Fréttablaðið - 16.07.2006, Page 18

Fréttablaðið - 16.07.2006, Page 18
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR18 Í fyrradag féll dómur í mesta hneykslismáli síðari tíma í knatt- spyrnuheiminum. Rof varð á hátíðarhöldum vegna heimsmeistara- titils Ítala og athyglin beindist að liðunum fjórum sem hlutu harð- ari refsingar en flestir áttu von á. Einar Logi Vignisson veltir hinum stranga dómi fyrir sér og skoðar þann jarðveg sem málið er sprottið úr. Hneykslismálið sem ýmist hefur verið kallað calciopoli eða Moggio- poli á Ítalíu er mesta áfall sem ítölsk knattspyrna hefur orðið fyrir. Það hvernig haldið hefur verið á málarekstrinum og harðir dómar yfir liðunum sem féllu í fyrradag eru þó vísir um að betri tíð sé framundan. Að Ítölum takist loksins að taka til hjá sér og breyta hegðun eigenda knattspyrnulið- anna. Kjarni calciopoli-málsins er nefnilega ekki þau einstöku atvik sem liðið voru ákærð fyrir heldur langvarandi hegðunarmynstur sem er því miður ekki bara bundið við knattspyrnuna þar í landi held- ur samfélagið almennt. Við gætum sagt það endurspegla „andrúmið í samfélaginu“ eins og svo gjarnan var tekið til orða hér á landi í frægu upphlaupsmáli. Hina ofsa- fengnu umræðu og hörðu dóma verður að skilja í þessu samhengi, segja má að verið sé að gefa tóninn fyrir nýtt upphaf, nýtt siðferði. Jafnframt að refsa liðunum og stjórnendum þeirra fyrir að hafa verið slæmir strákar í mörg ár fremur en að kveða upp dóma út frá ákæruliðunum eingöngu. Hreinir fætur Upphaf málsins á sér sömuleiðis flóknar sögulegar rætur. Það er villandi framsetning að rannsókn- inni hafi verið beint gegn Juventus, að grunur um spillingu hjá liðinu hafi hrundið rannsókninni af stað. Upp komst um athæfi Juventus fyrir tilviljun vegna rannsóknar á óskyldum málum. Fyrir hálfum öðrum áratug skáru Ítalir upp mikla herför gegn mafíunni. Her- ferðin var nefnd hreinar hendur (mani puliti) og í stíl við hana hefur vorhreingerningin í fótboltanum að sjálfsögðu verið nefnd hreinir fætur (piedi puliti). Grunnurinn að árangri baráttunnar gegn mafí- unni var aukið sjálfstæði dómstóla og ríflegar heimildir rannsóknar- dómara og saksóknara til sjálf- stæðra rannsókna. Lögfróðir menn segja mér að óvíða á Vesturlönd- um hafi skrifstofur saksóknara jafn mikið sjálfstæði og á Ítalíu og sem dæmi um víðtækt valdsvið þeirra er að sími Luciano Moggi var hleraður í heilt ár áður en ákærur voru gefnar út og var þó Moggi með hreint sakarvottorð og rannsóknin beindist í upphafi ekki að honum. Það voru rannsóknar- dómarar í Flórens og Napóli sem ýttu málinu af stað. Viðurnefnin calciopoli og Moggiopoli eiga sér þá skýringu einmitt að rannsóknin hófst í Napólí auk þess sem Moggi er frá borginni. Calcio er ítalska heitið á knattspyrnu, merkir ann- ars kalk og er tilvísun í að línurnar á leikvellinum voru markaðar með kalki. Það virðist öllum gleymt hvað þessir rannsóknaraðilar voru að rannsaka í upphafi og satt best að segja fer lítið fyrir því í umfjöllun um málið. Eingöngu hefur verið klifað á því að þeir hafi verið að rannsaka spillingarmál tengd knattspyrnunni og kveikjan eflaust verið áralangur vandræðagangur, óráðsía og spilling í kringum lið þessara borga. Óbeint tengdist líka rannsókn saksóknara í Tórínó lyfjagjöf lækna Juventus um miðj- an síðasta áratug sem kostaði nokkra leikmenn leikbönn á sínum tíma en þótti aldrei fullrannsakað. Einnig var rannsökuð ólögleg veð- málastarfsemi Camorra-mafíunn- ar í Napólí. Bæði Napólí og Fior- entina hafa orðið gjaldþrota á undanförnum árum og þurft að hefja nýtt líf í neðstu deild undir nýjum heitum þótt gömlu nöfnin hafi reyndar fljótt verið tekin upp aftur. Nýir eigendur hafa ekki reynst miklir siðbótarmenn og legið undir ámælum um sitthvað misjafnt. Rannsóknaraðilarnir í Flórens og Napólí voru að kryfja málefni heimaliðanna hvorí sínu lagi en rannsóknir þeirra leiddu bæði teymin að sama stað. Þræð- irnir lágu til umboðsmannsins All- essandro Moggi og þaðan til föður hans Luciano Moggi og þess lygi- lega vefs sem hann var búinn að spinna og festa tugi manna í. Fjölskylduskyldur fjötra „Engir fjármunir hafa skipt um hendur. Hver átti að hagnast á þessu?