Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 62
 25. júní 2006 SUNNUDAGUR22 9 . H V E R V I N N U R ! S E N D U S M S S K E Y T I Ð J A S A F Á N Ú M E R I Ð 1 9 0 0 O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð M I Ð A F Y R I R T V O . V I N N I N G A R E R U • B Í Ó M I Ð A R F Y R I R T V O • D V D M Y N D I R • T Ö L V U L E I K I R V A R N I N G U R T E N G D U R M Y N D I N N I O G M A R G T F L E I R A F R U M S Ý N D 2 2 . J Ú N Í Vi nn in ga r v er Ð a af he nd ir hj á BT S m ár al in d. K óp av og i. M eÐ þ ví a Ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úa b b. 9 9 kr /s ke yt iÐ . Það er óhætt að segja að menningarveislan standi undir nafni því hvar sem komið er á Sólheimum verða á vegi manns góss fyrir sálina. Skammt frá kaffihúsinu Græna kannan sem er í hjarta þorpsins ber að líta nokkuð sérstaka ljós- myndasýningu. „Hagkaup gaf íbúum Sólheima einnota ljós- myndavélar,“ segir Óskar Jón Helgason verkefnisstjóri sem leið- ir blaðamann um sýningarsvæðið sem nær um allt Sólheimaþorpið. „Svo íbúarnir tóku sér myndavél í hönd og mynduðu hvað eina sem þeir vildu og hér ber svo að líta afreksturinn.“ Presturinn er greinilega ljósmyndurunum hug- leikinn því á mörgum myndanna skýtur hann upp kollinum. Sýning- in er utandyra og eru myndirnar plastaðar inn á tréspjöldum. Spilar Presley-lög á Sólheima- gítar Í sýningarsal Ingustofu eru fjöl- mörg strengjahljóðfæri af ýmsum gerðum, sýningin ber heitið Jarð- hörpusálmur í tré. Til allrar ham- ingju er hljóðfærasmiðurinn ekki langt undan svo það er hægt að spyrja hann út í þessi sérstæðu hljóðfæri en hann starfar í tré- smiðjunni og heitir Lárus Sigurðs- son. „Þetta hljóðfæri er hugsað fyrir þá sem ekki spila á hljóðfæri að öllu jöfnu,“ segir Lárus meðan hann tekur fram litla líru í smiðj- unni sem hann hefur smíðað. „Það er svo einfalt að spila á hana að það er á hvers manns færi,“ segir hann meðan hann rennir fingrun- um um strengina og galdrar fram dulúðlega tóna. Haukur Þorsteins- son sem vinnur í smiðjunni er þó lítið fyrir þessa draumkenndu tóna og nær í gítar einn sem Lárus hefur smíðað og byrjar að rokka. „Ég spila líka Presley,“ segir hann að flutningi loknum. „Ég á gítar heima og stundum spila ég á kaffi- húsinu fyrir fólkið,“ segir hann áður en hann telur í næsta lag. Nóg er um slíka hæfileika í smiðjunni því Lárus er menntaður tónlistarmaður og hefur gefið út nokkra geisladiska og þar á meðal er diskur með lögum sem leikin er á jarðhörpu en það er sérstök harpa sem búin er til úr íslenskum við. Margar slíkar hörpur eru á sýningunni. Einnig hefur Lárus smíðað fjölmarga gítara sem hann notar svo sjálfur við tónsmíðarn- ar. Nú er hann að taka upp næsta jarðhörpugeisladisk sinn í kirkj- unni á Sólheimum. „Ferlið byrjar þannig að ég heyri í hljóðfærinu og svo fer ég að smíða það,“ útskýrir Lárus. „Þegar ég hef heyrt tóninn get ég farið að reikna út lengd strengjanna, stærð hljóðfæris og því um líkt.“ Einangrunarefni frá flekkóttum kindum Í umhverfissetrinu Sesseljuhúsi stendur yfir sýning sem ber heitið Að byggja og búa í sátt við umhverfið. Það er Bergþóra Hlíð- kvist Skúladóttir, forstöðukona Sesseljuhúss, sem leiðir þar gesti í sanninn um það hvernig hægt er að búa í sem mestri sátt við umhverfið en Sesseljuhús er áþreifanlegt dæmi um það. „Það voru ekki farnar hefðbundnar leiðir við byggingu hússins heldur var leitast við að gera allt með vistvænum og sjálfbærum hætti,“ segir forstöðukonan. „Til dæmis eru veggir og gólf einangraðir með ull af 2.400 flekkóttum kind- um. Ullin af þeim nýtist ekki eins vel til að prjóna úr svo það er mjög hagkvæmt að nota hana til ein- angrunar. Svo er gaman að segja þér blaðamanninum frá því að loft sýningarskálans er einangrað með pappír, meðal annars úr gömlum dagblöðum. Kannski eru þarna einhverjar greinar eftir þig,“ segir Bergþóra og hlær við. Þó að efniviður hússins sé úr öllum áttum virðist ekki vera nokkur leið að reka Bergþóru Hlíðkvist á gat þegar spurt er um uppruna þeirra. Því komst blaða- maður að þegar hann spurði hvað- an efniviðurinn í gólfið væri kom- inn. „Þetta er lerki úr Guttormslundi í Hallormsstað,“ svarar hún að bragði. Fæða orma meðan teflt er við páfann „Þessi sjálfbæra og vistvæna stefna sem við vinnum eftir tekur á öllum þáttum,“ segir Bergþóra. „Og hér förum við eftir þeirri stefnu, þetta eru ekki aðeins hug- myndir sem við höfum gaman af að tala um.