Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 12. JÚLÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T ������� ��� ����������������� �������������� ��������������������������������������������������������������������������������� ����� ������������� ����������� ����� �������� ���� ������� ����� ������������� ������� Markmál Þýðingar og skjalagerð Aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni - Hringbraut 121 www.markmal.is - markmal@markmal.is - S: 660 5003 Sögnin „að gúggla“ í merkingunni „að leita“ á netinu rat- aði í hina víðfrægu ensku samheita- orðabók Merriam- Webster í síðustu viku. Samkvæmt skil- greiningu orða- bókarinnar merkir sögnin „að nota leit- arvél Google til að finna upplýs- ingar um einstaklinga eða annað efni á netinu“. „Gúgglið“ var ekki eina orðið sem rataði á síður samheita- orðabókarinnar því þangað komust sömuleið- is orð á borð við „njósnahugbúnað- ur“, „hringitónn“ og „kartöflumús“ en síðasttalda orðið er viðhaft um þann sem situr löngum stundum við tölvu. Samheitaorða- bók Merriam- Webster er önnur orðabókin til að taka sögnina að gúggla upp á sína arma en hin víðfræða orða- bók Oxford English Dictionary skráði leitarháttinn í netúgáfu sína í síðasta mánuði. - jab LEITAÐ Á NETINU Tvær ensk- ar samheitaorðabækur hafa fært sögnina „að gúggla“ inn á síður sínar. Mynd/AFP Gúgglað í orðbók Stjórnvöld í Kína áætla að senda rannsóknarfar til tunglsins á næsta ári en þetta verður fyrsta sjálfstæða geimskot Kínverja. Geimfarið mun taka þrívíðar myndir af yfirborði tunglsins og gera ýmsar rannsóknir á efna- samsetningu þess. Þetta er þó ekki eini tilgangur geimflaugarinnar því hún mun líka útvarpa þrjátíu kínverskum lögum aftur til jarðarinnar. Kínverskri alþýðu gefst nú tækifæri á að velja lögin sem vistuð verða í flauginni en um er að ræða 150 þjóðlög, popplög frá Taívan og Hong Kong og óperur af ýmsum toga. - jab KÍNVERSK GEIMFLAUG Kínverjar skutu gervihnetti á braut um jörðu í samvinnu við Geimvísindastofnun Evrópu í desember árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Kínverjar senda tónlist úr geimnum Smástirni fór nálægt jörðinni í síðustu viku en olli engum skaða, að sögn rússneskra vísindamanna sem fylgst hafa með ferð þess um geiminn síðastliðin tvö ár. Smástirnið, sem kallast 2004 XP14, skaust hjá í 269.000 kíló- metra fjarlægð frá jörðu. Það er of mikil fjarlægð til að hafa áhrif á jörðu niðri auk þess sem það var of langt í burtu til að valda tjóni á gervihnöttum sem sveima umhverfis plánetuna. Þeir gervi- hnettir sem fjærst eru jörðu eru í 36.000 kílómetra fjarlægð en Alþjóðlega geimstöðin er „einung- is“ í 350 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Úkraínu fylgdust spenntir með þegar smástirnið skaust hjá en þeir notuðu tækifærið til að gera ýmsar rannsóknir á því. Vonast er til að niðurstöðurnar gefi vís- bendingar um áhrif annarra smá- stirna sem fara framhjá jörðinni í nánustu framtíð en vitað er um 700 slík. Jarðarbúar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að smástirni rekist á heimkynni þeirra því vísinda- mennirnir segja fátt benda til að það gerist næstu áratugina. - jab SMÁSTIRNIÐ Bandarískur áhugamaður um stjörnufræði tók þessa mynd af smá- stirninu þegar það fór hjá jörðinni. Ef rýnt er í myndina sést dauf hvít lína sem smá- stirnið myndaði. MYND/AP Lítil hætta á árekstri smástirna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Leit að lífi á öðrum hnött- um gæti tekið stakkaskipt- um, verði hugmyndir vísinda- manna við Colorado-háskóla í Bandaríkjunum að veruleika. Hugmynd vísindamannanna gengur út á að senda skerm úr plasti, sem er fimmtíu metrar í þvermál, út í geim. Hann mun skyggja á stjörnur og sólir í him- ingeiminum og koma í veg fyrir að þær varpi birtu á hinar ýmsu plánetur sem eru í allt að 1,6 millj- óna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Þegar birtustigið dofnar á plánet- unum vonast vísindamennirnir til þess að geta greint þær betur. Þá gera vísindamennirnir ráð fyrir því að ásamt skerminum verði öflugur sjónauki í geimin- um, sem megi nota til að greina líf á plánetunum. Komi í ljós að þar sé ekkert líf að finna verður engu að síður hægt að nota sjón- aukan til að greina ský, vatn og kanna hvort súrefni sé að finna á einhverjum þeirra pláneta sem verða gaumgæfðar. Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna, NASA, hefur sýnt verkefn- inu áhuga og veitti vísindamönn- unum jafnvirði þrjátíu milljóna króna til að þróa skerminn. Ef allt gengur að óskum er áætlað að skjóta skerminum út í geim á næstu tíu árum, á sama tíma og James Webb-sjónaukinn verður sendur á flakk út í geim. Áætlað er að sjónaukinn fari af stað árið 2013 og mun hann taka við af Hubble-sjónaukanum. HUBBLE-SJÓNAUKINN Nýjum sjónauka verður skotið út í geim árið 2013 og mun hann taka við af Hubble-sjónaukanum. Leita lífs á fjarlægum plánetum Bandarískir vísindamenn vonast til að hægt verði að bæta skilyrði til að leita að lífi á öðrum hnöttum. Birgir Örn Birgisson bar sigur úr býtum í verðbréfaleik Landsbankans og Virðis, félags viðskiptafræðinga úr Bifröst. Verðlaunin voru eitt þúsund Bandaríkjadala innlögn á E*TRADE reikning Birgis í Landsbankanum. Að sögn Birgis ákvað hann að taka töluverða áhættu í leiknum og hafði þann hátt á að kaupa í félögum sem lækkað höfðu hratt og veðja á að lækkunin gengi til baka. Þetta bar ríkulegan ávöxt enda varð Birgir hlutskarpastur af um fjörutíu keppendum. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, og Örvar D. Magnússon, sérfræðingur á verðbréfasviði, afhentu Birgi verðlaunin. Sigraði í verðbréfaleik ÞÚSUND DALIR Landsbankinn og Félag viðskiptafræðinga frá Bifröst stóðu að verðbréfa- leik þar sem keppendur áttu að ávaxta fé með verðbréfakaupum á E*Trade vef bankans. Birgir Örn Birgisson var hlutskarpastur með trú á fyrirtæki sem aðrir höfðu misst trú á. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri afhenti honum þúsund dollara fyrir sigurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.