Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 52
12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR24
menning@frettabladid.is
!
BOÐIÐ ER UPP Á SJÖ LISTASMIÐJUR AÐ ÞESSU SINNI Í hljóðsmiðjunni í fyrra töfruðu þátt-
takendur fram fegurð og annarleika í fallegu umhverfi.MYND/BJÖRT SIGURFINNSDÓTTIR
Listahátíð ungs fólks á
Austurlandi. LungA, hefst
á Seyðisfirði næstkomandi
mánudag en hátíðin er
hugsuð sem vettvangur
fyrir ungt og skapandi fólk
sem vill efla vitund sína á
menningu og listum.
Þetta verður í sjöunda skipti sem
hátíðin er haldin en vegur hennar
hefur vaxið með hverju ári. Aðal-
heiður Borgþórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri LungA, útskýrir að
þetta árið verði hátíðin einnig
með alþjóðlegum blæ. Von er á
um 45 gestum sem koma á hátíð-
ina í gegnum ungmennaskipti og
einnig koma færeyskir gestir frá
vinabæ Seyðisfjarðar. Aðalheiður
útskýrir að einnig sé talsvert um
að þátttakendur komi á LungA ár
eftir ár.
Boðið er upp á fjölbreytta dag-
skrá á hátíðinni og alla næstu viku
eru skipulagðar listasmiðjur fyrir
þátttakendur á aldrinum 16-25
ára. „Listasmiðjurnar eru daglega
frá kl. níu á morgnana til fjögur
eða fimm á daginn og þar læra
þátttakendur grunnatriði í listum.
Að þessu sinni erum við með sjö
smiðjur,“ segir Aðalheiður. Þátt-
takendum býðst að læra leiklist,
sirkuslistir og stomp eða taka þátt
í hljóðsmiðju, gospelsmiðju eða
fræðast um hljóðfrásagnir og
fatahönnun. Leiðbeinendurnir
koma líka víða að. Víkingur Kristj-
ánsson leikari stýrir leiklistar-
smiðjunni, nýútskrifaðir nemend-
ur úr hinum heimsþekkta
sirkusskóla Circus Circör kenna
sirkuslistir, Arnar Þór Gíslason
sér um stompskólann og píanó-
leikarinn Ed Cohen og gospel-
söngkonan Pat Randolph frá
Bandaríkjunum stjórna gospel-
smiðjunni.
Almenningi býðst siðan að
kíkja við í listasmiðjunum eftir kl.
14 á daginn til að kynna sér starf-
ið sem þar fer fram og þá geta
áhugasamir einnig tekið þátt í
gospelsmiðjunni sem verður hald-
in milli 17-19.
Menningarlífið blómstrar á
Seyðisfirði að sögn Aðalheiðar.
Sumarfjörið hefst jafnan á menn-
ingarhátíðinni „Á Seyði“ í júní-
mánuði og síðan þarf fólki ekkert
að leiðast allt sumarið.
Listahátíðinni LungA lýkur
síðan með tvöfaldri tónlistar-
veislu um næstu helgi. „Á föstu-
dagskvöldið leika hljómsveitir að
norðan og austan en á laugardags-
kvöldið koma tíu bönd í heimsókn
af höfuðborgarsvæðinu og leika á
risatónleikum. Þar á meðal verða
þrír félagar úr hljómsveitinni
Maus sem mæta hver með sína
hljómsveitina. Það verður gaman
fyrir aðdáendur þeirrar hljóm-
sveitar að flygjast með því sem
þeir eru að gera,“ útskýrir Aðal-
heiður.
Lokatónleikarnir vara í sex
klukkustundir en þar leika meðal
annars hljómsveitirnar Ampop,
Mínus, Fræ, Ghostigital, Jeff
Who? og Tony the Pony og er
miðasala hafin á midi.is. Eftir þá
veislu heldur partíið áfram á
Hótel Öldu þar sem Todmobile
leikur fyrir dansi.
Nánari upplýsingar um hátíðina
má finna á www.lunga.is.
kristrun@frettabladid.is
Nú stendur yfir alþjóðleg döff-
leiklistarhátíð á Akureyri og í
kvöld verður leikritið Píkusögur
eftir Eve Ensler flutt á táknmáli.
Döffleikhús er leikhús heyrnar-
lausra og er skilyrði í slíkum sýn-
ingum að það sé að minnsta kosti
einn leikari heyrnarlaus og að hún
sé aðgengileg heyrnarlausum
áhorfendum til jafns við heyrandi
áhorfendur. Leikhúsið Drauma-
smiðjan skipuleggur hátíðina en
hún er haldin í nánu samstarfi við
Menningarhátíð heyrnarlausra á
Norðurlöndunum sem nú stendur
yfir á Akureyri.
