Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2006, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 16.07.2006, Qupperneq 19
MOGGIOPOLI Silvio Berlusconi sést hér í sjónvarpsþætti horfa upp til hins mikla örlaga- valdar í hneykslismálinu, Luciano Moggi, en við hann er hneykslið kennt. Íslendingar eru frændræknir en okkar hefð er sú að frændsemi sé lofsverð fremur að hún sé skylda. Ég hef stundum að gamni mínu dregið upp einfaldaða mynd af þessum mun. Segjum að frænka mín utan af landi sé á leið til náms í höfuðstaðnum. Símtal frá föður hennar gæti verið á þessa leið. „Sæll frændi. Hún frænka þín er að byrja í háskólanum í haust. Ekki gætirðu aðstoðað hana við að finna íbúð?“ Ítalska símtalið væri miklu styttra: „Sæll frændi. Hún frænka þín er að byrja í háskólanum í haust.“ Undirliggjandi er að þú átt að útvega henni íbúð ef þú hrein- lega hýsir hana ekki sjálfur. Alla- vega liggur boltinn alfarið hjá þér. Ólöglegt samráð Einhverjum kann að þykja þetta heldur háspekilegt hjá mér og miklar málalengingar um hneyskli í fótboltaheiminum. En ég tel að málið verði lítt skiljanlegt nema að sá jarðvegur sem það sprettur úr sé skoðaður. Moggi lék snilldar- lega hinn stranga fjölskylduföður sem ætlaðist til skilyrðislausrar hlýðni og fékk hana. Menn létu ýmislegt yfir sig ganga til að fá að vera með í selskapnum hans Moggi þótt það væri óljóst hvað menn fengju í staðinn. Moggi náði ein- faldlega meiri völdum með beinum og óbeinum hætti en dæmi eru um í ítalskri knattspyrnu og menn tóku þátt í vitleysunni hvort sem þar hefur ráðið ótti, von um að þeim yrði launaður greiðinn síðar eða hreinlega tóm heimska og aðgæslu- leysi. En hvað er það nákvæmlega sem Moggi og félagar voru að bralla og fyrir hvað er verið að refsa liðunum? Það er ekki alveg einfalt mál að átta sig á því og hinn 154 blaðsíðna dómur sem birtur var á föstudaginn er mikið torf að lesa sig í gegnum. Með gífurlegum einföldunum má segja að kjarni málsins sé það sem við getum kall- að ólöglegt samráð. Og liðunum, forsvarsmönnunum og dómurun- um er fyrst og fremst refsað fyrir að hafa stundað þetta ólöglega samráð fremur en einstök málsat- vik. Ákærðu eru fundnir sekir um að hafa rætt um (og jafnvel sam- mælst um) niðurröðun dómara á leiki og þar með gengið gegn anda íþróttarinnar. Dómurinn er að því leyti mjög merkilegur að hann er fyrst og fremst siðferðilegur. Ákærðu eru taldir hafa hegðað sér ósiðlega og beitt áhrifum sínum á ósæmilegan hátt. Þeir leikir sem þessi hegðun hafði áhrif á eru vissulega tilgreindir en dómurinn tekur fram að mjög erfitt sé að sanna það að úrslitunum hafi verið hagrætt og í raun sé þess ekki þörf, brotaviljinn sé næg ástæða til refs- ingar fremur en brotin sjálf. Þetta er í senn styrkleiki og veikleiki dómsins. Styrkleiki vegna þess að með honum er sleginn nýr tónn og skýrt kveðið á um að framkoma af þessu tagi verði hreinlega ekki liðin, hvort sem hún hefur bein áhrif á leiki eða ekki. Veikleiki vegna þess að ákærðu eiga erfitt með að verja sig, segja má að sönn- unarbyrðin hafi verið færð yfir á þá að sanna sakleysi sitt. Þetta er svolítið eins og að vera settur í skammarkrókinn fyrir að hafa verið óþekkur voðalega lengi og fá ekki að vita almennilega fyrir hvað. Þetta er sérstaklega áber- andi í dómunum yfir Lazio, Fior- entina og Milan. Mér er til efs að þessum liðum hefði verið refsað svona hart ef Juventusmenn hefðu ekki gengið svona langt í verkum sínum og dómurinn yfir þeim verið jafn strangur. Þáttur AC Milan er t.d. svo óljós að viðbrögð Berlsus- coni við honum eru mjög skiljan- leg en hann telur að dómurinn sé pólitískur, fyrst og fremst beint gegn sér og ef hann væri ekki eig- andi liðsins hefði liðinu verið sleppt. Sömuleiðis virðist hörð refsing Lazio og Fiorentina eiga rætur sínar í áralöngum vand- ræðagangi þeirra liða. Þau lágu einfaldlega vel við höggi. Pólitískur dómur? Það er ýmislegt til í því hjá Berlus- coni að dómurinn sé pólitískur þó kannski ekki á sama hátt og hann vill skilja það. Knattspyrnuyfir- völd fengu skýrslu um málið í september en stungu henni