Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 69
SUNNUDAGUR 25. júní 2006 29
Bogomil Font hefur lokið
upptökum á sinni fyrstu
plötu í ellefu ár með tríó-
inu Flís. Platan nefnist
Bananaveldið og er vænt-
anleg í búðir eftir um það
bil tvær vikur.
„Þetta verða gamlir kalypsóar
frá Trínidad í nýjum búningi með
íslenskum textum. Þetta er lífs-
glöð og sprellgjörn tónlist sem
menn eins og Harry Belafonte
eru þekktir fyrir,“ segir Sig-
tryggur Baldursson, hægri hönd
Bogomils Font. „Eitt af einkenn-
um þessarar tónlistar er afskap-
lega fyndnir og oft á tíðum
óvenjulegir textar. Við létum
íslenskuna kenna á því með þessa
texta. Sumum er snarað beint
yfir úr frummálinu en sumir fá
nýtt innihald í takti tíðarandans,“
segir Sigtryggur. „Þetta er svona
þjóðfélagsgagnrýni og góðlátlegt
nöldur. Það er mikið til verið að
nöldra yfir veðurfarinu og óþrifn-
aði kvenna. Þarna er kvenfyrir-
litning og skepnuskapur í hverju
horni. Ég reikna nú með að hlust-
endur sjái í gegnum þetta endar
eru þetta flest hálfgerð öfug-
mæli,“ segir hann.
Sigtryggur kynntist meðlim-
um Flís eftir að hafa verið
nágranni þeirra í æfingahúsnæði
Klink og Bank. Gaukaði hann þá
að þeim afritum af 78 snúninga
plötu með Roaring Lion, sem er
einn af kalypsó-kóngunum sem
voru uppi snemma á síðustu öld.
„Strákarnir í Flís tóku af mér lof-
orð um að leyfa Bogomil að gera
með sér plötu. Þetta er fyrsta
plata kallsins í ellefu ár síðan
hann gerði plötuna Kurt Weill.
Hann er í þessu „historical“
dæmi,“ segir Sigtryggur, sem
bætir því við að samstarfið með
Flís hafi verið mjög skemmti-
legt.
Flís, sem er skipuð þeim Davíð
Þór Jónssyni, Valdimar Kolbeini
Sigurjónssyni og Helga S. Helga-
syni, gaf á síðasta ári út plötuna
Vottur með lögum sem Haukur
Morthens gerði vinsæl á sínum
tíma. Naut platan mikilla vin-
sælda og hlaut einróma lof gagn-
rýnenda. Margir bíða því eflaust
spenntir eftir samstarfi Flísar og
stuðboltans Bogomils, sem sló í
gegn á sínum tíma með Milljóna-
mæringunum.
Flís og Bogomil munu kynna
plötuna í fyrsta sinn á Akureyri
þann 6. júlí og daginn eftir verða
þeir á Þjóðlagahátíðinni á Siglu-
firði.
freyr@frettabladid.is
Fyrsta platan í ellefu ár
FLÍS OG BOGOMIL Fyrsta plata Flís og Bogomils Font, Bananaveldið, kemur út eftir tvær vikur.
Sambúð rithöfunda og stjórnmálamanna er merkilegt viðfangs-
efni og vakti einatt harðar deilur á síðustu öld. Það er friðvæn-
legra yfir þeim umræðum nú hér á Vesturlöndum, sumpart
vegna þess að þessir hópar láta sér hvor annan í léttu rúmi liggja,
sumpart af því að bókmenntir hafa ekki jafn miðlæga stöðu í
sjálfsvitund fólks og þær höfðu áður. Þó eru enn dæmi þess sem
betur fer, líka hérlendis, að rithöfundar hafi merkjanleg áhrif á
pólitíska umræðu – eins og þegar Hallgrímur Helgason bjó til
hugtakið um bláu höndina og Andri Snær skrifaði um Drauma-
landið. En það er – líka sem betur fer – ekki sama heift í umræð-
unni og á árum áður, þegar menn hreyttu skömmum hver í annan
í samanbitinni beiskju kalda stríðsins.
