Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 30
HVERNIG VERÐUR MAÐUR... LISTDANSARI? ATVINNA 10 25. júní 2006 SUNNUDAGUR Starfið: Starfsvettvangur dansar- ans er breiðari en marga grunar. Sumir dansarar eru meðlimir í dansflokk- um og taka þátt í upp- færslum þeirra á dans- verkum eða öðrum sýningum sem flokkurinn kemur að. Íslenski dans- flokkurinn er gott dæmi um þannig dansflokk. Flokkurinn hefur ákveð- inn fjölda dansara á samn- ing hjá sér og setur upp sýningar bæði hérlendis og erlendis. Einnig tekur flokkurinn þátt í leiksýn- ingum og söngleikjum í samstarfi við Borgarleik- húsið og aðrar lista- og menningarstofnanir. Aðrir dansarar starfa sjálfstætt, setja upp eigin verk og ráða sig í skemmri tíma í ákveðin verkefni. Dansarar koma stundum að tískusýningum, leika í auglýsingum, tónlistar- myndböndum og taka þátt í alls kyns listviðburðum. Einnig er orðið algengt að fyrirtæki sækist eftir dönsurum í hugmynda- vinnu þar sem dansarar búa oft yfir mikilli sköp- unargáfu og hugsa óhlut- bundið. Dansfræði eru að ryðja sér rúms innan starfsgreinarinnar en þau fræði snúast um rann- sóknarvinnu og tengsl dansins við samfélagið. Starfið er yfirleitt ekki bundið við tungumálið þannig að það opnar leið- ina fyrir dansara út í heim og veitir þeim því fjöl- marga atvinnumöguleika. Um námið: Það eru til margar og mis- munandi leiðir til þess að læra listdans. Hin hefð- bundna leið er að byrja í klassísku námi í ballet- eða jazzballetskóla. Það er hægt að byrja í ballet- kennslu á leikskólaaldri en þar er greinin kynnt fyrir börnum. Það eru nokkrir balletskólar á Íslandi sem miða að því að balletinn sé áhugamál með grunnskóla. Sú nýbreytni mun verða næsta haust að boðið verður upp á list- dans á framhaldsskóla- stigi. Að minnsta kosti þrír dansskólar stefna á að bjóða upp á þetta nám næsta vetur og hægt er að byrja í náminu á sextánda ári. Listaháskóli Íslands bauð í fyrsta skipti upp á diplómanám í atvinnu- dansi síðastliðinn vetur. Mikil aðsókn var að nám- inu en aðeins sex komust að. Það er ekki skylda að hafa farið í gegnum klass- ískt dansnám en í inntöku- prófum er leitað helst eftir góðum líkamlegum burði, grunnþekkingu í listdansi og skapandi hæfileikum. Í náminu fá nemendurnir tæknilega og skapandi þjálfun auk þess sem það er lögð mikil áhersla á að þeir séu virkir þátttakend- ur í sköpunarverkinu. Helstu námsgreinar: Á danslínu Listaháskól- ans eru námskeiðin afskaplega fjölbreytt og eru nemendur meðal ann- ars kynntir fyrir sviðslist- um, ýmsum dansaðferð- um og spuna. Dæmi um námskeið eru Líkaminn vinnutækni dansara, inn- gangur að leikhúslistum, klassískur ballet, nútíma- dans, tónlist, kabarett, danssmíði, líkaminn í sviðslistum og styrkingar- tímar. Auk þess fara nem- endur í starfsþjálfun og gera verkefni, rannsóknir og ritgerð. Að námi loknu: Dansarar geta sífellt verið að bæta við þekkingu sína og hæfni með því að sækja námskeið og taka tíma hjá hinum ýmsu dansflokk- um, hópum og skólum, bæði hérlendis sem erlendis. Fjölbreytt og skapandi Listdansarar koma að dansi í listrænum skilningi. STARFANDI FÓLKI FJÖLGAÐI UM 4,7 PRÓSENT Á MILLI ÁRA SAM- KVÆMT STAÐGREIÐSLUSKRÁ HAGSTOFU ÍSLANDS. Starfandi fólki á Íslandi fjölgar á milli ára að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofu Íslands. Árið 2005 var fjöldi starfandi fólks 164.880 en árið 2004 var hann 157.470. Þetta er aukning um 4,7 prósent á milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu var fjölgunin 5,2 prósent en fyrir utan höfuðborgar- svæðið 4,6 prósent. Mest var fjölgun- in á Austurlandi, eða 17,6 prósent, en á Vestfjörðum fækkaði starfandi fólki hins vegar um 0,6 prósent. Starfsmönnum við frumvinnslugreinar fækkaði um 4,5 prósent á milli ára, þar af fækkaði þeim sem störfuðu við fiskveiðar um 8,5 prósent en í landbúnaði fjölgaði fólki um 0,2 prósent. Í iðngreinum fjölgaði starfandi fólki um 3,1 prósent milli áranna 2004 og 2005. Fjölgunin var þó einungis í mannvirkjagerð og var mest á Austurlandi en í öllum öðrum iðngreinum fækkaði starfandi fólki. Starfandi fólki fjölgar Starfandi fólki við fiskveið- ar fækkaði um 8,5 prósent á milli ára. Húsasmiðir Vegna aukinna verkefna óskar Heimir og Þorgeir ehf. eftir að ráða húsasmiði. Upplýsingar veitir Geir Sæmundsson í síma 696-9936 og geir@hogth.is. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.hogth.is Heimir og Þorgeir er ört vaxandi félag sem býður góða aðstöðu fyrir starfsmenn. Heimir og Þorgeir ehf. Dugguvogi 2, 104 Reykjavík sími. 554-6464. Jarðvinnuverkstjóri Vegna aukinna verkefna óskar Heimir og Þorgeir ehf. eftir að ráða jarðvinnuverkstjóra. Upplýsingar veitir Geir Sæmundsson í síma 696-9936 og geir@hogth.is. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.hogth.is Heimir og Þorgeir er ört vaxandi félag sem býður góða aðstöðu fyrir starfsmenn. Heimir og Þorgeir ehf. Dugguvogi 2, 104 Reykjavík sími. 554-6464.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.