Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ����������������� Þegar ég var lítil brá ég mér á sýningu með Brúðubílnum og fylgdist þar með dúkkum ólmast hver um aðra þvera. Boðið var upp á fleira því skyndilega spurði konan sem stýrði sjóinu hvort ein- hver vildi ekki syngja. Þessa áskorun stóðst ég ekki, enda ekki ástæða til. Ég hafði nefnilega veitt því athygli að þegar ég söng með útvarpinu var ég svona líka ljóm- andi lagviss auk þess sem ég átti auðvelt með að læra texta. ÁÐUR en ég vissi af var ég komin upp á svið og sagði konunni að ég ætlaði að syngja lag með Ruth Reginalds. Það er ósköp fallegt og fjallar um engilinn Gabríel sem gætir Ruthar þegar mamma henn- ar og pabbi skreppa út í búð og skilja hana eina eftir heima. ÉG var ósköp spennt, man ég, þar sem ég stóð á sviðinu og horfði yfir lambhúshettuklædda áhorf- endur. Hjartað hamaðist í brjósti mér en samt var ég ákveðin í að gera þetta. Þarna var líka allt til alls, áhorfendur, svið og hljóð- nemi. Hvað gat farið úrskeiðis? Ég greip um hljóðnemann og hóf upp raust mína en varla var ég komin í gegnum fyrsta erindið þegar það rann upp fyrir mér að ég gat ekkert sungið. Það var bara svo einfalt. Í stað þess að rödd mín bærist kraftmikil og fögur yfir Safamýrina var hún máttlaus og rýr. Nóturnar skruppu undan mér eins og kvikasilfur. Lagið hljómaði að minnsta kosti ekkert eins og þegar Ruth söng það. ÁHORFENDUR virtust heldur ekki ná því að sviðið var mitt og tóku að rétta upp hendur og æpa til konunnar sem stýrði herleg- heitunum: „Ég, má ég, nú má ég!“ Þegar kom að la-la-la-kaflanum í laginu fann ég að konan var farin að kippa í hljóðnemann. Samt var lagið ekki búið. Gabríel hafði ekki sagt sitt síðasta. Því hélt ég sem fastast í gripinn og la-la-laði áfram þar til konan reyndist mér yfir- sterkari og ég neyddist til að sleppa. NEI, ég kunni ekki að syngja. Auð- vitað hefði verið betra að átta sig á því annars staðar en einmitt uppi á sviði en samt finnst mér gott að það skyldi þó gerast þegar ég var enn innan við átta ára aldurinn því annars veit maður aldrei hvernig hefði farið. Og fyrir það verð ég Brúðubílnum alltaf þakklát. Amma og Lilli komu fyrir mig vitinu TRAUSTUR FERÐAFÉLAGIEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Á FERÐ OG FLUGI ‒ með ferðatösku frá FAXE ÞAU ERU KOMIN! Þegar þú kaupir gjaldeyri fyrir 20 þúsund krónur eða færð þér MasterCard kreditkort færðu stórt og fallegt handklæði í kaupbæti. Farðu í fríið með fjármálin á þurru: • Kreditkort - þægilegasti og öruggasti greiðslumátinn í útlöndum. • Netbankinn - yfirsýn og helstu bankaaðgerðir hvar sem er í heiminum. • Reglulegur sparnaður - leggðu drög að næsta fríi. • Greiðsluþjónusta - láttu okkur sjá um að borga reikningana. AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.