Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 25
Í leikfangaútrás | Hamleys-leik- fangakeðjan, sem er í eigu Baugs, Pálma Haraldssonar í Fons og stjórnenda, hyggst opna sérleyf- isverslanir í Mið-Austurlöndum á næstu árum. Ráðleggja sölu | Glitnir hefur gefið út nýtt verðmat á HB Granda sem er langt undir síðasta markaðsgengi og metur bankinn hlutinn í HB Granda á 7,4 krónur. Starfa saman | Icelandic Group og Alfesca eru á lokastigi við- ræðna um kaup þess síðarnefnda á frystiverskmiðju dótturfélags Alfesca, Delpierre, í Frakklandi. Október sennilegur | Líklegt er að SPH og SPV sameinist seint í október fallist Fjármálaeftirlitið og stofnfjáreigendur á samrunaá- ætlun stjórna. Auka hlutafé | Á aðalfundi Eddu útgáfu var tekin ákvörðun um að auka hlutafé um 555 milljón- ir króna. Páll Bragi Kristjónsson hættir sem forstjóri útgáfunnar. Hugleiða sölu | Króatíska rík- isstjórnin er sögð tilbúin að ræða sölu á hlut sínum í samheitalyfja- fyrirtækinu Pliva svo fremi sem kaupandinn mæti ákveðnum kröf- um. Stýrivextir hækkaðir | Seðlabanki Íslands brást við versnandi verðbólguhorfum með því að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig og standa þeir nú í þrettán prósentum. Vantar fé | Björgólfur Thor Björgólfsson sagði í ræðu í boði til heiðurs forseta Grikklands helsta veikleika íslenskra fyrirtækja að þau skorti erlent fjármagn. Kínverskt rannsóknarfar Sendir tónlist úr geimnum 14 AEM í Lundúnum Sogar til sín gullgrafara 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 12. júlí 2006 – 26. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Leigubílar Höftunum hleypt af markaðnum 8-9 G O TT F Ó LK M cC A N N Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar- sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s- l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar USD 5,1%* EUR 3,5%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans GBP 5,2%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. apríl - 1. júlí 2006. Óli Kristján Ármannsson skrifar Í rétta átt stefnir í útlánum bankanna, að sögn Davíðs Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabankans. Í lok maí voru útlán bankanna rétt rúmum 40 pró- sentum meiri en ári fyrr, samanborið við rúm 44 prósent mánuði fyrr og rúm 46 prósent í mars. Á vaxtaákvörðunardögum Seðla- bankans bæði í mars og í lok maí árétt- aði Davíð að ekki sæust þess enn merki að dregið hefði nægilega úr útlánum í bankakerfinu. Hámark útlána virðist hafa verið í september í fyrra, en þá voru þau rúmum 60 prósentum meiri en ári fyrr. „Við teljum að bankarnir séu að taka sig á í þessum efnum og að vís- bendingar séu um það þótt tiltölulega skammur tími sýni það,“ sagði Davíð á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af stýrivaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála fyrir helgi. „Með sama hætti sjáum við að bankarnir bregð- ast hraðar við með vaxtabreytingum en áður, þannig að þeir fylgja vel eftir samtölum sínum við Seðlabankann og því sem við höfum verið að beina til þeirra. Enda er það svo að ekki er síst mikilvægt fyrir þá að vel takist til, ekki síður en fyrir alla aðra í landinu.“ Sérfræðingar hafa vísað til þess að minni útlán bankanna skýrist að nokkru af því að endurfjármögnun íbúðalána sé að stórum hluta lokið, auk þess sem í útlánsstefnu fjármálafyrir- tækja sé nú aukið aðhald, en hámarks- lán hafa verið lækkuð og skilyrði fyrir útlánum hert. Seðlabankinn upplýsti á fimmtudag um ákvörðun sína um hærri stýrivexti og hefur því hækkað þá um 215 punkta á rúmum þremur mánuðum. Á mánu- dag tók gildi síðasta hækkun upp á 75 punkta þannig að stýrivextir eru nú 13 prósent. Aukavaxtaákvörðunardagur verður svo 16. ágúst og telja sérfræð- ingar auknar líkur á að vextir verði einnig hækkaðir þá. Með