Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 19
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Hrönn Sturlaugsdóttir fer árlega til
Taílands en heimsótti það fyrst fyrir
átján árum í bakpokaferðalagi ásamt
eiginmanni sínum og fimm ára dóttur.
„Fólk skildi ekki fyrst hvað við værum að
gera til Taílands, enda margir með fordóma
gagnvart landinu,“ segir Hrönn sem fór síð-
ast til Bangkok í mars á þessu ári með eigin-
manninum, Jasoni Steinþórssyni, og þaðan til
Myanmar.
Hrönn finnst sorglega lítið fjallað um
menningu Taílands á Vesturlöndum. „Við
förum talsvert í leikhús í Bangkok. Þótt leik-
sýningar fari fram á taílensku, kemst inni-
haldið til skila þar sem tjáningin er svo leik-
ræn. Það auðveldar líka skilning að vera
búinn að kynna sér um hvað leikritið fjallar.“
Hrönn segir þau hjónin heimsækja lista-
söfn í Bangkok og finnst taílensk list nú undir
meiri vestrænum áhrifum en áður. „Ég er líka
á kafi í taílenskum og austrænum bókmennt-
um, enda mikill lestrahestur og með BA-próf
í bókmenntafræði. Bókabúðir eru líf mitt og
yndi og ég reyni alltaf að grafa eitthvað upp
til að fara með til Íslands, enda finnst mér
næstum því jafn gaman að lesa um framandi
lönd og að ferðast til þeirra.“
Að sögn Hrannar er taílensk matargerð
síðan kafli út af fyrir sig. „Tom Jan súpan er
þjóðarréttur Taílendinga. Henni mætti lýsa
sem soði uppfullu af rækjum, en froskakjöt
kemur líka til greina. Hún getur verið tær eða
rjómakennd, eftir því hvort kókosmjólk er
bætt út í. Phathai núðlur með fiskisósu, hnet-
um og vorlauk eru líka vinsælar.“
Hrönn finnst maturinn, menningin og
mannlífið gera Bangkok einstaka og hlakkar
hún til að komast þangað aftur á næsta ári.
Hún segir ferðalög innanlands verða að duga
þangað til. roald@frettabladid.is
Froskakjöt er lostæti
Hrönn hefur ferðast um Asíu þvera og endilanga og meðal annars farið til Taílands, Víetnams, Indónesíu, Nepals, Kína, Myamar, Laos og Kambódíu.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
GÓÐAN DAG!
Í dag er miðvikudagurinn
12. júlí, 193. dagur ársins
2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 3.31 13.33 23.33
Akureyri 2.42 13.18 23.50
Bryggjuhátíðin á Stokkseyri
verður haldin um helgina.
Hátíðin hefst annað kvöld með
tónleikum á Draugabarnum og
alla helgina verður nóg um að
vera fyrir þá sem leggja leið sína
í bæinn.
Ferðamenn í Eyjafirði ættu að
finna margt við sitt hæfi þessa
dagana. Í gamla bænum í
Laufási er til að mynda nóg um
að vera og á fimmtudagskvöld
verður kvöldvaka þar fyrir gesti
og gangandi. Á sunnudaginn
verða líka heyannir í Laufási en
þá geta gestir fylgst með göml-
um heyskaparháttum.
Páfinn í Róm fékk nýjan bíl á
dögunum. Það var Volvo XC90
sem varð fyrir valinu. Forstjóri
Volvo á Ítalíu afhenti páfanum
lykla að nýja bílnum eftir messu
á Péturstorginu í síðustu viku.
Talsmenn Volvo sögðu það mik-
inn heiður að páfinn skyldi velja
Volvo sem sinn einkabíl.
ALLT HITT
[ FERÐIR BÍLAR ]
SÉRMERKTA SLÓÐA OG
SVÆÐI SÁRVANTAR
Þeim sem stunda motocross og
enduro hefur fjölgað gríðarlega á
síðustu árum enda mikið að gerast í
íþróttinni hér á landi.
BÍLAR 2
MÍLANÓ ER
MARGSLUNGIN
Mílanó er áhugaverð heim að
sækja, þar er góður maður og
skemmtilegt að versla.
FERÐIR 4
MS drykkjarvörur í ferðalagið
MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir
af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í
handhægum umbúðum í næstu verslun.