Millistríðsárin
Samband stjórnmála og skálda var þó örugglega flóknast, og
afleiðingar þess afdrifaríkastar, á millistríðsárunum, þessum
stórsóknartíma stéttastjórnmála. Það var ekki bara að skáldin
hafi heillast af og látið berast með fjöldahreyfingum tímans,
heldur voru stjórnmálamenn vel meðvitaðir um áhrifamátt hins
ritaða orðs áður en aðrir miðlar tóku völdin. Orð voru til alls
fyrst, og rithöfundar höfðu orðið. Stalín kallaði þá verkfræðinga
sálarinnar og vildi virkja þá í þágu sinna þjóðfélagslegu stór-
framkvæmda og Hitler lék sínu eitraða peði, Göbbels, á taflborði
bókmenntanna og lét sameina öll höfunda-, útgáfu og bóksalafé-
lög undir hans stjórnsýslu.
Lesendur sem höfðu kannski dáð suma sagnamenn fyrir mannúð
og skilning sáu þá allt í einu komna í herbúðir þessara óálitlegu
einræðisherra. Knut Hamsun, höfundur Viktoríu og Gróðurs
jarðar, studdi stjórnvöld nasista jafnvel eftir að þau hernámu
Noreg og Romain Rolland, sem hafði skrifað af svo miklum
skilningi um hinn einræna listamann van Gogh, var orðinn sendi-
boði Stalíns. Íslendingar fóru ekki varhluta af þessu: Þórbergur
Þórðarson og Halldór Laxness hylltu Sovétríkin á einræðistíma
Stalíns, og Guðmundur Kamban og Gunnar Gunnarsson gáfu í
hæsta máta hæpnar yfirlýsingar um ágæti þýskra stjórnvalda
eftir valdatöku Hitlers, þótt þeir síðarnefndu hafi ekki gengið
jafn langt og þeir fyrrnefndu.
Jóhann Jónsson
Sá sem skoðar bókmenntasöguna á millistríðsárunum verður því
auðveldlega gripinn efasemdum um pólitíska glöggskyggni
skálda. Þeim mun merkilegra er að rekast á menn sem héldu
haus í þessum ólgusjó. Einn þeirra, skáldið Jóhann Jónsson,
vinur Þórbergs, Gunnars og Halldórs, bjó í Þýskalandi; var þar
rúmliggjandi berklasjúklingur síðustu árin fyrir valdatöku nas-
ista uns hann lést 1. september 1932. Árið 1930, eftir kosningar í
Þýskalandi þar sem nasistar fengu tæpan fimmtung atkvæða og
urðu næst stærsti flokkurinn, skrifaði hann vini sínum Gunnari
Gunnarssyni: „Við, sem erum þeim örlögum háðir, að hafa fengið
lífsskoðun okkar í skóla gömlu menningarinnar, sem leið undir
lok 1914, verðum aldrei annað en framandi menn í okkar eigin
lífi“. Hann á ekki samleið með kynslóð sem ólst upp við hungur
og verðbólgu og lítur á skaðræðismanninn Hitler sem foringja,
fellur fyrir hatri og pólitískum frösum, þetta fólk hefur enga
hefð, enga andlega reynslu, ekkert lifandi samband við andlega
fortíð þjóðar sinnar, skrifar Jóhann. Nálgun hans minnir einna
helst á afstöðu Stefans Zweig einsog hún kom fram í bók hans
Veröld sem var. Það kann að vera að sambýliskona Jóhanns,
þýska leikkonan Elisabeth Göhlsdorf sem var virk í menningar-
félögum þýska sósíaldemókrata, hafi haft þarna áhrif. En dæmi
hans sannar þann lærdóm sem hægt er að draga af sambúð rit-
höfunda og stjórnmálaafla á 20. öld: Þau skáld hafa sloppið best
frá henni sem héldu sér í gagnrýninni fjarlægð frá valdinu og
handhöfum þess hvort heldur er á sviði peninga eða pólitíkur.
Reyndar á sama einnig við, að breyttu breytanda, um ritstjórnir
dagblaða.
