Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 12
12 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR
ATVINNUMÁL Sláandi er hversu
fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á
fólk, að sögn Elínar Valgerðar
Margrétardóttur sem hefur gert
rannsókn á
úrræðum á
vinnumarkaði
fyrir atvinnu-
lausa. Í rann-
sókninni tók
Elín viðtöl við
einstaklinga
sem höfðu verið
án atvinnu í sex
mánuði eða
lengur og sóttu
allir þjónustu Svæðisvinnumiðl-
unar höfuðborgarsvæðisins.
„Sex mánuðir án atvinnu er
skilgreint sem langtímaatvinnu-
leysi en það ætti að skilgreina
eftir styttri tíma. Atvinnuleysi
hefur fljótt áhrif á sjálfstraust
fólks og eftir nokkurn tíma hætta
þessir einstaklingar gjarnan
markvissri atvinnuleit og ein-
gangrast félagslega.“
Elín talaði einnig við einstakl-
inga á vinnumarkaði sem höfðu
reynslu af starfsmannaráðning-
um. Þeir sem Elín talaði við sögðu
kröfur vinnumarkaðarins hafa
breyst mikið og að vinnumarkað-
urinn krefðist mannlegra eigin-
leika sem ekki væri hægt að læra
á námskeiði. „Þetta eru þættir
eins og samskiptahæfni, áreiðan-
leiki, kurteisi, drifkraftur, sveigj-
anleiki og samvinna.“
Elín sagði að einn starfsmanna-
stjórinn sem hún ræddi við hefði
ekki leitað eftir starfskrafti hjá
Vinnumiðlun og segir hún þetta
hugsanlega endurspegla hið nei-
kvæða viðhorf sem ríki til Vinnu-
miðlunar. „Út frá þessu má ætla
að Svæðisvinnumiðlun Reykja-
víkur þurfi að endurskilgreina
hlutverk sitt og styðja við starfs-
fólk sitt til að það geti aðstoðað
atvinnulaust fólk út á hinn fjöl-
breytta vinnumarkað.“
Elín segir að út frá rannsókn-
inni megi draga þá ályktun að
Vinnumiðlun sé ekki að skila til-
ætluðum árangri þegar kemur að
því að útvega fólki störf, og að
enginn viðmælenda hennar hefði
fengið vinnu í gegnum Svæðis-
vinnumiðlun höfuðborgarsvæðis-
ins og þekktu heldur engan sem
höfðu fengið vinnu þar til fram-
tíðar. „Þá töluðu margir um að
kunningsskapur vegi þyngra en
vinnumiðlun þegar ráðið er í
störf.“ Elín segir Svæðisvinnu-
miðlun höfuðborgarsvæðisins
vera með verkamannastörf og
lágláunastörf á sinni könnu en
sinni ekki háskólamenntuðum ein-
staklingum sem skyldi.
Elín segir marga viðmælendur
hennar hafa kvartað yfir því að
ráðgjafahlutverk Svæðisvinnu-
miðlunar væri ábótavant og að
þar skorti mannlegan stuðning.
Elín segir fulltrúa Vinnumála-
stofnunar hafa viðurkennt að ráð-
gjafahlutverki Svæðisvinnumiðl-
unar væri ekki nægjanlega vel
sinnt.
Í maí var atvinnuleysi á höfuð-
borgarsvæðinu 1,2 prósent.
hugrun@frettabladid.is
Sláandi áhrif
atvinnuleysis
Lokaverkefni Elínar Valgerðar Margrétardóttur í
mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands fjallaði um
vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnulausa og hvort
þau væru í samræmi við kröfur á vinnumarkaði.
ELÍN VALGERÐUR
MARGRÉTARDÓTTIR
MAÐUR Í BYGGINGARVINNU Kunningsskapur virðist vega þyngra en vinnumiðlun þegar
ráðið er í störf.
STEFNA Ríkisútvarpið og auglýs-
ingahönnuðurinn Sigurður Guðjón
Sigurðsson hafa stefnt 365-ljós-
vakamiðlum og auglýsingastof-
unni Góðu fólki fyrir að nota aug-
lýsingu sem Sigurður hannaði
fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýs-
ingu fyrir Stöð 2. Krafist er 960
þúsund króna í skaðabætur fyrir
Ríkisútvarpið og tveggja milljóna
fyrir Sigurð.
