Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 33
H A U S
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2006
Ú T T E K T
Höftum hleypt af leigubílamarkaði
Hinn 1. júlí áttu grundvallarbreytingar sér stað á leigubílamarkaði þegar Samkeppniseftirlitið afnam hámarksöku-
taxta leigubifreiða. Skiptar skoðanir eru um ágæti breytinganna. Telja sumir að kraftar frjálsrar samkeppni fái sín
ekki notið með gamla skipulaginu. Aðrir segja breytingarnar mistök sem komi sér illa fyrir bílstjóra jafnt sem við-
skiptavini þeirra. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði við hverju er að búast af íslenskum leigubílamarkaði.
einum taxta fyrir sína félagsmenn. Veitti
Samkeppniseftirlitið þeim undanþágu til
eins árs, að ákveðnum skilyrðum uppfyllt-
um. Þurfa taxtarnir að vera sýnilegir í bíl-
unum og hagsmunafélag bílstjóra stofnað,
þar sem bílstjórarnir eru viðskiptahópur
Hreyfils og verða að hafa sitt að segja
um taxtann. Á markaðssvæði Hreyfils,
sem nær yfir höfuðborgarsvæðið og út á
Reykjanes, starfa fimm leigubílastöðvar
og á svæðinu er hámarksfjöldi atvinnu-
leyfa 560. Hreyfill hefur um 60 til 65 pró-
senta markaðshlutdeild, BSR um 20 til 25
prósenta markaðshlutdeild og hinar sem
starfa á svæðinu og deila með sér afgangn-
um af markaðnum eru Borgarbílastöðin,
Bifreiðastöð Hafnarfjarðar og Aðalstöðin
í Keflavík. BSR fylgdi í kjölfarið á Hreyfli
og flest eða öll hinna munu hafa sótt um
undanþágu undanfarna daga.
FYRSTA SKREFIÐ Í ÁTT AÐ FRJÁLSRÆÐI
Þótt nú hafi verið opnað fyrir verðsam-
keppni milli leigubílastöðva munu neyt-
endur sennilega finna lítið fyrir breyting-
unum fyrst um sinn. Þegar leigubílamark-
aðurinn er skoðaður er líka nauðsynlegt
að líta til þess að fjöldatakmarkanir eru á
ökuleyfum og að öllum leigubílum er gert
skylt að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem
hefur fengið starfsleyfi Vegagerðarinnar.
Það er því viðbúið að fullkomin samkeppni
muni seint ríkja á markaðnum þrátt fyrir
að hámarkstaxtinn hafi verið afnuminn.
Fyrsta skrefið að frjálsari markaði hefur
þó verið stigið. Tíminn mun svo leiða í ljós
hvort það verði gæfuspor fyrir íslenska
neytendur.
Eftir niðurstöðu Sam-
keppniseftirlitsins um
undanþágu Hreyfils frá
nýjum bannákvæðum
samkeppnislaga taldi Gísli
Tryggvason, talsmaður
neytenda, að leggja þyrfti
mat á hvort þörf væri á
frekari mótvægisaðgerð-
um vegna hagsmuna og rétt-
inda neytenda eða aðgerða
til að auka neytendavernd.
Gísli segist sammála því að
það samrýmist ekki starf-
semi samkeppnisyfirvalda
að ákveða verð á mark-
aði. Hann hafi þó fyrst og
fremst skoðað hvort eitt-
hvað þyrfti að gera til að
hindra að breytingin yrði
bagaleg fyrir neytendur.
Gísli leit einkum
á tvennt: Í fyrsta lagi á
hugsanlega hættu á ónóg-
um verðupplýsingum við
upphaf leigubifreiðar-
ferðar. Þar sem reglur
laga og skilyrði eru skýr
um að verðskrár þurfi
að vera sýnilegar, og
Samkeppniseftirlitið setti
það sem sérstakt skilyrði
fyrir undanþágunni, telur
hann ekki ástæðu til að
óttast að verðupplýsingar
verði óljósar, svo fremi
sem eftirlitið verði virkt.
