Fréttablaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 12. JÚLÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8
Í upphafi þessa árs tók Samkeppniseftirlitið
þá ákvörðun að afnema hámarkstaxta leigu-
bifreiða en um langa hríð hafa leigubílstjórar
tekið gjald fyrir akstur í samræmi við slíka
taxta. Taldi það ekki lengur við hæfi að sam-
keppnisyfirvöld kæmu að verðlagningu á
markaðnum en hingað til hefur hámarksöku-
taxtinn verið gefinn út af Bandalagi íslenskra
bifreiðastjóra (BÍLS) að undangengnu sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins. Eftir gildistöku
ákvörðunarinnar þann 1. júlí var fyrirtækj-
um sem reka leigubifreiðar óheimilt að hafa
hvers konar samstarf eða samskipti um öku-
taxta og önnur verðlagsmál eða annað sem
stríðir gegn viðkomandi lögum. Samkvæmt
úrskurðinum var það hvers og eins bílstjóra
að ákveða sína taxta þar sem leigubílstjór-
ar eru sjálfstæðir rekstraraðilar sem selja
stöðvunum þjónustu sína.
ÓLÍKAR SKOÐANIR Á ÁGÆTI BREYTINGANNA
Íslenski leigubílamarkaðurinn virðist því
vera að þokast í áttina að frjálsræði. Það
hugnast ekki öllum sem að honum koma jafn
vel. Benda þeir sem því eru mótfallnir meðal
annars til Svíþjóðar þar sem reynslan af því
að afnema höft á leigubílamarkaði er fremur
döpur. Það verður þó að líta til þess að þar
var markaðurinn að fullu gefinn frjáls, bæði
hvað varðar takmörkun á fjölda atvinnuleyfa
og hámarkstaxta. Þetta leiddi til glundroða á
markaðnum. Til að mynda voru niðurboð svo
algeng í fyrstu að fjölmargir lögðu upp laup-
ana. Í kjölfarið á því fylgdi okur sem enn er til
staðar, ekki síst á grandlausum ferðamönnum
sem þekkja ekki rétt sinn. Hinum sem hugn-
ast breytingin vel telja að frjáls samkeppni
eigi að geta þrifist á þessum markaði sem á
öðrum. Hún sé jafnan það fyrirkomulag sem
hefur verið valið til þess að bæta kjör neyt-
enda og samkvæmt því ættu aðstæður þeirra
að batna með breytingunum.
UNDANÞÁGUR FRÁ
REGLUNUM
H r e y f i l l -
B æ j a r l e i ð i r
var fyrst leigu-
bílastöðva til
að sækja um
að fá að halda
Höftum hleypt af leigubílamarkaði
Hinn 1. júlí áttu grundvallarbreytingar sér stað á leigubílamarkaði þegar Samkeppniseftirlitið afnam hámarksöku-
taxta leigubifreiða. Skiptar skoðanir eru um ágæti breytinganna. Telja sumir að kraftar frjálsrar samkeppni fái sín
ekki notið með gamla skipulaginu. Aðrir segja breytingarnar mistök sem komi sér illa fyrir bílstjóra jafnt sem við-
skiptavini þeirra. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði við hverju er að búast af íslenskum leigubílamarkaði.
FRELSI EÐA OKUR?
Skiptar skoðanir eru um hvort ákvörð-
un Samkeppnisstofnunar um að afnema
hámarksökutaxta leigubifreiða verði til góðs
fyrir neytendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Markmiðið með því að
afnema hámarksökutaxta
er að nýta samkeppnislögin
neytendum til hagsbóta. Það
er arfur frá gamalli tíð að
samkeppnisyfirvöld komi
að verðlagningu á þessum
markaði, sem við teljum ekki
eðlilegan lengur,“ segir Páll
Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins. Hann
segir það liggja í hlutarins eðli
að kraftar samkeppninnar fái
sín ekki notið þegar hámarks-
verð er ákveðið fyrir heila
grein í heild með aðkomu hins
opinbera. Með því að hverfa
frá því skipulagi og heimila
leigubílastöðvunum að vera
hver með sinn hámarkstaxta
sé verið að skapa jarðveg
fyrir samkeppni milli leigu-
bílastöðva.
Páll segir Samkeppnis-
eftirlitið hafa tekið mið af
neytendasjónarmiðum þegar
ákvarðanir um undanþág-
ur voru teknar. „Við höfðum
heyrt áhyggjuraddir um að
frjálsræði á markaðnum gæti
orðið til þess að einhverjir
bílstjórar kynnu að freistast
til að hlunnfara viðskiptavini
við tilteknar aðstæður, til
dæmis að nóttu til í vondu
veðri þegar barist er um bíl-
ana. Þessu mætum við með
því setja sem eitt af skilyrð-
unum fyrir því að vera með
hámarkstaxta innan hverrar
stöðvar, að fram komi á skilti
í hverjum bíl hver hámarks-
taxtinn er. Þannig getur neyt-
andinn sjálfur haft eftirlit
með þeim taxta sem honum er
boðinn og gegnsæi er tryggt í
verðlagningu.“
Undanþágurnar frá bann-
ákvæðunum voru veittar
tímabundið til eins árs og
hyggst Samkeppniseftirlitið
taka málin til endurskoðunar
að ári til að sjá hvernig til
hefur tekist. Páll segir að vert
sé að endurskoða það reglu-
verk sem til staðar er til að
efla samkeppni. Vel geti hugs-
ast að ganga þurfi lengra til
að skapa frjósaman jarðveg
fyrir samkeppni á leigubíla-
markaðnum. Hann nefnir sem
dæmi að hugsanlega mætti
breyta reglum um fjöldatak-
markanir atvinnuleyfa, þar
sem takmarkanir á þeim hafi
að sjálfsögðu áhrif á sam-
keppni. „Ýmissa leiða má
leita til að glæða samkeppni
á þessu sviði. Hún á að geta
þrifist á þessum markaði sem
öðrum þar sem samkeppni
hefur reynst vera neytendum
til hagsbóta.“
Skapar jarðveg fyrir samkeppni
PÁLL GUNNAR PÁLSSON, FOR-
STJÓRI SAMKEPPNISSTOFNUNAR
Samkeppnisstofnun tók neytendasjón-
armið með í reikninginn þegar ákvörð-
un um undanþágu frá bannákvæðum
samkeppnislaga var tekin.
Benda þeir sem
eru því mótfallnir
meðal annars
til Svíþjóðar þar
sem reynslan af
því að afnema
höft á leigu-
bílamarkaði er
fremur döpur. Það
verður þó að líta
til þess að þar
var markaðurinn
að fullu gefinn
frjáls, bæði hvað
varðar takmörkun
á fjölda atvinnu-
leyfa og hámarks-
taxta. Þetta leiddi
til glundroða á
markaðnum. Til
að mynda voru
niðurboð svo
algeng í fyrstu að
fjölmargir lögðu
upp laupana.