Í febrúar birti Ríkisútvarpið
auglýsingu í Fréttablaðinu um tíu
vinsælustu sjónvarpsþættina sam-
kvæmt nýlegri könnun IMG. Yfir-
skriftin var „Fullt hús – Takk
fyrir! 10 af 10 vinsælustu – allir í
Sjónvarpinu.“
Degi síðar birtist auglýsing í
Fréttablaðinu frá Stöð 2 þar sem
auglýsing RÚV var notuð, hún
skekkt og merkingar settar inn á
hana þar sem sagði: „BÚIÐ. Það er
ekki nóg að vera vinsæll í viku. 7
af 10 vinsælustu þáttum sjón-
varpsins eru ekki lengur á dag-
skrá.“ Síðan var tekið fram í ann-
arri auglýsingu að Stöð myndi
sýna vinsælustu þætti sína áfram.
Notkun auglýsingarinnar í
heimildarleysi er að mati stefn-
enda brot á höfundarrétti Ríkisút-
varpsins og breytingar á henni
brot á sæmdarrétti Sigurðar. - sh
365 og Góðu fólki stefnt vegna auglýsingar:
Krefjast skaðabóta
VEGAGERÐ Mislæg gatnamót Suð-
urlandsvegar og Vesturlandsveg-
ar hefðu mátt sín lítils gegn þeim
umferðarþunga sem skapaðist á
sunnudag þegar landsmenn
flykktust heim úr fríum til að sjá
úrslitaleik Frakka og Ítala á
heimsmeistaramótinu í knatt-
spyrnu. Þetta segir Jóhann Berg-
mann, deildarstjóri hjá Vegagerð-
inni.
Óslitin bílalestin á Suðurlands-
vegi náði, þegar verst var, austur
fyrir Selfoss og segir Jóhann að
þótt mislægu gatnamótin komi til
með að leysa oft og tíðum erfiðan
umferðarhnút og greiða fyrir
umferð inn í borgina þá sé nánast
ómögulegt að sporna við tilvikum
eins og sköpuðust á sunnudag.
Hafist var handa við gerð mis-
lægu gatnamótanna í lok mars og
á framkvæmdunum að vera lokið
1. nóvember. Verkið kostar fjögur
hundruð milljónir.
Til viðbótar við mislægu gatna-
mótin er unnið að gerð undir-
ganga á leiðinni út úr Mosfellsbæ
en Jóhann segir það enginn áhrif
munu hafa á umferðarflæði. Þá sé
í bígerð að breikka allan Suður-
landsveginn á sama hátt og gert
var á Sandskeiði nýlega. Sú fram-
kvæmd er á forhönnunarstigi og
verður sennilega ekki lokið fyrr
en eftir þrjú ár hið minnsta. - sh
Mislæg gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar hefðu ekki komið í veg fyrir umferðartafir helgarinnar:
Verstu umferðarhnútarnir óleysanlegir
MISLÆGU GATNAMÓTIN Mikil fjölgun
hefur orðið á mislægum gatnamótum
á höfuðborgarsvæðinu undanfarin
ár. Hér sjást tölvugerðar myndir af
gatnamótunum sem verið er að reisa
á mótum Suðurlands- og Vesturlands-
vegar.
ÍBÚÐALÁN Eiríkur Óli Árnason, for-
stöðumaður hjá Frjálsa fjárfesting-
arbankanum, segir að bankinn taki
ekki við umsóknum um íbúðalán í
júlí til að það náist að vinna úr þeim
umsóknum sem þegar hafi borist.
Strax eftir verslunarmannahelgi
verði aftur farið að taka við umsókn-
um.
„Það hefur verið gríðarleg útlána-
aukning hjá okkur og við höfum
aldrei lánað eins mikið og í maí og
júní. En við erum ekki hættir að
lána, alls ekki. Við hreinlega ráðum
ekki við þetta,“ segir hann. - ghs
Frjálsi fjárfestingarbankinn:
Veitir íbúðalán
aftur í ágúst
REMBRANDT ÆFÐUR Söngleikur um málar-
ann fræga, Rembrandt, verður frumsýndur
á morgun í Hollandi í tilefni þess að á laug-
ardag eru 400 ár liðin frá fæðingu hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Engar breytingar í nánd Raúl
Kastró, litli bróðir Fídels, segir að komm-
únistar muni sitja áfram að völdum eftir
að Fídel fellur frá. Óvíst er þó að þjóðin
sætti sig við áframhaldandi kommún-
istastjórn með hann í forsæti.
KÚBA
���������������������� ������������ �������������
�������� ����������������������������������������
����������������������
����������������� ����������������������
���������������������������������������������������������
��������������������������������������������������
�������� ����������������������������������������� ���
������������������������������������������ ��������
�����������������������������
�������������
�������������
��������� ������������������������� ������������������������ �����������
Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Akureyri
461-2960
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Reyðarfirði
474-1453
������������������� �������������� �������������������
�����������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������������������
�������������������������������������������������������������
����������� ��� ������������������������������������������������
������������������������������������������ ���������������
Umboðsmenn
um land allt
365-MIÐLAR RÚV hefur kært helsta keppi-
nautinn.