Í öðru lagi skoðaði Gísli
hugsanlega hættu á upp-
boðsstemningu við sérstak-
ar aðstæður, þegar leigu-
bílastjórarnir geta í skjóli
stöðu sinnar sett fram
hvaða taxta sem er. Taldi
hann meiri ógn stafa af
því. „Eftir að hafa ráðfært
mig við ýmsa hagsmuna-
aðila mæltist ég til þess
við samgönguráðherra að
hann setti inn í reglugerð
skyldu um að kynna betur
viðurlögin við brotum á
reglum. Bílstjórum er
skylt að hafa gjaldmæli og
gjaldskrá, þannig að þeim
er ekki heimilt að víkja frá
henni eftir geðþótta, hvort
sem hún er frá bifreiðastöð
eða bílnum sjálfum.“
Gísli lagði ekki mat á
réttmæti þess að afnema
hámarkstaxtann og tók
því ekki tillit til þess hvort
breytingin hefði í för með
sér verðhækkun eða -lækk-
un fyrir neytendur þótt
vissulega hefði hann sínar
skoðanir á því. „Undanþága
Samkeppniseftirlitsins
var bara veitt til eins árs
að sinni. Ég benti á það
í tilmælunum að bæði
samkeppnisyfirvöld og
neytendasamtökin hafa
gagnrýnt þetta lokaða
kerfi leigubílaleyfa. Ef
samkeppnin heldur ekki
verðinu niðri, eða kemur
í veg fyrir hækkun, get ég
ímyndað mér að það komi
til þess að kerfið verði end-
urskoðuð að ári. Samkeppni
er það fyrirkomulag sem
almennt hefur verið valið
til þess að bæta nýtingu
framleiðsluþátta og kjör
neytenda og samkvæmt
því ættu aðstæður neyt-
enda að batna með breyt-
ingunum. Ég vona að það
gerist og fylgist spenntur
með.“
Hættan mest á
uppboðsstemningu
TALSMAÐUR NEYTENDA, GÍSLI TRYGGVASON Gísli Tryggvason mæltist
til þess við samgönguráðherra að hann setti inn í reglugerð skyldu um að
kynna betur viðurlögin við brotum á reglum.
Þröstur Hjálmarsson,
deildarstjóri hjá Hreyfli-
Bæjarleiðum, er ekki
sannfærður um ágæti
ákvörðunar samkeppnis-
yfirvalda um að afnema
hámarksökutaxta. Segir
hann jafnframt þær
raddir er lýsa sömu skoð-
un háværari en hinar,
meðal bílstjóra Hreyfils.
„Flestum finnst að verið
sé að rugga bátnum og
fara aftur til þess skipu-
lags sem var áður en
nokkrar reglur voru sett-
ar um akstur leigubíla.
Þeir bílstjórar sem hafa
fylgst með umræðunni í
gegnum tíðina eru ekki
spenntir, enda er hættan
sú að við þessar breyting-
ar byggist upp vantraust
milli bílstjóra og farþega
þeirra.“
Þröstur segir það á mis-
skilningi byggt að engin
samkeppni hafi verið hing-
að til á leigubílamarkaði.
„Það hafa verið hámarks-
taxtar en engir lágmarks-
taxtar svo samkeppnin
var öll niður á við. Nú
er líka búið að gefa hana
frjálsa upp á við.“ Hann
hefur ekki mikla trú á að
breytingin komi til með að
skila sér í vasa neytenda.
„Svíar prófuðu að gefa allt
frjálst, afnámu bæði kvóta-
kerfið með fjölda atvinnu-
leyfa og hámarkstaxta.
Kerfið þar er í ólestri og
til dæmis eru svokallaðir
svart-taxar mikið vanda-
mál. Í Noregi eru reglurn-
ar þannig að ef aðeins er
ein leigubílastöð í bænum
ákvarða samkeppnis-
yfirvöld taxtann, annars
er taxtinn frjáls. Þegar
þessar breytingar gengu
í gegn hækkaði verð um
tuttugu og fimm til þrjá-
tíu prósent um allt land-
ið. Frávikið milli þeirra,
þar sem verð ákvarðast
af Samkeppnisyfirvöldum
annars vegar og með
frjálsri samkeppni hins
vegar, er nú allt að sautján
prósent.“
Formaður bifreiða-
stjórafélagsins Frama,
Ástgeir Þorsteinsson,
hefur svipaðar skoðanir og
Þröstur og álítur að mistök
hafi verið gerð þegar sam-
þykkt var að gefa taxtana
frjálsa. Telur hann dæmin
að utan sanna að við slík-
ar aðstæður hafi taxtar
almennt hækkað umtals-
vert. Það sé því vart með
hag neytenda í brjósti sem
hámarkstaxtinn hafi verið
afnuminn. Hefur Ásgeir
sagt að eigi ekki að fara
illa verði yfirvöld áfram að
ákveða leigubílataxtann.
Ósannfærður um
ágæti breytinganna
„Það hafa verið hámarks-
taxtar en engir lágmarks-
taxtar svo samkeppnin
var öll niður á við. Nú er
líka búið að gefa hana
frjálsa upp á við.“
„Samkeppni er það fyrir-
komulag sem almennt
hefur verið verið valið
til þess að bæta nýtingu
framleiðsluþátta og kjör
neytenda og samkvæmt
því ættu aðstæður neyt-
enda að batna með breyt-
ingunum. Eg vona að
það gerist og fylgist
spenntur með.“
ÞRÖSTUR HJÁLMARSSON, DEILDARSTJÓRI HJÁ HREYFLI
Þröstur segir það á misskilningi byggt að engin samkeppni hafi verið á leigu-
bílamarkaði hingað til og efast um ágæti þess að afnema hámarkstaxta.