Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 40
16 555 0,75milljarða samanlagt markaðsvirði SPH og SPV sem sameinast líklega seint í október. milljóna hlutafjáraukning Eddu útgáfu. prósentustiga hækkun stýrivaxta sem nú standa í 13 prósentum.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
„Ég hef alltaf veri› keppnisma›ur“
fiess vegna hef ég a›gang a› E*TRADE. Me› flátttöku í E*TRADE í gegnum Landsbankann b‡›st
einstaklingum möguleiki á a› n‡ta sér beint og millili›alaust áhugaver› fjárfestingartækifæri. Á
E*TRADE getur flú keypt og selt hlutabréf í Danmörku, Noregi, Svífljó›, Finnlandi og Bandaríkjunum.
E*TRADE er einfalt í notkun, í bo›i eru ókeypis námskei› og allt vi›mót er á íslensku.
Ert flú á ?
Kynntu flér máli› á landsbanki.is
e›a hringdu síma 410 4000.
B A N K A H Ó L F I Ð
Stjórn dauðans
Boðað hefur verið til hluthafa-
fundar í Straumi-Burðarási í
næstu viku þar sem ný stjórn
verður kjörin. Áhugafélag
um bætta stjórnarhætti í fyr-
irtækjum hefur sett saman
eftirfarandi stjórn: Björgólfur
Thor Björgólfsson og Eggert
Magnússon, fulltrúar Samsonar
og tengdra aðila, Magnús
Kristinsson og Þórður Már
Jóhannesson, fulltrúar FL Group,
og Víglundur Þorsteinsson, full-
trúi lífeyrissjóðanna og litlu
fjárfestanna.
Windows XP
úreldist
Bandaríski tölvurisinn Microsoft
hefur hvatt alla notendur stýri-
kerfisins Windows 98 til að
skipta því út fyrir nýrra kerfi,
svo sem Windows XP. Ástæðan
fyrir því er sú að fyrirtækið
ætla að hætta að búa til ýmsar
viðbætur við stýrikerfið. Talið
er að um 70 milljónir manna
noti stýrikerfið og má gera ráð
fyrir því að tölvur milljóna
manna verði viðkvæmar gagn-
vart vísurskeytum vegna þessa.
Vírusbanar á borð við finnska
fyrirtækið F-Secure hafa því
ákveðið að búa áfram til vírus-
varnir fyrir þetta gamla stýri-
kerfi. Upphaflega átti að hætta
að gera viðbætur við Windows
98 fyrir þremur árum en íbúar
í fátækari löndum heims, sem
höfðu ekki efni á nýju kerfi,
fengu stjórnendur fyrirtækis-
ins ofan af fyrirætlunum sínum.
Ekki ligggur fyrir hvort þeir eru
komnir með nýtt stýrikerfi frá
Microsoft.
Skammvinn
HM-gleði
Eins og flestir vita lauk HM í
knattspyrnu á sunnudag og
vöknuðu Þjóðverjar í gráum
raunveruleikanum á mánu-
dag eftir stanslausa sparkgleði
í mánuð. Þýska dagblaðið Die
Welt bætti enn á grámann er það
hafði eftir Axel Weber, seðla-
bankastjóri Þýskalands, í gær, að
áhrif keppninnar á efnahagslíf
landsins yrðu skammvinn en það
er þvert á vonir manna í stærsta
aðildarlandi myntbandalags ESB.
„Frábær heimsmeistarakeppni
getur ekki blásið lífi í heilt hag-
kerfi,“ sagði seðlabankastjórinn
og benti á að spáð væri hægari
hagvexti í Þýskalandi á næsta ári
en á þessu ári.