Fréttablaðið - 16.07.2006, Side 15

Fréttablaðið - 16.07.2006, Side 15
Björn bóndi heilsar blaða-manni með handabandi um leið og hann gengur inn um dyragættina á hinni nývígðu Úthlíðarkirkju. Stoltið leynir sér ekki enda er þetta hans eigin smíð allt frá frumdrögum, en hann teiknaði bygginguna í félagi við Gísla bróður sinn. Gæti alveg hugsað sér að læra arkitektúr væri hann ungur. „Hún er byggð í sátt við Guð og menn, þessi,“ segir hann og hlær um leið og hann skimar í kringum sig. „Það hefði vissulega verið hægt að gera þetta með ódýrara móti en fyrst við vorum að þessu á annað borð var eins gott að gera það almennilega. Sem betur fer naut ég aðstoðar bróður míns og barna, án þeirra hefði þessi kirkja aldrei risið.“ Það hafði blundað lengi í Birni að reisa kirkju í Úthlíð, enda er hún gömul kirkjujörð og á merka sögu. Fyrir skömmu urðu hins vegar straumhvörf í lífi Björns sem urðu til þess að hann lét til skarar skríða. „Ég ákvað að reisa þessa kirkju til minningar um Ágústu, konuna mína, en hún lést fyrir hálfu öðru ári. Þegar hún veiktist ákvað ég endanlega að reisa kirkjuna, enda bjóst ég við að það væri farið að halla á ævina hjá mér sjálfum. Þegar hún var orðin helsjúk hóaði ég fjölskylduna saman á afmælis- daginn minn 6. júlí 2004 og til- kynnti að ég ætlaði að reisa hér kirkju. Í apríl 2005 var fyrsta skóflustungan tekin og rúmu ári seinna var smiðshöggið rekið á hana. Það var tilfinningarík stund þegar kirkjan var vígð. Ágústa Margrét Ólafsdóttir var stórkost- leg kona og hafði flest til að prýða sem eina konu getur prýtt.“ Nýjar leiðir Björn er bóndi af lífi og sál – „aldrei verið á launaskrá, taktu eftir!“ – fæddur og uppalinn á „bestu bújörð landsins“ og man tímanna tvenna. „Íslenskt þjóðfé- lag hefur breyst svo feikilega mikið á skemmri tíma en ég hef lifað. Hugsanlega voru það mestu breytingar á lífi fólks þegar véla- öldin gekk í garð fyrir alvöru, upp úr miðri síðustu öld og það kom bíll á hvert heimili. Allir gátu þeyst um hvert sem er. Rétt fyrir 1980 varð önnur breyting á högum bænda sem neyddi okkur til að endirmeta stöðu okkar þegar við misstum góða markaði í Banda- ríkjunum og Noregi. Þá stóðu bændur frammi fyrir því að þurfa annaðhvort að bregða búi – og byggðin myndi þarafleiðandi hrynja – eða fara nýjar leiðir.“ Og menn reyndu ýmislegt. Sumir fóru í loðdýrarækt, með skrykkjóttum árangri en aðrir fóru út í ferðaþjónustu, þar sem Björn og sveitungar hans í Bisk- upstungum náðu fljótlega for- ystu. „Við erum svo lánsöm hér að hafa mikið af fallegu landi sem fólk sótti í en sáum fljótlega að við yrðum að koma okkur upp heitu vatni. Við tókum okkur saman, tíu bændur og boruðum eftir vatni sem gerbreytti markaðsstöðunni hjá okkur. Við lögðum hitaveitu hér um allt svæðið og kjölfarið fóru sumarbústaðirnir að spretta upp, á Efri-Reykjum, í Miðhúsum, Brekku, Úthlíð og víðar.“ Nú er svo komið að sveitin er á barmi þess að hægt sé að kalla dreifbýli. „Það geta verið þúsund manns í bústöðunum í Úthlíð einni svo það er ekki vanþörf á kirkj- unni. Alltaf eitthvað að gerast, fólk þarf að láta skíra, ferma og gifta,“ en í gær gekk einmitt fyrsta parið í það heilaga í Úthlíðar- kirkju. „Foreldrar brúðhjónanna beggja hafa reist sér hús hérna. Ég held að brúðurin hafi fyrst komið hingað sjö eða átta ára gömul og verið hér alltaf reglu- lega allar götur síðan. Þetta fólk tók tryggð við þennan stað fyrir mörgum árum og ég veit að svo er með marga fleiri.“ Bændastétt í vanda Með aukinni ferðaþjónustu hefur búskapur hins vegar látið undan í Biskupstungum og Björn fær mjólkina sína núna úr kælinum eins og flestir aðrir. „Þegar ég hóf búskap voru um 70 mjólkurfram- leiðendur í þessari sveit. Núna eru þeir tólf eða þrettán. Ógæfan hefur líka elt okkur í sauðfjár- ræktinni. Það greindist riða í fénu fyrir nokkrum árum sem ekkert gekk að losna við. Fyrir nokkrum árum var svo ákveðið að skera allt fé í sveitinni niður.“ Björn vonar hins vegar að áður en langt um líður komi menn sér upp nýjum stofni, því fjárbændur séu í vanda. „Ég óttast hvað stéttin er orðin gömul. Hver sú stétt sem nær ekki að endurnýja sig er í vanda stödd og ég held að menn átti sig hreinlega ekki á því hvers konar stórslys það yrði ef búskap- ur hryndi. Íslenska dilkakjötið er sannkölluð lúxusvara og ég er ekki í nokkrum vafa að ef nýir menn koma inn í greinina séu bjartir tímar framundan í sauð- fjárrækt.