Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 35
MARKAÐURINN
A U R A S Á L I N
11MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2006
S K O Ð U N
DRAUMA
LITIR
DUGGU
VOGI 4 •
104 REY
KJA VÍK
• SÍMI 5
88 8000
www.sli
ppfelag
id.is
Mikil viðbrögð hafa verið
við stýrivaxtahækkun Seðla-
bankans og ljóst að hagfræð-
inga greinir því meir á um
ákvarðanir bankans eftir því
sem einstigið verður þrengra.
Greiningardeild Landsbankans
telur talsverða stýrivaxtahækk-
un framundan: „Seðlabankinn
telur nær engar líkur á að verð-
bólgumarkmið bankans náist á
næstu tveimur árum. Í því ljósi
er ákvörðun bankastjórnar um
0,75 prósenta vaxtahækkun
eðlilegt skref. Sú ákvörðun
að boða auka vaxtaákvörðun-
arfund í ágúst gefur ákvörð-
un bankans aukið vægi. Við
teljum borðleggjandi að vextir
verði hækkaðir bæði í ágúst og
september.
Það er gömul saga og ný að
miklar væntingar um verðbólgu
eru verðbólguvaldur í sjálfu sér.
Verðbólguvæntingar almenn-
ings, fjárfesta og atvinnurek-
enda eru í dag langt yfir verð-
bólgumarkmiði Seðlabankans.
Það á að vera forgangsverkefni
Seðlabankans að koma í veg
fyrir að svo háar verðbólgu-
væntingar festist í sessi.
Aðstæður eru í grundvall-
aratriðum ólíkar því sem var
þegar síðasti verðbólgukúfur
gekk yfir á árunum 2001-2002.
Aðlögun efnahagslífsins er
mun skemur á veg komin; við-
skiptahalli í sögulegum hæðum,
vinnumarkaður á suðupunkti
og undirliggjandi þrýstingur á
krónu og verðbólgu mun meiri.
Vinsamleg tilmæli til almenn-
ings og atvinnulífs um að hófs
sé gætt í neyslu og fjárfesting-
um, duga skammt við slíkar
aðstæður. Sama má segja um
óljósar yfirlýsingar um frest-
un opinberra framkvæmda.
Kólnun á fasteignamarkaði
er forsenda þess að ná tökum á
útlánavexti, einkaneyslu og við-
skiptahalla. Ákvörðun stjórn-
valda um að draga úr útlánum
Íbúðalánasjóðs kom mjög seint,
en er afar mikilvægt framlag í
baráttunni gegn verðbólgu. Við
teljum að verulega dragi úr
lánsfjármagnaði einkaneyslu
strax á seinni hluta ársins og
að umsvif í byggingariðnaði
dragist saman.
Við teljum einsýnt að
Seðlabankinn muni fylgja
orðum sínum eftir með frekari
hækkun stýrivaxta. Við höfum
því hækkað stýrivaxtaspá
okkar og gerum nú ráð fyrir
að vextir fari hæst í 14,25
prósent í stað 13,25% áður.
Við væntum þess að bankinn
hækki vexti um 0,5%-0,75% í
ágúst og 0,5 í september. Við
eigum ekki von á að vextir
fari í 18,5%, eins og bank-
inn segir mögulegt í stöð-
unni,“ segir Greiningardeild
Landsbankans.
Eðlilegt skref Seðlabankans
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Aurasálin skemmti sér konung-
lega um helgina. Á laugardaginn
fór hún í bíltúr um Hafnarfjörð
og Kópavog til þess að horfa á
fasteignaverðið falla. Þetta var
mikil skemmtun, sérstaklega
þegar hún hugsaði til þess að
eflaust væru margir monthan-
arnir úr banka- og verðbréfa-
geiranum komnir í bullandi
greiðsluerfiðleika. Þetta verð-
bréfalið, sem aldrei hefur dýpt
hendinni í saltan sjó eða migið
í kalt vatn, hefur gott af því að
þurfa aðeins að hafa fyrir lífinu.
Réttast væri auðvitað að senda
greiningardeildir bankanna í
Smuguna og leyfa þessum krökk-
um að kynnast því hvernig verð-
mæti verða til í samfélaginu. Það
væri líka fróðlegt fyrir þetta lið
að sjá að hversu miklu gagni það
kemur fyrir bankaliðið að kunna
að núvirða framtíðartekju-
streymi þegar það þarf að eiga í
höggi við náttúruöflin á úthafinu.
Og ætli liðið í bankanum átti sig
á því að þegar illa fiskast, eða
gefur á bátinn og veður eru
válynd – þá dugir lítið að breyta
ávöxtunarkröfunni til að fegra
raunveruleikann. Nei – ó nei.
Venjulegt fólk hefur ekki þann
kost í lífinu að minnka áhættu-
álagið niður í núll til þess að
lappa upp á stöðu mála. Og það
dugir lítið fyrir skipstjóra að
koma í land og ætlast til þess
að fá borgað fyrir vænta veiði í
framtíðinni. Nei – það eru bara
útgerðarmenn og kaupahéðnar
sem geta leyft sér slíkt. Hinir
þurfa fyrst að veiða – svo að
selja. Fyrst að afla – svo að eyða.
Verðbréfaliðið – pappírstígrarnir
– á erfitt uppdráttar um þessar
mundir. Og ekki er framtíðin
björt í gerviheimi bankanna. Þar
er allt á leiðinni í kaldakol sökum
þenslu og verðbólgu. Og það er
sama hvað vinir Aurasálarinnar
í Seðlabankanum gera – þenslan
mun sigra að lokum.
Og talandi um Seðlabankann.
Aurasálin fór í bíltúr niður í
bæ á sunnudaginn og keyrði
framhjá Seðlabankanum. Þar er
verið að rífa upp götur og vegi
til þess að rýma til fyrir hinum
gríðarlegu framkvæmdum
sem fyrirhugaðar eru á hafnar-
svæðinu. Er ekki óþarfi að vera
að glenna þensluna framan í
Seðlabankastjórann beint fyrir
utan gluggann hans?
Hvers kyns mannvonska er það?
Er ekki nógu slæmt er fyrir
bankastjórann að þurfa að horfa
á kaupskipin sigla inn höfnina
og inn í Sundahöfn alla daga
– drekkhlaðin af viðskiptahalla?
Bankamenn
í klandri