÓLFS EYVINDARSONAR „Amazing thaifood“ ERPUR Þ. EYVINDARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.