“ Við svo kveðið taldi blaðamaður að hann gæti rekið forstöðukonuna á gat og spurði hvað yrði um lífræna úrganginn. „Já, ég ætlaði einmitt að segja þér frá því,“ svarar hún að bragði. „Hér eru fimm klósett og skolpið fer í sérstaka skolpskilju þar sem fljótandi skolp og fast eru skilin að. Fasta skolpið fer í hólf þar sem ormar vinna á því og brjóta efnið niður svo aðeins verður eftir 5 prósent af upphaflegu rúmmáli þess. Það er skipt um hólf á þriggja mánaða fresti og eftir um það bil eitt ár er fasta skolpið orðið að mold sem hægt er að nýta til rækt- unar. Fljótandi skolpinu er hins vegar veitt í tilbúið votlendi sem er hér skammt frá. Það er saman sett úr nokkrum þrepum og þegar skolpið hefur farið gegnum þessi þrep er það orðið að nær hreinu vatni.“ Menn sem tefla við páfann í Sesseljuhúsi geta því hugsað til þess að þeir eru í leiðinni að fæða ormana og búa til mold. Auk þess að vera sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar bygg- ingar er Sesseljuhús ráðstefnuhús en þar er stór ráðstefnusalur fyrir hundrað manns og þrír fundarsal- ir. Sá salur sem er þó íbúunum mikilvægastur um þessar mundir er bíósalurinn en þar er hægt að fylgjast með leikjunum á HM í knattspyrnu á breiðtjaldi. Sá salur er þéttsetinn þessa dagana eins og gefur að skilja. Náttúruverum boðið í bæ Í svokölluðu Miðgarðstjaldi sem komið hefur verið upp við aðaltorg þorpsins er sýning í gangi sem ber heitið Þæfðar myndir, tréálfar og kynjaverur. Þar eru meðal annars myndir af hinum ýmsum kynja- verum sem gerðar hafa verið úr þæfðri ull. Það eru starfsmenn Listasmiðjunnar sem hafa gert þessar myndir undir handleiðslu Ólafs Más Guðmundssonar. Á sýn- ingunni eru einnig dýr sem Chri- stelle Bimier hefur gert úr íslensk- um við og álfar og aðrir kyndugir karlar sem Lárus Sigurðsson hefur hannað. Lárus segir að þessar verur verki mjög sterkt á fólk þótt ekki skipi þær jafn veigamikinn sess í lífi okkar Íslendinga eins og áður. „Því er þessi sýning hugsuð sem leið til að boða þessar náttúru- verur og gömlu góðkunningja íslensku þjóðarsálarinnar aftur til okkar,“ segir þúsundþjalasmiður- inn en þetta samspil manna og GUÐLAUG JÓNATANSDÓTTIR Á KYNJAVERA- SÝNINGUNNI Þjónninn á Grænu könnunni gaf sér tíma til að kíkja á kynjaverurnar á sýningunni Þæfðar myndir, tréálfar og kynjaverur, en þar eru náttúruverur boðnar til byggða.FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR JARÐHÖRPUSÁLMUR Í TRÉ Mörg forvitnileg hljóðfæri er að finna á sýningunni Jarð- hörpusálmur í tré í Ingustofu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR BERGÞÓRA HLÍÐKVIST SKÚLADÓTTIR OG ÓSKAR JÓN HELGASON Hjónakornin ræða saman í Sesseljuhúsi sem er mjög óvenju- legt hús. Það er einangrað með ull og dagblöðum og skolpið verður að moldu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Veisla með varanleg áhrif HAUKUR ÞORSTEINSSON Stundum gefst færi á að taka sér hlé frá verkum í trésmiðjunni og grípa í hin ýmsu hljóðfæri sem þar eru fram- leidd til að stytta sér stundir. Haukur er hér í góðum gír með Sólheimagítar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Í júníbyrjun hófst menningarveisla á Sólheimum í Grímsnesi sem mun standa til 7. ágúst. Af því tilefni hefur ýmsu verið tjaldað til sem líklegt er að hafi áhrif á það hvernig veislugestir líta á umhverfi sitt og tilveru. Jón Sigurður Eyjólfsson kynnti sér hvað borið hefur verið á borð í þessari sérstöku veislu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.