Skáld og stjórnmál
Tónleikar verða haldnir í Fossa-
túni í dag. Sungin verða lög af plöt-
unum Íslensk ástarljóð sem kom
út sumarið 2004 og Íslensk ástar-
lög sem kom út fyrr í sumar. Eru
þetta útgáfutónleikar síðarnefndu
plötunnar, sem er nú í efsta sæti
Tónlistans yfir vinsælustu plötur
landsins.
Tónleikarnir verða í beinni
útsendingu á Rás 2 frá klukkan
16.05 og sér Margrét Blöndal um
útsendinguna.
Tónleikar í Fossatúni
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Söngkonan Ragn-
heiður Gröndal syngur í Fossatúni í dag.
Hitt húsið stendur fyrir
verkefninu Skapandi sum-
arstörf fyrir ungt listafólk.
Alls munu sjötíu ungmenni
setja svip sinn á borgina
í sumar og gleðja gesti
og gangandi með verkum
sínum.
Að sögn Ásu Hauksdóttur, deild-
arstjóra menningarmála hjá Hinu
húsinu, verður listafólkið á ferð
og flugi um alla borg í sumar.
„Þau koma síðan saman í mið-
borginni þrjá föstudaga í sumar
þar sem allir hóparnir leggja list
sína á borð fyrir áhorfendur en
það köllum við föstudagsflipp.“
Tvær ungar myndlistarkonur,
Eva Ísleifsdóttir og Katrín Inga,
eru meðal þátttakenda í Skapandi
sumarstörfum og sýndu þær verk
sitt í Pósthússtrætinu fyrir helgi.
„Það er svo títt með alla list að
almenningur getur ekki tengst
henni með neinum virkum hætti
heldur er hann hlutlaus og óvirk-
ur áhorfandi. Þessu vildum við
breyta með okkar verki og því
gengum með þá hugmynd í mag-
anum að hanna verk sem væri
aðgengilegt öllum.“
Katrín Inga segir þetta verk
vera hljóðskúlptúr sem beri nafn-
ið Hljóðvirki til samskipta. „Hug-
myndin að baki listaverkinu er sú
að það losi um hömlur samborg-
aranna til að tjá sig. Þetta er í
raun áskorun á fólk að virkja
sköpunargleðina í sér en hún býr
í öllum,“ bætir Katrín Inga við.
„Hljóðverkið er gríðarlega
stórt eða allt að sex metrar að
lengd en það skiptist í þrjá hluta.
Fyrsti hluti þess fæddist 17. júní
og var afhjúpaður í miðbæ
Reykjavíkur en það er tveir og
hálfur metri að lengd. Það var
gríðarleg stemming sem skapað-
ist við opnunina og við vorum
kampakátar með viðbrögð gesta,“
heldur Katrín Inga áfram. Hún
segir verkið búið til úr fjórum
strengjum sem settir eru í risa-
stóran kassa sem sé eins og
bassi.
Annar hluti hljóðverksins
segir Katrín Inga vera risastórar
trommur sem þær muni afhjúpa
þann 7. júlí á Laugaveginum. „Þá
mun fjöldi fólks geta fengið útrás
fyrir að hamra á trommur með
berum höndum,“ segir hún hlæj-
andi. „Að síðustu leggjum við
áherslu á raddir eða þann 14. júlí,
en þann hluta fyllum við með
hljóðnemum svo að fólk geti feng-
ið útrás með raddböndunum.“ - brb
Sex metra hljóðlistaverk í miðborginni
UNGAR LISTAKONUR Katrín Inga
og Eva með hljóðlistaverkið sitt.
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
> SKRIFAR UM BÓKMENNTIR
Orð voru til alls fyrst, og rithöfundar höfðu orðið. Stalín
kallaði þá verkfræðinga sálarinnar og vildi virkja þá í þágu
sinna þjóðfélagslegu stórframkvæmda og Hitler lék sínu eitr-
aða peði, Göbbels, á taflborði bókmenntanna og lét sameina
öll höfunda-, útgáfu og bóksalafélög undir hans stjórnsýslu.