Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 47

Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 47
MIÐVIKUDAGUR 12. júlí 2006 19 Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að hagnaður þeirra sextán félaga, sem hún spáir fyrir, verði um 23,5 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Er reiknað með að hagnaður fjármálafyrirtækja drag- ist saman um þriðjung frá sama tímabili í fyrra vegna tapreksturs Straums-Burðaráss og TM. Af einstökum félögum hagnast Glitnir mest á öðrum ársfjórðungi eða um 8,1 milljarð króna en Lands- bankinn fylgir fast á hæla hans með um 7,4 milljarða. Bankinn spáir ekki fyrir eigin afkomu. Hagnaður Avion Group er áætl- aður 5,9 miljarðar og þá er búist við að hagnaður Actavis og Bakka- varar fari vel yfir tvo milljarða króna. Fyrir árið í heild reiknar KB banki með að heildarhagnaður þeirra félaga, sem hann hefur til skoðunar, verði 134 milljarðar króna. Í afkomuspánni kemur fram sá spádómur að Úrvalsvísitalan muni enda í 6.500 stigum í árslok sem er fimm hundruð stigum minni en fyrri spá hljóðaði upp á. Gangi þetta eftir hækkar vísitalan um 21,6 prósent frá síðasta gildi. - eþa Spá yfir 23 milljarða hagnaðiKAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]ICEX-15 5.344 +0,17% Fjöldi viðskipta: 244 Velta: 2.134 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,90 -0,16% ... Alfesca 4,10 +2,76% ... Atlantic Petroleum 568,00 +0,53% ... Atorka 6,15 +0,49% ... Avion 32,00 +0,31% ... Bakkavör 44,70 +1,59% ... Dagsbrún 5,65 +0,71% ... FL Group 16,90 +0,00% ... ... Glitnir 16,60 -1,19% ... KB banki 732,00 +0,27% ... Landsbankinn 19,80 +0,00% ... Marel 70,20 +0,00% ... Mosaic Fashions 15,50 +1,31% ... Straumur-Burðarás 16,30 +0,00% ... Össur 108,50 +1,40% MESTA HÆKKUN Alfesca +2,76% Flaga +2,30% Bakkavör +1,59% MESTA LÆKKUN Glitnir banki -1,19% Actavis -0,16% Umsjón: nánar á visir.is Sænski ríkislífeyrissjóðurinn AP3 hefur til skoðunar að selja öll hluta- bréf sín í Yahoo, alls þrjú hundruð þúsund hluti, vegna grunsemda um að Yahoo hafi framið mannréttinda- brot. Bandaríska félagið er sakað um að hafa komið gögnum til kín- verskra stjórnvalda er áttu þátt í því að andófsmaðurinn, Shi Tao, var dæmdur til tíu ára tukthúsvistar. Tao notaði Yahoo-pósthólf til að senda viðkvæmar upplýsingar um kínversk stjórnvöld til Bandaríkj- anna. AP3 vinnur eftir siðareglum þar sem leitast er við að stunda ábyrgar fjárfestingar. Ber samkvæmt þeim að forðast fjárfestingar í félögum sem virða ekki þær reglur. Stjórn- endur AP3 hafa sent bréf til Yahoo og óskað eftir skýringum. Yahoo á enn eftir að svara. - eþa AP3 íhugar sölu í Yahoo SPÁ AÐ VÍSITALAN VERÐI Í 6.500 STIGUM Í LOK ÁRS Annar ársfjórðungur lítur ágætlega út fyrir fyrirtæki í Kauphöll að mati KB banka. GLITNIR BANKI Greiningardeild Glitnis hefur eftir skýrslu OECD að beinar fjárfest- ingar hér hafi aukist um 296 prósent á milli áranna 2004 og 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Beinar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi námu 153 milljörðum króna í fyrra og jukust um 296 pró- sent frá árinu á undan. Um met er að ræða. Að sögn greiningardeildar Glitn- is er þetta margfalt meiri vöxtur í erlendri fjárfestingu en mældist á sama tíma í OECD-löndunum. Vöxt- ur erlendra fjárfestinga í öðrum löndum var engu að síður sögulegur en hann nam 46.800 milljörðum króna á síðasta ári sem er 27 pró- senta aukning á milli ára. Beinar fjárfestingar erlendra aðila voru mestar í Bretlandi á síð- asta ári miðað við önnur OECD- lönd. Þær námu rúmum 12.400 milljörðum íslenskra króna og tengjast fjárhagslegri endurskipu- lagningu alþjóðra fyrirtækja á borð við Shell þar í landi auk þess sem hlutur skrifast á reikning milli- ríkjasameininga og -yfirtöku á fyr- irtækjum, að sögn greiningardeild- arinnar. - jab Erlend fjárfest- ing aldrei meiri Pantanir á flugvélum hjá evrópsku flugvélasmiðjunum Airbus hafa dregist mikið saman á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru pantaðar 117 nýjar flugvélar sem er 159 flugvélum færra en á sama tíma í fyrra. Þessu er öfugt farið hjá Boeing, helsta keppinauti Airbus. Flugfélög víða um heim hafa á fyrstu sex mánuðum ársins tryggt sér 487 Boeing-vélar, sem er 48 vélum fleiri en á sama tíma fyrir ári. - jab Engin pöntun á risaþotu Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Saab Það er klassi yfir Saab 9-3 bílunum, enda á Saab sér áratugalanga sögu og er einn öruggasti bíll sem völ er á. Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung í klassíska Saab stílnum þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. *Og verðið er algert einsdæmi fyrir lúxusbíl í þessum gæðaflokki! Klassík á viðráðanlegu verði* 2.590.000 kr. Klassi, öryggi, stíll! Verðið miðast við beinskiptan 1.8 lítra, 125 hestafla bíl. E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 8 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.