“ Siðfræðin mikilvægari lagabókstafnum Björn bóndi hefur ekki farið var- hluta af uppgangi forríkra kaup- sýslumanna hér á landi og amast svo sem ekki við því. Honum hugn- ast þó ekki nýjustu fréttir af mönnum sem kaupa jarðir í stór- um stíl gagngert til að sprengja upp leiguverð á sumarbústaða- löndum. „Þetta er rétt eins og við höfum séð hvernig ákveðnir kaupsýslu- menn hafa eignast nánast alla verslun og það eru til stórbraskar- ar í Reykjavík sem geta keypt eins mikið af eignum og þeim lystir. Ég er ekki glaður yfir þessu en ég sé ekki að það sé hægt að setja lög til að sporna við þessu. Ég hef stund- um agnúast út í kvótakerfið en þar voru menn þó það framsýnir að setja takmörk á eignarheimildir. Ég vildi sjá það yfir alla línuna; á matvælamarkaði, fjármálageiran- um, fjölmiðlum og svo framvegis. Ég veit svo sem ekki hvert rétta hlutfallið ætti að vera en það þurfa að vera ákveðnar hömlur. Ég hef lært það á langri ævi að gera ekki minna úr siðfræðinni en lagabókstafnum. Menn ættu að muna það að þótt þeir komist til mikilla metorða taka þeir jafn mikið með sér og við hin þegar kemur að kveðjustund. En þótt markaðssamfélagið dragi ekki alltaf það besta fram í fólki verðum við líka að hafa í huga að það hefur aldrei verið jafn mikil velsæld hér á landi. Ég ber virðingu fyrir þeim sem hefur gengið vel, verið duglegir og náð langt og sumir auðkýfingar eru hreinustu afburðamenn. Ég held og vona að þessi velsæld haldi áfram. Þjóðin er vel menntuð og hefur alla burði til að sjá til að svo verði áfram og á að kappkosta að útdeila öllum þessum auði til sem flestra.“ Glaður og hreifur til síðasta dags Að kirkjunni risinni veit Björn ekki hvað tekur við en óttast ekki að eiga eftir að sitja aðgerðalaus. „Það eru ótal verkefni óleyst. Draumur margra sem hafa komið þaki yfir höfuðið er að eiga smá- skika úti í sveit. Það eru ekki nema tíu þúsund fjölskyldur af þeim fimmtíu þúsund í þessu landi sem hafa getað látið þann draum ræt- ast svo þar er mikið verk fyrir höndum. Svo þarf nú líka að nýta kirkjuna fyrst hún er risin, því hún er ekki síður ætluð sem list- hús en guðshús.“ Að öðru leyti veit Björn ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og finnst það ekkert verra. „Ég veit nokkurn veginn hvað hefur gerst og það nægir mér. Ég hlakka alltaf til að vakna á morgnana og verð glaður og hreifur til síðasta dags.“ Auk þess að vera framámaður í ferðaþjónustu bænda fór Björn fyrir starfsbræðrum sínum í málarekstri gegn ríkinu í hinum svokölluðum þjóð- lendumálum. Hann mátti þakka lögspeki Brynjólfs biskups Sveinssonar og Ólafs sonar síns að hann missti ekki 90 prósent af jörð sinni í hendur ríkis- valdsins. „Þegar þjóðlendulög voru samþykkt fyrir sjö árum var framgangan önnur en þingmenn töldu sig hafa samþykkt. Í fyrstu grein laganna segir að þjóðlenda sé fyrir utan eignarlönd. En þarna vant- aði eitt lykilorð: þinglýst eignarlönd. Ríkisvaldið samþykkti því ekki neinar þinglýsingar heldur krafðist þess að bændur sönnuðu eignarrétt sinn alveg til landnáms og að eignin hefði orðið til með réttum hætti.“ Úthlíð á sér langa og mikla sögu. Þar nam Ket- ilsbjarnarættin land – „göfugasta fólkið sem kom til Íslands“ – og þangað áttu hinir voldugu Hauk- dælir ættir sínar að rekja. „Úthlíð var líka auðug kirkjujörð og varð síðar hluti af hinni stórkostlegu Skálholtseign. Brynjólfur biskup í Skálholti var löglærður og árið 1643 tók hann sig til og skrifaði nákvæma lýsingu á eignarmörkum Úthlíðar og öðrum jörðum sem féllu undir biskupsstólinn. Þetta bréf varðveittist og varð forsenda þess að við unnum stóra þjóðlendumálið, því í dómi Hæstarétt- ar segir að fyrst menn töldu þessi eignarmörk rétt fyrir 500 árum hlytu þau að vera það enn í dag. Ég kunni Brynjólfi biskupi miklar þakkir dag- inn sem dómurinn féll,“ segir Björn og hlær. „Og ekki síður syni mínum, Ólafi Björnssyni hæstarétt- arlögmanni, sem stýrði málinu fyrir hönd okkar bændanna. Hann hefur verið forvígismaður í þess- um eignarrétti og vinnur nú að sambærilegum málum fyrir bændur um allt land.“ Þegar Brynjólfur biskup bjargaði Úthlíð Kirkjubóndinn í Úthlíð Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum, hefur um langt skeið unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitinni með miklum árangri. Hann byggir enn og á dögunum var Úthlíðarkirkja vígð, rúmu ári eftir fyrstu skóflustunguna. Bergsteinn Sigurðsson skrapp austur fyrir fjall og heilsaði upp á Björn. Ég hlakka alltaf til að vakna á morgnana og verð glaður og hreifur til síðasta dags.“ ,, SUNNUDAGUR 16. júlí 2006 15

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.