Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 48
12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
RICHARD SIMMONS (1948)
FÆDDIST ÞENNAN DAG
„Ég verð þreyttur á neikvæðninni
í landinu okkar. Ég verð þreyttur
á fólki sem vill bara vita það
slæma. Ég verð þreyttur á fólki
sem trúir ekki á sjálft sig. Þess
vegna er ég hér.“
Richard Simmons hefur leikið í mörgum
sjónvarpsþáttum og gefið út fjölda líkamsrækt-
armyndbanda og hjálpað með því fjölmörgum
Bandaríkjamönnum að grennast.
Geraldine Ferraro varð fyrsta konan til þess að verða
útnefnd sem varaforsetaefni af stórum stjórnmála-
flokki í Bandaríkjunum. Ferraro var
útnefnd sem meðframbjóðandi
demókratans Walter Mondale fyrir
forsetakosningarnar árið 1984.
Ferraro fæddist árið 1935 og var
dóttir ítalskra innflytjenda en faðir
hennar dó þegar hún var átta ára.
Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í
ensku árið 1956 og varð kennari.
Með kennslustarfinu lærði hún
lögfræði á kvöldin og útskrifaðist svo
með lögfræðigráðu árið 1960. Árið
1974 tók Ferraro við stöðu aðstoðar-
umdæmissaksóknara og fjórum árum síðar var hún
kosin til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Árið 1980 var Ferraro kosin sem ritari flokksþings-
fundar demókrata og fyrir kosningarnar 1984 var
hún í nefnd demókrata sem fjallaði um stefnuskrá
flokksins. Sama ár gerðist hún svo
meðframbjóðandi forsetaframbjóð-
andans Walter Mondale.
Demókratar töpuðu kosningunum
þetta árið fyrir Ronald Reagan sem
varð forseti og George Bush varð
varaforseti. Árið 2002 bauð Mondale
sig fram til öldungadeildar en tapaði
naumlega fyrir Norm Coleman, fram-
bjóðanda demókrata. Ferraro reyndi
tvisvar að ná tilnefningu demókrata
fyrir öldungadeildina árin 1992 og
1998 en tapaði í bæði skiptin. Árið
1993 tilnefndi Bill Clinton hana til þess að vera í
forsvari fyrir Bandaríkin hjá Sameinuðu þjóðunum
en hún vinnur núna sem forstjóri ráðgjafafyrirtækis.
ÞETTA GERÐIST 12. JÚLÍ 1984
Geraldine Ferraro varaforsetaefni
MERKISATBURÐIR
1543 Hinrik VIII Englandskonung-
ur giftist sjöttu og síðustu
eiginkonu sinni, Catherine
Parr.
1920 Litháen undirritar friðar-
samning við Rússa eftir
að hafa rekið sovéskar
hersveitir á brott
1933 Bandaríska þingið samþykk-
ir fyrstu lögin um lágmarks-
laun í Bandaríkjunum, 33
sent á klukkutímann.
1953 Grafarkirkja á Höfðaströnd
í Skagafirði er vígð eftir
að hún var endurbyggð
en hún var reist árið 1680
og er ein minnsta kirkja
landsins.
1967 Fjögurra daga kynþátta-
óeirðir hefjast í Newark,
New Jersey, en þær enduðu
með dauða 27 manns.
13.00 Friðrik Halldór Valgeirs-
son, Suðurgötu 72, Hafnar-
firði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju.
13.30 Sigrún Kristinsdóttir,
Vesturgili 5, Akureyri, verður
jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju.
Fjórði flokkur FH stráka vann Partille-
mótið í Svíþjóð á sunnudaginn þegar
strákarnir sigruðu lið HK Eskil frá
Svíþjóð í úrslitaleik með átján mörk-
um gegn sextán. Sverrir Reynisson,
einn af fararstjórum hópsins, segir að
FH-liðið hafi ætlað sér sigur á mótinu
og ekkert annað hafi komið til greina
þegar blaðamaður náði tali af honum
á Kastrup-flugvelli í gær.
„Við vorum hérna á Partille í
fyrra og þegar við vorum slegnir út í
sextán liða úrslitum fórum við að
horfa á úrslitaleikinn og þá settum
við okkur „mission“ að koma hingað
aftur að ári og taka þetta, af því að
við töldum okkur vera með það gott
lið að við ættum alveg að geta unnið
þetta.“
„Þetta eru strákar sem eru miklir
keppnismenn og hafa sigrað öll mót
sem þeir hafa tekið þátt í, þar á meðal
Norðurlandamótið um jólin, þá urðu
þeir Norðurlandameistarar félags-
liða sextán ára og yngri. Þetta eru
Íslandsmeistarar og deildarmeistar-
ar síðastliðin fimm ár og hafa eigin-
lega unnið allt sem þeir geta unnið.
