Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 16.07.2006, Qupperneq 62
30 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR LIÐ UMFERÐARINNAR Bjarni Guðjónsson Hólmar Örn Rúnarssom Sigurvin Ólafsson Stefán Örn Arnarson Petr Podzemsky Fjalar Þorgeirsson Kenneth Gustavsson Ármann Smári Björnsson Ragnar Sigurðsson Arnar Jón Sigurgeirsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4-3-3 FÓTBOLTI FH-ingar hafa gott tak á KR í Íslandsmótinu og hafa ekki tapað fyrir liðinu í deildarleik síðan í fyrri umferðinni 2003. Eftir það hafa liðin mæst sjö sinnum, FH hefur unnið sex leiki en einn endaði með jafn- tefli. Markatalan sam- tals í þessum sjö leikjum er 17-1 fyrir FH. Í síð- ustu umferð mættust liðin í Kaplakrikanum og FH vann 2-0 sigur. „Þeir fengu frábært tækifæri til að komast yfir en heilt yfir fannst mér sigur okkar vera sann- gjarn. Það var þó óneitanlega mikið lánleysi yfir KR-ingum í þessum leik, klúðra þessu dauða- færi og svo skorar Bjarnólfur sjálfsmark. Það var svekkjandi fyrir þá en að sama skapi gleðiefni fyrir okkur, það er aldrei leiðin- legt að vinna KR-ingana,“ sagði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, miðju- maður FH, sem hefur verið valinn leikmaður 10. umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Ásgeir skoraði annað markið í leiknum og átti stóran þátt í því fyrra. „Það hefur gengið vel hjá mér í síðustu leikjum en aðalatrið- ið er að sjálfsögðu það að lið manns nær að sigra. Það hefur gengið vel á báðum vigstöðvum en þrátt fyrir að við höfum gott forskot eins og er þá verður þetta erfitt. Öll lið vilja vinna okkur og leggja sig því enn meira fram í leikjum gegn okkur.“ Þegar tíu umferðir eru búnar hefur FH tíu stiga for- skot í deildinni og var liðið að styrkja sig enn frekar því norski sókn- armaðurinn André Shei Lindbeak var að semja við félagið. „Mér líst nokkuð vel á hann. Mér sýnist það á æfingum að þetta sé markaskor- ari, hann er að halda boltanum vel,“ sagði Ásgeir Gunnar. Ásgeir er uppalinn í FH en spilaði með Stjörnunni um tíma. „Ég kláraði þriðja flokk í FH og fór svo í Stjörnuna, ég var ósáttur á þess- um tíma og ákvað því að skipta um lið. Ég fékk fína reynslu í öðru liði og sneri aftur á heimaslóðir 2002 og þar hefur náttúrulega gengið rosalega vel.“ Ásgeir hefur einnig smá reynslu af því að spila erlendis. „Ég fór sem skiptinemi til Ástral- íu þegar ég var átján ára og spil- aði í 2. deildinni. Ég meiddist reyndar illa á ökkla og missti af helmingnum á tímabilinu. Þetta var samt mjög skemmtileg en sér- stök upplifun, ágætis fótbolti var spilaður þarna. Það er mikið af innflytjendum þarna og þar sem ég spilaði var mikið af Bretum og Ítölum og svo voru nokkur lið sem voru nán- ast bara með króatíska leikmenn og svo mætti áfram telja. Það voru mjög lunknir leikmenn inni á milli. Þetta var stórskemmtileg upplifun.“ FH er einnig í eldlínunni í Evr- ópukeppninni um þessar mundir og liðið leikur seinni leik sinn gegn TVMK Tallinn frá Eistlandi á Kaplakrikavelli á miðvikudag. „Við náðum fínum úrslitum úti þannig að við eigum betri mögu- leika. En þetta eistneska lið er fínasta fótboltalið og spilar mjög vel, þannig að það er ljóst að við megum ekkert slaka á. Það er allt- af gaman að spila Evrópuleiki og ekki var leiðinlegt að sjá Atla Guðnason skora sigurmarkið í uppbótartíma í fyrri leiknum. Markið var líka stórglæsilegt og ekki leiðinlegt fyrir hann í sínum fyrsta Evrópuleik,“ sagði Ásgeir en FH vann leikinn ytra 3-2. Ásgeir er mjög fjölhæfur leik- maður en var ekki lengi að hugsa sig um þegar hann var spurður hvar hann vildi helst spila. „Mér finnst skemmtilegast að spila á miðri miðjunni, þá fær maður að taka þátt í sókn og vörn. Annars spilar maður bara þá stöðu sem þjálfarinn lætur mann í,“ sagði Ásgeir en atvinnumennskan er ekki ofarlega í huga hans. „Ég stefni ekkert sérstaklega á að komast út en skoða náttúrulega allt sem býðst. Annars er staðan þannig hjá mér í dag að ég er í háskólanámi og á nóg eftir af mínu námi svo hugur minn er við það. Ég er bara mjög ánægður með þetta eins og þetta er í dag.“ elvargeir@frettabladid.is Skemmtilegast að spila á miðjunni Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur átt frábært tímabil með FH í Landsbankadeildinni og hefur verið á skot- skónum í síðustu leikjum. Ásgeir er uppalinn í FH en hefur haft viðkomu í Garðabæ og Ástralíu. MAÐUR UMFERÐARINNAR Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur hér betur í baráttu um boltann við Mario Cizmek, leikmann KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH taka á móti bikarmeisturum Vals í eina leik kvöldsins í Landsbankadeild- inni. Leikur Vals í deildinni hefur verið ansi kaflaskiptur í sumar en þrátt fyrir það er Garðar Gunn- laugsson fullur tilhlökkunar fyrir leikinn í kvöld. „Ég ætla nú rétt að vona að veðrið skáni, mér líst ekk- ert á ef þetta helst svona,“ sagði Garðar í gær. Þetta er verðugt verkefni því þeir eru náttúrulega enn ósigraðir í deildinni. Hjá okkur hefur þetta aftur á móti verið upp og ofan, á góðum degi getur enginn unnið okkur en hins vegar er eins og við séum sjálfir okkar verstu óvinir,“ sagði Garðar. Valsliðið er nýkomið frá Danmörku þar sem það lék gegn sterku liði Bröndby og tapaði 3-1 en Garðar skoraði mark Vals í leiknum. „Það var mjög fínt í Danmörku, sól og mikill hiti og þá hef ég aldrei spilað á betri velli á ævi minni. Svo skemmdi ekki fyrir að ég náði að skora,“ sagði Garðar en markið hans var ansi fallegt, með skalla eftir sendingu frá Baldri Aðal- steinssyni. „Þessi ferð nær von- andi að lyfta mannskapnum upp fyrir leikinn gegn FH. Við áttum mjög góðan leik þarna úti þótt miðja og vörn hefðu getað verið þéttari fyrsta hálftímann en um leið og við löguðum það þá sáum við að við áttum alveg í fullu tré við þá. Bröndby er samt mjög gott lið og er spilar vel,“ sagði Garðar. Hann segir að þótt möguleikar Vals á Íslandsmeistaratitlinum séu ekki lengur til staðar ætli liðið að lyfta sér upp töfluna núna í seinni hlutanum og þá sé stefnan sett á að verja bikarmeistaratitil- inn en Valur mætir Víkingi í átta liða úrslitum þar. - egm Bikarmeistararnir heimsækja Íslandsmeistarana: Verðugt verkefni MEISTARASLAGUR Þessi mynd er úr viðureign FH og Vals í Hafnarfirði í byrjun tímabils þegar liðin mættust í Meistarakeppni KSÍ.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Íslenska U21 landslið kvenna er nú í Noregi þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti U21 kvenna. Leikið er í Stavanger og eiga stelpurnar sinn fyrsta leik í dag þegar þær takast á við stöllur sínar frá Noregi. Annar leikur liðsins er svo á þriðjudaginn þegar leikið verður við Bandaríkin og svo verður leikið gegn Dönum á fimmtudag. Á laugardag verður svo leikið um sæti á mótinu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálf- ari liðsins en hún er með átján manna leikmannahóp með