Boðið er upp á döffleiksýning-
ar atvinnuleikhúsa víðs vegar að
úr heiminum en þátttakendur
koma frá átta löndum, þar á meðal
frá Bandaríkjunum, Singapúr,
Austurríki og Hollandi. Franska
leikhúsið ITV (International Visu-
al Theatre) setur upp sýninguna
Píkusögur sem fer fram í Rým-
inu, sýningarhúsnæði Leikfélags
Akureyrar, kl. 20.30. Leikhúsið
hefur hlotið lof og prís fyrir upp-
setningar sínar þar sem heyrnar-
lausir og heyrandi listamenn
vinna saman. Leikhúsið ferðast
mikið með sýningar sínar og
skipuleggur enn fremur alþjóð-
legar listasmiðjur fyrir heyrnar-
lausa.
Nánari upplýsingar um dag-
skrá hátíðarinnar má finna á www.
draumasmidjan.is. - khh
Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi
Sýningar í júlí
Föstudag 7. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 8. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 9. júlí kl. 20 laus sæti
Föstudag 14. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 15. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 16. júlí kl. 20 laus sæti
Föstudag 21. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 22. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 23. júlí kl. 20 laus sæti
Föstudag 28. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 29. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 30. júlí kl. 20 laus sæti
LEIKHÚSTILBOÐ
Tvíréttaður matur, miði og frítt
í Göngin til baka í boði
Landnámsseturs
Frá kr. 4000 - 4800
MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600
Kl. 21.30
Jazzkvartett Eriks Qvick leikur
á Gamla Bauk á Húsavík. Með
trommaranum geðþekka leika
Thomas Markusson, Haukur
Gröndal og Ásgeir Ásgeirsson.
> Ekki missa af...
Bryggjudögum á Stokkseyri
um helgina. Fjölbreytt dagskrá
fyrir alla fjölskylduna.
Sumartónleikum í Skál-
holtskirkju. Á morgun verða
leikin verk eftir staðartónskáldið
Doinu Rotaru og flutt erindi
um Skálholtsstað á barokk-
tímanum.
leikritinu Penetreitor sem
leikfélagið Vér morðingjar sýnir
í Gamla sjóminjasafninu við
Grandagarða. Áhrifamikið leikrit
um efni sem snertir okkur öll.
Gestum á Sumartónleikum í Skálholti gefst einstakt
tækifæri að kynnast íslenskri tónlist fyrri alda því á
morgun verður þar flutt
fræðandi dagskrá sem
byggir á rannsóknum á
nótnahandiritinu Melódíu.
Handrit þetta er stærsta og
merkasta tónlistarhand-
rit sem varðveist hefur
hérlendis en þar eru skráð
223 lög af fjölbreyttum
toga, til dæmis þjóðlög,
ástarsöngvar, sálmar,
madrígalar og fleira.
Handritið er frá sautj-
ándu öld og hefur til þessa
verið lítið rannsakað en
Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og stjórn-
andi kammerkórsins Carminu, hefur ásamt Guðrúnu
Laufeyju Guðmundsdóttur sagnfræðingi unnið
að rannsókn þess. Meðal þess sem komið hefur í
ljós við rannsóknirnar er að fyrirmyndir laganna er
m.a. að finna í spænsk-
um, þýskum, frönskum,
ítölskum, svissneskum og
austurrískum heimildum.
Því er ljóst að Ísland hefur
ekki verið nærri því eins
einangrað í tónlistarlífinu á
16. og 17. öld og hingað til
hefur verið talið.
Árni Heimir mun halda
fyrirlestur um handritið í
Oddstofu í Skálholtsbúð-
um annað kvöld kl. 21.15
og munu kórfélagar flytja
tónlist í „upprunalegum
útsetningum“ úr handritinu. En kórinn mun flytja
tónleikadagskrá byggða á handritinu næstkomandi
laugardag. - khh
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON TÓNLISTARFRÆÐINGUR
Kynnir rannsóknir á tónlistarhandritinu Melódíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Fornir tónar að nýju
Skáldsagan Tröllakirkja eftir Ólaf
Gunnarsson hefur verið endurút-
gefin í enskri þýðingu Davids
McDuff og Jill Burrows. Bókin kom
upphaflega út á íslensku 1992 og
var síðan gefin út á ensku af bresk-
um útgefenda í tveimur prentunum
en er löngu uppseld.
Tröllakirkja var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Hún kom út í Þýskalandi á síðasta
ári í innbundinni útgáfu og hlaut
afar góðar móttökur þar í landi og
kemur út þar í kilju á haustmánuð-
um.
Sagan er sú fyrsta í þríleik Ólafs
en á eftir fylgdu
Blóðakur og Vetrar-
ferðin en verið er
að þýða hina síð-
arnefndu yfir á
ensku. - khh
Tröllakirkja
á ensku
ÓLAFUR GUNNARSSON
RITHÖFUNDUR Tröllakirkja
endurútgefin á ensku.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÚR LEIKSÝNINGUNNI VIÐTALIÐ Fyrsta döff-leiksýningin á Íslandi var sett upp hjá Drauma-
smiðjunni í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Döffleiklistarhátíð á Akureyri
LungA virkjar sköpunarkraftinn
LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS Á SEYÐISFIRÐI Sköpunarkrafturinn er leystur úr læðingi á LungA.
MYND/GODDUR
��������������
�������
����������
����
�����
����
�����������
������������
������
����������
��������������
��������������