Strákarnir spiluðu þrettán leiki á
mótinu og unnu þá alla stórt að sögn
Sverris. Það var sætur sigur þegar
FH-ingarnir unnu liðið sem sló þá út
úr mótinu í fyrra enda mikill hefndar-
hugur í strákunum. Mótið er bæði
fyrir stráka og stelpur og voru fjórði
flokkur FH stelpna og þriðji flokkur
strákanna einnig úti og stóðu sig vel.
Fjöldi íslenskra liða tók þátt og er
þetta í annað skipti sem íslenskt lið
vinnur mótið en Valur vann það fyrir
nokkrum árum síðan. Partille-mótið
er stærsta handboltamót í heimi
fyrir unglinga þar sem 870 lið frá 62
löndum keppa en mótið hefur verið
haldið frá árinu 1963.
Strákarnir í fjórða flokknum eru
sextán ára gamlir og segir Sverrir
að þeir hafi spilað saman síðastliðin
sex ár. „Þetta er mikill og stór hópur
og strákarnir eru vel stemmdir og
vita alveg út á hvað þetta gengur,
eru mjög samstilltir og standa alltaf
hver á bak við annan í gegnum súrt
og sætt.“ Þjálfari strákanna allan
þennan tíma hefur verið Einar Andri
Einarsson og segir Sverrir hann hafa
kennt þeim meira og minna allt sem
þeir kunna í dag. Þetta var síðasta
mót Einars sem þjálfari strákanna
þar sem hann mun taka við þjálfun
meistaraflokks FH næsta haust.
Sverrir segir að foreldrastarfið
sé mjög öflugt og að þetta hafi mikið
forvarnargildi fyrir krakkana. Hann
vill koma á framfæri þakklæti til
þeirra sem hafa stutt liðið, fjöldi
fyrirtækja og einstaklinga hafi stutt
þá við fjáraflanir og fleira og Einar
Andri, Daníel Scheving og Þorgeir
Jónsson þjálfarar þeirra eigi mikinn
heiður skilið.
gudrun@frettabladid.is
FH STRÁKAR: UNNU PARTILLE-MÓTIÐ Í HANDBOLTA Í SVÍÞJÓÐ
Ekkert annað en sigur kom
til greina á Partille-mótinu
FH-INGAR FAGNA SIGRI Strákarnir í FH gerðu góða ferð út til Svíþjóðar þar sem þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið en þeir hafa spilað saman í fjölda
ára og unnið allt sem hægt er að vinna hérna heima. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐJÓN STEINAR
14.00 Brynleifur Jónsson,
klæðskeri, Kirkjuvegi 11,
Keflavík, verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju.
15.00 Kristín Lára Kristinsdóttir,
Birkimel 10b, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni.
Elsku eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig,
sem andaðist þriðjudaginn 4. júlí, verður jarðsungin frá
Bústaðarkirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13. Blóm og
kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á að leyfa Krabbameinsfélaginu
og hjúkrunarþjónustunni Karitas að njóta þess.
Thomas M. Ludwig
Margrét Ludwig Björgvin Jósefsson
Brandur Thor Ludwig Anna M. Rögnvaldsdóttir
Clara Regína Ludwig
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Kristín Magnúsdóttir
Rjúpufelli 42, Reykjavík, áður Vestmanna-
braut 10, Vestmannaeyjum,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. júlí.
Einar Ottó Högnason
Magnús Hörður Högnason Hrafnhildur Sigurðardóttir
Guðmundur Ingi Einarsson
Kristín Högna Magnúsdóttir
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Í dag er Erla Kristín 18 ára, Erla L.
Theodórsdóttir 60 ára, Þórunn Erla 1 árs, og
Alexandra 1 árs. Þær verða allar að heiman í dag.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og vináttu við andlát móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Huldu Guðmundsdóttur
Álftamýri 6, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Karitas og líknardeildar
Landakotsspítala, fyrir yndislega umhyggju.
Svava Haraldsdóttir Guðmundur Jens
Þorvarðarson
Guðmundur Haraldsson Rakel Kristjánsdóttir
Erna Haraldsdóttir Karl Þórðarson
Bjarni Óli Haraldsson Árný Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
80 ára afmæli
Á morgun, 13. júlí, er 80 ára
Sveinn B. Ólafsson
rafvirkjameistari, Rauðagerði 64 Rvk.
Hann og kona hans, Anna Þorgilsdóttir,
taka á móti gestum í Víkingasal Hótels
Loftleiða kl. 20.00 á morgun,
afmælisdaginn.
Gjafir vinsamlega afþakkaðar.
ÚTFARIR