Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 12. júlí 2006 3 GPS-tæki gefa upplýs- ingar um staðsetningu. Út frá þeim upplýs- ingum er hægt að skipuleggja næstu skref. Myndin er af handtæki en einnig eru til stærri tæki. Þrír fjórðu landsmanna vilja frekar endurbætur á hringveg- inum en nýjan Kjalveg. Í skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Leið ehf. dagana 27. apríl til 31. maí síðastliðinn kom fram að þrír af hverjum fjórum eða 75,9 prósent vilja fremur að fjármun- um verði varið til endurbóta og breikkunar hringvegarins milli Eyjafjarðar- og höfuðborgarsvæð- isins en gerð vegar um Kjöl. Þá vildu tveir þriðju aðspurðra fremur að leiðin milli Eyjafjarðar- og höfuðborgarsvæðisins yrði stytt um þrettán km með nýjum vegi um það bil sjö km sunnan við Blönduós en að vegurinn liggi um Blönduós eins og nú er. Loks sagði samtals 61 prósent aðspurðra myndu oft eða stundum nýta sér slíkan veg sunnan Blöndu- óss þótt greiða þyrfti 300 kr. í veggjald fyrir hverja ferð. Úrtak könnunarinnar var 6.000 manns og þar af svöruðu 3.516. (www.fib.is) Vilja betri hringveg Betri og breiðari hringveg frekar en nýja hálendisvegi, segir meirihluti þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HVAÐ ER ... GPS? Allir sem hafa ferðast um fjöll og hálendi Íslands hafa heyrt talað um GPS-tæki og flestir hafa einhverja reynslu af notkun þeirra. Ef fréttir berast af óhöpp- um til fjalla spyrja leikmenn oft hvort slíkt tæki hafi þá ekki verið með í för. Þrátt fyrir að GPS- tæknin sé sniðug og gagnleg má ekki treysta blint á hana, því hún gefur ekki nema takmarkaðar upplýsingar. GPS stendur fyrir Global Positioning System, eða hnattrænt staðsetningar- kerfi. Í sem fæstum orðum má segja að kerf- ið geri þér kleift að stað- setja þig, með örfárra metra skekkjumörk- um, á hnettinum. Allir aukamöguleikar kerf- isins nota þær upplýs- ingar sem grunn. Kerfið samanstendur af 24 gervihnöttum sem eru á sporbaug um jörðu í 19.300 km hæð. Á hverri stundu ættu 6-7 hnettir að vera sýnilegir hvaðan sem er af jörðinni. Það ætti að vera yfirdrifið þar sem aðeins þarf þrjá til að fá nokkuð góða hug- mynd um staðsetningu. GPS-tæki tekur við skilaboðum frá gervihnöttunum, reiknar út fjarlægð til þeirra og veit þannig hvar tækið er statt. Í raun svipar þessu til hnitakerfis, og eftir því sem tunglunum fjölgar, því nákvæmari verður mælingin. Niðurstöðunum er skilað í hnit- um, til dæmis N 6333.221 W 01915.191. Dæmi um svipað kerfi eru reitir á taflborði sem heita til dæmis E7 eða D3. Með smá æfingu er fljótlegt að fletta stað- setningu upp á korti út frá hnit- um. En það er ekki alltaf nóg að vita hvar maður er. Maður vill líka vita hvert maður ætlar að fara. Með því að festa staðsetn- ingar í minni tækisins er hægt að búa til röð af punktum sem hægt er að fylgja, nánast blind- andi. Einnig er hægt að mata tækið með þekktum hnitum og taka stefnuna beint á þann punkt. Þetta er ekki alveg hættulaust, því engar upplýsingar eða við- varanir koma fram um gil, skurði, kletta, jökulsprungur eða aðrar hættur á leiðinni. Til að auka öryggi og þægindi eru flest GPS-tæki í dag með inn- byggðum korta- grunni. Það gild- ir þó það sama, engar viðvaran- ir eru gefnar um hættur, en ef notandinn kann að lesa á kort á hann að geta valið hentugri leiðir í mörgum tilvikum. Í dag eru kortagrunnarnir svo ríkulega hlaðnir upplýsingum að hægt er að fletta áfangastað upp í nafna- lista og keyra svo eftir leiðbein- ingum sem tækið reiknar út eftir vegakerfi á staðinn. Í grunninn má því segja að GPS-tæki með kortagrunni sé bara landakort sem sýnir þér hvar þú ert hverju sinni. Fyrir ferðalanga þýðir þetta algjöra vissu um staðsetningu og öryggi þegar kemur að leiðarvali. Aldrei má þó gleyma að horfa fram á veginn. Hversu vel sem GPS- tæki eru búin, þá vita þau ekki hvaða hættur leynast bak við næstu beygju, undir snjó eða handan hóls. Hnattrænt staðsetningarkerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.