undir stól. Rannsóknaraðilunum var gróflega misboðið en gerðu ekkert í málinu fyrr en í maí þegar líklegt var að stjórn Berlusconi myndi falla. Þá láku þeir málskjölum í pressuna og ný ríkisstjórn tók völdin af knattspyrnusambandinu. Það er ofsóknaræði hjá Berlsuconi að halda að málinu hafi verið beint gegn sér enda sleppur Milan giska billega. En færa má rök fyrir því að málið hefði þróast á annan hátt ef Berlusconi hefði borið sigur úr býtum í þingkosningunum í vor. Það hverjir voru valdir til að skipa dóminn og sækja málið gaf tóninn um að valdatíð Berlusconi væri lokið. Stjórn hans barðist hart gegn sjálfstæði dómstóla og breytti lögum þannig að ekki væri hægt að sækja Berlusconi til saka fyrir spillingarmál. Nú hafa ákær- ur verið gefnar út að nýju gegn fjölmiðlakónginum. Dómnum í calciopoli-málinu er klárlega ætlað að vera yfirlýsing um að hart verði tekið á öllum spill- ingarmálum nú þegar Berlusconi getur ekki lengur gripið inn í. Og af þeim sökum er óhugsandi að áfrýjunardómstóll sýkni ákærðu. Þó er líklegt að refsingar verði eitthvað mildaðar þótt ekki væri nema fyrir þá staðreynd að ein- hvers konar sátt verður að nást við liðin um að una niðurstöðunni. Annars er hættan sú að þau reyni að sækja málin fyrir öðrum dóm- stólum innanlands og utan. Gæti þá málið verið að velkjast um árum saman með tilheyrandi vandræða- gangi og hættu á himinháum skaða- bótum. Íþróttaforystan á Ítalíu er ekki ein um það að vera illa við afskipti almennra dómstóla af málum hreyfingarinnar, leggur t.a.m. Knattspyrnusamband Evr- ópu mikla áherslu á að missa málin ekki þangað. Leikfélög auðmanna Hneykslismálið kann að hafa víð- tækar afleiðingar fyrir eigendur knattspyrnuliða. Líklegt er að hreinsað verði til í forystusveitum fleiri liða en að málinu komu. Einn- ig gæti málið leitt til þess að áhugi auðmanna á að eiga knattspyrnulið minnki og fleiri liðum verði breytt í hlutafélög. Löngu áður en auð- menn á borð við Roman Abramov- its ákváðu að gaman væri að eiga fótboltalið sér til skemmtunar varð það tíska á Ítalíu að eiga eitt stykki fótboltalið. Agnelli-fjölskyldan hefur átt Juventus síðan 1924 og beitt liðinu miskunnarlaust sem áróðurstæki í gegnum tíðina þótt það hafi dregið verulega úr því eftir dauða Gianni Agnelli. Eignar- haldið á AC Milan er grunnurinn að velgengni Silvio Berlusconi í stjórnmálum, miklu frekar en fjöl- miðlaveldi hans. Gullaldarliðið með Hollendingana þrjá í broddi fylkingar fyllti ítölsku þjóðina miklu stolti og gaf þá mynd að Berlusconi væri sannarlega Mídas konungur sem öllu breytti í gull. Þrír nafntogaðir eigendur hafa orðið gjaldþrota á undanförnum árum og tengst miklum hneykslis- málum, Tanzi hjá Parma, Cragnotti hjá Lazio og Cecchi Gori hjá Fior- entina. Það þykir því ekki eins fínt og áður að eiga fótboltalið og eig- endurnir ekki álitnir merkilegir pappírar almennt. Dómurinn í hnotskurn Juventus er dæmt niður í Serie B og hefur leiktíðina með -30 stig. Missir meistaratitla síðustu tveggja ára, fyrri titlinum verður úthlutað til annars liðs en fyrir yfirstandandi leiktíð verður ekki veittur meistaratitill. Fiorentina er dæmt niður í Serie B og hefur leiktíðina með -12 stig. Lazio er dæmt niður í Serie B og hefur leiktíðina með -7 stig. AC Milan missir helming stiga sinna í vetur og missir því af Evr- ópusæti. Hefur næstu leiktíð í Serie A með -15 stig. Luciano Moggi og Antonio Gir- audo hjá Juventus mega ekki koma nálægt stjórnun knatt- spyrnuliða næstu fimm ár. Adria- no Galliani hjá AC Milan fær bann í eitt ár og Leonardo Meani í þrjú og hálft ár. Eigandi Fiorent- ina, Andrea Della Valle, fékk þriggja og hálfs árs bann og bróðir hans Diego fjögurra ára. Eigandi Lazio, Claudio Lotito, fékk þriggja ára bann. Fjölmargir dómarar fengu löng bönn og binda þau í flestum til- vikum enda á feril þeirra þar sem þeir verða komnir á aldur þegar bönnunum lýkur. Umsjónar- menn dómaramála fengu jafn- framt löng bönn og er ekki talið að þeir eigi afturkvæmt til starfa tengdum knattspyrnunni. SUNNUDAGUR 16. júlí 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.