Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 12. júlí 2006 19 Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að hagnaður þeirra sextán félaga, sem hún spáir fyrir, verði um 23,5 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Er reiknað með að hagnaður fjármálafyrirtækja drag- ist saman um þriðjung frá sama tímabili í fyrra vegna tapreksturs Straums-Burðaráss og TM. Af einstökum félögum hagnast Glitnir mest á öðrum ársfjórðungi eða um 8,1 milljarð króna en Lands- bankinn fylgir fast á hæla hans með um 7,4 milljarða. Bankinn spáir ekki fyrir eigin afkomu. Hagnaður Avion Group er áætl- aður 5,9 miljarðar og þá er búist við að hagnaður Actavis og Bakka- varar fari vel yfir tvo milljarða króna. Fyrir árið í heild reiknar KB banki með að heildarhagnaður þeirra félaga, sem hann hefur til skoðunar, verði 134 milljarðar króna. Í afkomuspánni kemur fram sá spádómur að Úrvalsvísitalan muni enda í 6.500 stigum í árslok sem er fimm hundruð stigum minni en fyrri spá hljóðaði upp á. Gangi þetta eftir hækkar vísitalan um 21,6 prósent frá síðasta gildi. - eþa Spá yfir 23 milljarða hagnaðiKAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]ICEX-15 5.344 +0,17% Fjöldi viðskipta: 244 Velta: 2.134 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,90 -0,16% ... Alfesca 4,10 +2,76% ... Atlantic Petroleum 568,00 +0,53% ... Atorka 6,15 +0,49% ... Avion 32,00 +0,31% ... Bakkavör 44,70 +1,59% ... Dagsbrún 5,65 +0,71% ... FL Group 16,90 +0,00% ... ... Glitnir 16,60 -1,19% ... KB banki 732,00 +0,27% ... Landsbankinn 19,80 +0,00% ... Marel 70,20 +0,00% ... Mosaic Fashions 15,50 +1,31% ... Straumur-Burðarás 16,30 +0,00% ... Össur 108,50 +1,40% MESTA HÆKKUN Alfesca +2,76% Flaga +2,30% Bakkavör +1,59% MESTA LÆKKUN Glitnir banki -1,19% Actavis -0,16% Umsjón: nánar á visir.is Sænski ríkislífeyrissjóðurinn AP3 hefur til skoðunar að selja öll hluta- bréf sín í Yahoo, alls þrjú hundruð þúsund hluti, vegna grunsemda um að Yahoo hafi framið mannréttinda- brot. Bandaríska félagið er sakað um að hafa komið gögnum til kín- verskra stjórnvalda er áttu þátt í því að andófsmaðurinn, Shi Tao, var dæmdur til tíu ára tukthúsvistar. Tao notaði Yahoo-pósthólf til að senda viðkvæmar upplýsingar um kínversk stjórnvöld til Bandaríkj- anna. AP3 vinnur eftir siðareglum þar sem leitast er við að stunda ábyrgar fjárfestingar. Ber samkvæmt þeim að forðast fjárfestingar í félögum sem virða ekki þær reglur. Stjórn- endur AP3 hafa sent bréf til Yahoo og óskað eftir skýringum. Yahoo á enn eftir að svara. - eþa AP3 íhugar sölu í Yahoo SPÁ AÐ VÍSITALAN VERÐI Í 6.500 STIGUM Í LOK ÁRS Annar ársfjórðungur lítur ágætlega út fyrir fyrirtæki í Kauphöll að mati KB banka. GLITNIR BANKI Greiningardeild Glitnis hefur eftir skýrslu OECD að beinar fjárfest- ingar hér hafi aukist um 296 prósent á milli áranna 2004 og 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Beinar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi námu 153 milljörðum króna í fyrra og jukust um 296 pró- sent frá árinu á undan. Um met er að ræða. Að sögn greiningardeildar Glitn- is er þetta margfalt meiri vöxtur í erlendri fjárfestingu en mældist á sama tíma í OECD-löndunum. Vöxt- ur erlendra fjárfestinga í öðrum löndum var engu að síður sögulegur en hann nam 46.800 milljörðum króna á síðasta ári sem er 27 pró- senta aukning á milli ára. Beinar fjárfestingar erlendra aðila voru mestar í Bretlandi á síð- asta ári miðað við önnur OECD- lönd. Þær námu rúmum 12.400 milljörðum íslenskra króna og tengjast fjárhagslegri endurskipu- lagningu alþjóðra fyrirtækja á borð við Shell þar í landi auk þess sem hlutur skrifast á reikning milli- ríkjasameininga og -yfirtöku á fyr- irtækjum, að sögn greiningardeild- arinnar. - jab Erlend fjárfest- ing aldrei meiri Pantanir á flugvélum hjá evrópsku flugvélasmiðjunum Airbus hafa dregist mikið saman á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru pantaðar 117 nýjar flugvélar sem er 159 flugvélum færra en á sama tíma í fyrra. Þessu er öfugt farið hjá Boeing, helsta keppinauti Airbus. Flugfélög víða um heim hafa á fyrstu sex mánuðum ársins tryggt sér 487 Boeing-vélar, sem er 48 vélum fleiri en á sama tíma fyrir ári. - jab Engin pöntun á risaþotu Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Saab Það er klassi yfir Saab 9-3 bílunum, enda á Saab sér áratugalanga sögu og er einn öruggasti bíll sem völ er á. Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung í klassíska Saab stílnum þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. *Og verðið er algert einsdæmi fyrir lúxusbíl í þessum gæðaflokki! Klassík á viðráðanlegu verði* 2.590.000 kr. Klassi, öryggi, stíll! Verðið miðast við beinskiptan 1.8 lítra, 125 hestafla bíl. E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 8 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.