Fréttablaðið - 12.07.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 12.07.2006, Qupperneq 12
12 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR ATVINNUMÁL Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnu- lausa. Í rann- sókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðl- unar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnu- leysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og ein- gangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstakl- inga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðning- um. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkað- urinn krefðist mannlegra eigin- leika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðan- leiki, kurteisi, drifkraftur, sveigj- anleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmanna- stjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið nei- kvæða viðhorf sem ríki til Vinnu- miðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykja- víkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfs- fólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjöl- breytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókn- inni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila til- ætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðis- vinnumiðlun höfuðborgarsvæðis- ins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til fram- tíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum ein- staklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnu- miðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumála- stofnunar hafa viðurkennt að ráð- gjafahlutverki Svæðisvinnumiðl- unar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu 1,2 prósent. hugrun@frettabladid.is Sláandi áhrif atvinnuleysis Lokaverkefni Elínar Valgerðar Margrétardóttur í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands fjallaði um vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnulausa og hvort þau væru í samræmi við kröfur á vinnumarkaði. ELÍN VALGERÐUR MARGRÉTARDÓTTIR MAÐUR Í BYGGINGARVINNU Kunningsskapur virðist vega þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf. STEFNA Ríkisútvarpið og auglýs- ingahönnuðurinn Sigurður Guðjón Sigurðsson hafa stefnt 365-ljós- vakamiðlum og auglýsingastof- unni Góðu fólki fyrir að nota aug- lýsingu sem Sigurður hannaði fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýs- ingu fyrir Stöð 2. Krafist er 960 þúsund króna í skaðabætur fyrir Ríkisútvarpið og tveggja milljóna fyrir Sigurð. Í febrúar birti Ríkisútvarpið auglýsingu í Fréttablaðinu um tíu vinsælustu sjónvarpsþættina sam- kvæmt nýlegri könnun IMG. Yfir- skriftin var „Fullt hús – Takk fyrir! 10 af 10 vinsælustu – allir í Sjónvarpinu.“ Degi síðar birtist auglýsing í Fréttablaðinu frá Stöð 2 þar sem auglýsing RÚV var notuð, hún skekkt og merkingar settar inn á hana þar sem sagði: „BÚIÐ. Það er ekki nóg að vera vinsæll í viku. 7 af 10 vinsælustu þáttum sjón- varpsins eru ekki lengur á dag- skrá.“ Síðan var tekið fram í ann- arri auglýsingu að Stöð myndi sýna vinsælustu þætti sína áfram. Notkun auglýsingarinnar í heimildarleysi er að mati stefn- enda brot á höfundarrétti Ríkisút- varpsins og breytingar á henni brot á sæmdarrétti Sigurðar. - sh 365 og Góðu fólki stefnt vegna auglýsingar: Krefjast skaðabóta VEGAGERÐ Mislæg gatnamót Suð- urlandsvegar og Vesturlandsveg- ar hefðu mátt sín lítils gegn þeim umferðarþunga sem skapaðist á sunnudag þegar landsmenn flykktust heim úr fríum til að sjá úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Þetta segir Jóhann Berg- mann, deildarstjóri hjá Vegagerð- inni. Óslitin bílalestin á Suðurlands- vegi náði, þegar verst var, austur fyrir Selfoss og segir Jóhann að þótt mislægu gatnamótin komi til með að leysa oft og tíðum erfiðan umferðarhnút og greiða fyrir umferð inn í borgina þá sé nánast ómögulegt að sporna við tilvikum eins og sköpuðust á sunnudag. Hafist var handa við gerð mis- lægu gatnamótanna í lok mars og á framkvæmdunum að vera lokið 1. nóvember. Verkið kostar fjögur hundruð milljónir. Til viðbótar við mislægu gatna- mótin er unnið að gerð undir- ganga á leiðinni út úr Mosfellsbæ en Jóhann segir það enginn áhrif munu hafa á umferðarflæði. Þá sé í bígerð að breikka allan Suður- landsveginn á sama hátt og gert var á Sandskeiði nýlega. Sú fram- kvæmd er á forhönnunarstigi og verður sennilega ekki lokið fyrr en eftir þrjú ár hið minnsta. - sh Mislæg gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar hefðu ekki komið í veg fyrir umferðartafir helgarinnar: Verstu umferðarhnútarnir óleysanlegir MISLÆGU GATNAMÓTIN Mikil fjölgun hefur orðið á mislægum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér sjást tölvugerðar myndir af gatnamótunum sem verið er að reisa á mótum Suðurlands- og Vesturlands- vegar. ÍBÚÐALÁN Eiríkur Óli Árnason, for- stöðumaður hjá Frjálsa fjárfesting- arbankanum, segir að bankinn taki ekki við umsóknum um íbúðalán í júlí til að það náist að vinna úr þeim umsóknum sem þegar hafi borist. Strax eftir verslunarmannahelgi verði aftur farið að taka við umsókn- um. „Það hefur verið gríðarleg útlána- aukning hjá okkur og við höfum aldrei lánað eins mikið og í maí og júní. En við erum ekki hættir að lána, alls ekki. Við hreinlega ráðum ekki við þetta,“ segir hann. - ghs Frjálsi fjárfestingarbankinn: Veitir íbúðalán aftur í ágúst REMBRANDT ÆFÐUR Söngleikur um málar- ann fræga, Rembrandt, verður frumsýndur á morgun í Hollandi í tilefni þess að á laug- ardag eru 400 ár liðin frá fæðingu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Engar breytingar í nánd Raúl Kastró, litli bróðir Fídels, segir að komm- únistar muni sitja áfram að völdum eftir að Fídel fellur frá. Óvíst er þó að þjóðin sætti sig við áframhaldandi kommún- istastjórn með hann í forsæti. KÚBA ���������������������� ������������ ������������� �������� ���������������������������������������� ���������������������� ����������������� ���������������������� ��������������������������������������������������������� �������������������������������������������������� �������� ����������������������������������������� ��� ������������������������������������������ �������� ����������������������������� ������������� ������������� ��������� ������������������������� ������������������������ ����������� Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 ������������������� �������������� ������������������� ����������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������� ����������� ��� ������������������������������������������������ ������������������������������������������ ��������������� Umboðsmenn um land allt 365-MIÐLAR RÚV hefur kært helsta keppi- nautinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.