sér. Fimm eldri leikmenn mega vera í hópnum en hjá Íslandi eru það Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir úr Breiðabliki, Hólmfríður Magnús- dóttir úr KR, Ásta Árnadóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir úr Val og Erla Steina Arnardóttir úr Mallbacken sem eru eldri. Sú síð- astnefnda er einnig sú eina í hópn- um sem leikur erlendis. - egm U21 landslið kvenna: Leikið gegn Noregi í dag MAGRÉT LÁRA Er með U21 landsliðinu í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Frítt á völlinn í kvöld Actavis, aðalstyrktaraðili FH, býður frítt á leik liðsins gegn Val í Landsbankadeild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20 á Kaplakrikavelli. > Ísland tapaði aftur Íslenska U20 landsliðið í körfubolta tapaði fyrir liði Georgíu 89-80 í B-deild Evrópumóts í Lissabon í Portúgal í gær. Jóhann Árni Ólafsson úr Njarðvík skoraði 27 stig fyrir íslenska liðið í gær en Pavel Ermolinskij var með 23 stig. Alexander Dungal skoraði fjórtán stig og Kristján Sig- urðsson níu. Íslensku strákarnir hafa nú tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og eru líklega ákveðnir í að ná langþráðum sigri þegar þeir leika gegn Finnlandi í dag. Einar Árni Jóhannsson þjálfar U20 landsliðið. FÓTBOLTI Indriði Sigurðsson flakk- ar nú á milli liða á Englandi í leit að næsta áfangastað en hann er á förum frá Belgíu þar sem hann spilaði með Genk. Indriða hefur alltaf langað til að reyna fyrir sér á Englandi og fór fyrr í vikunni til reynslu hjá Southampton. Indriði heillaði forráðamenn liðsins greinilega ekki nægilega mikið til að vera boðinn samning- ur og er hann því kominn til Ips- wich þar sem hann mun dveljast í nokkra daga. Hermann Hreiðars- son, sem lék áður með Ipswich, benti liðinu á Indriða og verður gaman að sjá hvort landsliðsmað- urinn næli sér í samning á Eng- landi. - hþh Indriði Sigurðsson: Æfir nú með Ipswich INDRIÐI Er á förum frá Belgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANNA Árbærinn eða Breiðholtið? Breiðholtið. Tína rusl eða slá gras? Slá rusl. Uppáhaldsskemmtistaður? Sturtan í klefanum okkar. Besti staður í heimi? Sturtan í Fylkis- klefanum. Fylkir er... næstbesta lið á Íslandi eins og er. Að vera með svín framan á sér er... móðins. Leifur er... með munninn fyrir neðan nefið. Hver er seinastur á æfingar? Jón B. Hermannsson á það skuldlaust. Snúður með karamellu eða súkku- laði? Klárlega karamellu. Hver er besti leikmaður heims? Andrea Pirlo. Ef ekki fótbolti þá... almenn verka- mannastörf. Neighbours eða Bold and the Beati- ful? Hvorugt, Leiðarljós. Justin eða Metallica? Justin. Hvar endar Fylkir? Ofarlega. MEÐ EYJÓLFI HÉÐINSSYNI KR er... flottasti klúbburinn. KR eða Grindavík? KR. Skora eitt eða leggja upp tvö? Skora eitt. Björgólfur, Rógvi eða Garðar? Skiptir engu máli. Teitur Þórðarson er... góður þjálfari. Voru morgunæfingarnar óþarfar? Nei. Hvað er að framherjunum hjá KR? Þeir skora engin mörk! Hvernig gastu klúðrað færinu á móti FH? Úff... ég hef engin svör. Í hvaða sæti lendir KR í deildinni? 2. sæti. Hverjir verða Íslandsmeistarar? Mér sýnist það ætla að vera FH. Besti leikmaður deildarinnar? Kristján Finnbogason á góðum degi. Erfiðasti andstæðingur? Ætli það sé ekki ég sjálfur. Saknarðu hársins? Já, ég er að safna. Ítalía eða Frakkland? Ítalía. Zidane eða Ronaldinho? Ronaldinho. Besti leikmaður heims? Ronaldinho, ekki spurning. 60 SEKÚNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.