Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 57
Nýbakaði faðirinn Brad Pitt fór á bak við kærustu sína og barns- móður, Angelinu Jolie, á dögunum þegar hann sendi föður Jolie, leik- aranum Jon Voight, myndir af nýfæddri dóttur þeirra, Shiloh. Stirt samband hefur á verið á milli feðginanna í langan tíma og lokaði Angelina á öll samskipti milli þeirra árið 2002, þegar Voight kom fram í fjölmiðlum og sagði að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Áætlun Pitts um að koma á friði milli feðginanna rann þó út í sandinn því að Jolie varð ösku- vond út í sinn heittelskaða og sagði honum að hann ætti að láta fjöl- skyldumál sín í friði, annars væri samband þeirra búið. ■ Pitt svíkur Jolie BRAD PITT OG ANGELINA JOLIE Angelina var ekki ánægð þegar Brad sendi föður hennar myndir af nýfæddri dóttur þeirra. Fyrsta plata stórhljómsveitarinn- ar Benna Hemm Hemm kemur út í Evrópu þann 18. ágúst og í Banda- ríkjunum 5. september en útgáfu- fyrirtækið Sound of Handshake sér um útgáfuna. Platan sló eftir- minnilega í gegn hér á landi og var meðal annars valin hljómplata árs- ins í flokknum „Ýmis tónlist“ á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2005 en meðfram útgáfunni kemur sjötommu vínylplata með lögunum Beginning End og Beygja og beygja. Benedikt H. Hermannsson, for- sprakki sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir þessari útgáfu sem er á vegum Morr Music en Sound of Handshake er undirfyrirtæki þess í Berlín. „Thomas Morr, sem er með Morr Music, sá okkur á tónleikum hérna heima, kom sér í samband við okkur og vildi í kjöl- farið gefa plötuna út,“ útskýrir Benedikt en sveitin spilar á nokkr- um tónleikum í ágúst í Þýskalandi vegna útgáfunnar en hyggst síðan kynna hana enn frekar í vetur með ferð víðar um Evrópu. „Það gæti líka allt eins verið að við færum til Bandaríkjanna,“ bætir Benedikt við. Í nógu er að snúast hjá sveitinni um þessar mundir því hún er að leggja lokahönd á nýja plötu sem kemur til með að innihalda þrettán lög. Upptökur hafa farið fram í Sundlauginni en ekki er kominn neinn útgáfudagur. „Við tökum að öllum líkindum ekki þátt í jóla- tónaflóðinu en kannski verður platan ágætis skiptimynt eftir hátíðirnar,“ segir Benedikt og hlær. - fgg Útrás Benna Hemm Hemm hafin BENNI HEMM HEMM Ætla að trylla þýskan lýð í ágúst en þá kemur út fyrsta plata sveitar- innar á vegum Sound of Handshake. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA FRÉTTIR AF FÓLKI Hótelerfinginn Paris Hilton segir að raunveruleikaþættirnir The Simple Life dragi ekki upp rétta mynd af henni og séu ekki raunverulegir yfirhöfuð. „Enginn raunveruleikaþáttur ber nafn með rentu, þetta er allt búið til,“ segir Paris. „Þegar myndavél er beint að manni er borin von að maður láti eins og maður gerir dagsdaglega. Áður en ég byrjaði í þættinum ákvað ég að búa til karakter sem var eins konar samblanda af aðal- persónum myndanna Legally Blonde og Clueless. Almenningur heldur að hann þekki mig en hann gerir það ekki.“ Leikarinn Robert Downey Jr. ætlar að skrifa endurminningar sínar og gefa út á bók árið 2008. Downey, sem er 41 árs, hefur marga fjöruna sopið í gegn- um tíðina og verið ötull viðskiptavinur hjá sölumönnum dauðans og meðal annars þurft að dúsa í fangelsi fyrir vikið. Bókaforlagið HarperEntertain- ment falaðist eftir útgáfusamningi við leikarann og fékk. „Við erum himinlif- andi,“ segir talsmaður útgáfunnar. „Robert er greindur maður og það skín í gegn á hvíta tjaldinu. Stormasamt einkalíf, sem hefur nærri kostað hann ferilinn, er birtingarmynd þess að þarna er á ferð margbrotinn persónu- leiki.“ FERÐAFRELSI Taktu Frelsið með í ferðina. Ferðafrelsið virkar alveg eins og Frelsið þitt hér heima! Símtölin eru gjaldfærð samstundis og því færðu enga bakreikninga eftir heimkomuna. Núna þarftu ekki að skrá þig sérstaklega í Ferðafrelsi Og Vodafone og þú getur notað það í flestum löndum. Kynntu þér málið á ogvodafone.is áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 29 08 07 /2 00 6 SUPERMAN RETURNS SUPERMAN RETURNS VIP THE BREAK UP THE FAST AND THE FURIOUS 3 BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal SHE´S THE MAN KL. 3:50-4:50-7-8-10:10-11:10 KL. 4:50-8-11:10 KL. 3:30-5:45-8-10:20 KL. 8-10:20 KL. 3-5:30-8 KL. 3:30-10:20 KL. 6 B.I. 10 B.I. 12 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal KL. 5-8-11 KL. 8-10:10 KL. 5:40 B.I. 10 *SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ * SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal *CARS enskt tal KL. 4-6-8-10-11:10 KL. 8:20-10:30 KL. 3:30-6 KL. 3:30 B.I. 10 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP THE LAKE HOUSE CARS enskt tal BÍLAR ísl. tal KEEPING MUM POSEIDON KL. 5:50-9-10:40 KL. 6-8:15-10:40 KL. 6-8:15-10:30 KL. 8:15 KL. 5:50 KL. 6-8:15 KL. 10:30 B.I. 10 B.I. 12 B.I. 14 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP KL. 8-11 KL. 8-10:10 B.I. 10 SAMBÍÓIN SÍMI: 575-8900 www.sambioin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.