“ spurði Silvio Berlusconi sárreiður í vikunni forundrandi yfir ásökunum í garð síns heitt- elskaða liðs AC Milan. Þetta virð- ist rétt hjá Berlusconi, engar sann- anir eru um að einhverjum hafi verið mútað og það er hálfgert aukaatriði í málinu. Því er skondið að málið er iðulega nefnt mútu- hneyksli í íslenskum fjölmiðlum. Málið snýst ekki um Rolexúr eða að útvega dómurum gleðikonur eins og Moggi var ásakaður um þegar hann stýrði Tórínó fyrir tæpum tuttugu árum. Það snýst hins vegar um hina sérítölsku sam- tryggingu og fyrirgreiðslu sem gegnsýrir allt samfélagið. Fjötrar sem Ítalir verða að losa sig úr fyrr en síðar ef þeir vilja að samfélags- gerð þeirra þróist í átt til þess sem tíðkast norðar í álfunni. Þótt Ítalir séu stoltir af fjölskyldugildum sínum þá eru þeir fyllilega meðvit- aðir um þessa staðreynd og meiri- hluti almennings vill sjá samfélag- ið færast í þessa átt. Það er hins vegar afar erfitt að breyta rót- grónum hugsunarhætti og alda- gömlum hefðum. Ítalir hafa ævin- týralega þörf fyrir að hafa traust öryggisnet fjölskyldu, ættingja, vina, vinnuveitenda og fólks í atvinnulífinu í kringum sig. Eitt af því sem aðgreinir mann- inn frá flestum öðrum dýrateg- undum er sá langi tími sem afkvæmin þurfa skjól hjá foreldr- um sínum. Það sem aðgreinir ítölsku afkvæmin frá afkvæmum annarra þjóða er að þessi tími er sérlega langur. Tveir af hverjum þremur Ítölum búa enn í foreldra- húsum 27 ára gamlir. Ítalir fara helst ekki að heiman fyrr en námi er lokið og þeir hafa fengið trausta vinnu. Sömuleiðis stofna þeir ekki til hjúskapar fyrr en að loknum nokkrum árum á vinnumarkaði, hvað þá að þeir eignist börn enda fækkar Ítölum meira en nokkurri annarri þjóð í veröldinni. Skyld- urnar við fjölskylduna eru miklar. Harðir dómar boða siðbót á Ítalíu FAGNAÐ OF SNEMMA Juventus hefur verið svipt síðustu tveimur meistaratitlum sínum. Hér sést fyrirliðinn Alessandro Del Piero halda á bikarnum sem liðið hlaut í vor eftir að hafa sigrað í Serie A. Del Piero er einn örfárra stjörnuleik- manna sem mun taka þátt í baráttu liðsins við að komast upp úr Serie B. Flestir sem fagna með honum á þessari mynd, m.a. Fabio Cannavaro fyrirliði ítalska landsliðsins, verða komnir í aðra búninga í haust. Hvað verður um leikmennina? Dómurinn mun ekki hafa teljandi áhrif á leikmannamál AC Milan en mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hin liðin þrjú. Lazio og Fiorentina standa það veikum fótum fjárhagslega fyrir að vistin í Serie B gæti reynst þeim þungbær. Í tilviki Lazio gæti vistin jafnvel riðið félaginu að fullu. Lazio á svo sem ekki marga stjörnuleikmenn og gæti haldið megninu af mannskapnum þótt Oddo, Liverani, Behrami o.fl. hverfi á braut. Fiorentina á fleiri stjörnur og í það minnsta hálft byrjunarliðið stekkur frá borði. Luca Toni er eftirsóttasti leikmaðurinn en Fiore, Jorgensen og Pazzini eru einnig of sterkir til að dvelja í Serie B. Kaupin á aumingja Adrian Mutu ganga svo að sjálfsögðu til baka, hvar sem hann nú endar. En það eru stjörnur Juventus sem flestir berjast um. Buffon, Cannavaro, Zambrotta, Emerson, Viera, Trezeguet og Ibrahimovic verða allir seldir. Fyrirliðinn Del Piero fer hvergi enda „bandiera“, tákngervingur félagsins og Juve þarf á slíkum mönnum að halda. Einhverjar fleiri stjörnur gætu orðið eftir, félagið þarf að halda andlitinu og tryggja sér skjóta endurkomu í efstu deild. Mögulegt er að skipt verði á leikmönn- um, jafnvel reynt að lána einhverja leikmenn í eitt tímabil og beita öllum þeim hundakúnstum sem Ítalir kunna þótt konungur markaðarins, eins og Moggi var kallaður, sé horfinn á braut. SLEGIST UM ZLATAN Inter, Real Madrid og Man. United auk fleiri liða eru sögð hafa áhuga á Zlatan Ibrahimovic.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.