hækkun stýrivaxta bregst bankinn við versn- andi verðbólguhorfum, en samkvæmt spá hans gæti verðbólga farið í ellefu prósent og haldist þannig fram á næsta ár. Hægir á í út- lánum banka Vísbendingar eru um að útlán bankanna séu að dragast svo saman að Seðlabankanum sé það hugnanlegt. Öllum til hagsbóta, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Frá kaupum FL Group á 24,2 pró- senta hlut í Straumi-Burðarási hefur markaðsvirði Straums fall- ið um þrjátíu milljarða króna. FL Group borgaði fyrir þennan fjórð- ungshlut Kristins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar á geng- inu 18,9 en um hádegisbil í gær kostaði hluturinn 16,1 krónu. Gengisþróun Straums á þess- um tímum er eflaust ekki sú sem kaupendur eða aðrir hluthafar bjuggust við að yrði. Hlutur FL Group hefur rýrnað að minnsta kosti um sjö milljarða. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins vildi Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) fá 19,1 í fimm prósenta hlut sinn í Straumi sem var auglýstur opinberlega til sölu. Ef LV selur bréfin í dag fær sjóðurinn 1,6 milljörðum minna fyrir sinn snúð. - eþa Milljarðatap í Straumi B R E Y T I N G Ú T L Á N A B A N K A Þróun útlána án gengis- og verðuppfærslu: 2005 Aukning í % september 60,45 október 53,88 nóvember 56,22 desember 51,00 2006 janúar 49,62 febrúar 47,43 mars 46,37 apríl 44,38 maí 40,38 Heimild: Hagdeild Seðlabanka Ísl. Tölurnar sýna 12 mánaða hlutfalls- breytingu á lokatölum útlána hjá bönkunum. Gott til síðasta dropa Heildarhagnaður sautján félaga í Kauphöll Íslands dregst verulega saman á milli fyrsta og annars árs- fjórðungs. Þetta er aðallega rakið til bankanna. Á fyrsta ársfjórðungi, sem var algjört mettímabil, högnuðust félög- in alls um tæpa 69,8 milljarða króna en miðað við spár greiningardeilda Glitnis banka og Landsbankans má búast við að heildarhagnaður verði rúmir 26,5 milljarðar á öðrum árs- fjórðungi. Er þetta meira en 43 milljarða viðsnúningur eða 62 pró- senta samdráttur. Heildarhagnaður bankanna fjögurra, Glitnis, KB banka, Landsbankans og Straums, lækkar úr 61 milljörðum króna í rúmlega átján milljarða milli fjórðunga. Samanlagður hagnaður fyrirtækj- anna sautján nemur því um 96 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Þrátt fyrir samdrátt er bönk- unum spáð mestum hagnaði á nýliðnum ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að KB banki hagnist um tíu milljarða króna, Glitnir um sjö milljarða og Landsbankinn um 2,9 milljarða. Nú bregður hins vegar svo við að FL Group og Straumi er spáð tapi á fjórðungnum, FL Group 1,4 milljörðum en Straumi um 1,8 milljörðum. Einnig er gert ráð fyrir að HB Grandi og TM hafi tapað yfir einum milljarði króna. Avion Group, Actavis og Bakkavör skila góðum hagnaði gangi spárnar eftir. - eþa / Sjá bls. 12 Samdráttur milli fjórðunga Hagnaður sautján félaga lækkar um 43 milljarða á milli ársfjórðunga. Baugur hyggst auka umsvif sín á Bandaríkjamarkaði eftir því sem fram kemur í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson í Wall Street Journal í gær. Baugur hefur, sam- kvæmt heimildum Markaðarins, þegar keypt hluti í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue. Í greininni er tæpt á Baugsmálinu og haft eftir Jóni Ásgeiri að það sé fyrst og fremst af pólitískum toga og stafi af langvarandi erjum milli forsvarsmanna Baugs og Davíðs Oddssonar, seðlabanka- stjóra og fyrrum forsætisráð- herra. Blaðið hefur eftir Davíð Oddssyni að hann beri ekki kala til Baugsmanna, þótt honum þyki einstaka kaupsýslumenn, og þar á meðal Jón Ásgeir, hafa of mikil völd á Íslandi. - hhs Auka umsvif vestanhafs JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, FOR- STJÓRI BAUGS Baugur hyggur á auknar fjárfestingar í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.