Fréttablaðið - 03.08.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 03.08.2006, Síða 32
[ ] Fylgihlutir eru alltaf vinsælir og nóg er úrvalið í búðun- um. Blaðamaður rölti niður Laugaveginn og fékk að vita hvað væri heitast í verslunun- um í dag. Fylgihlutir eins og hálsmen, arm- bönd, töskur, klútar og belti geta gert kraftaverk þegar maður vill lífga upp á útlitið. Það þarf ekki að kaupa rándýrar gallabuxur eða jakka þegar maður er kominn með leið á fataskápnum. Stór hálsfesti breytir svarta bolnum í nýjan skvísubol og belti yfir kjólinn lætur hann líta út sem nýjan. Á Laugaveginum eru marg- ar skemmtilegar búðir sem selja skart og aðra fylgihluti. Það er mikið úrval; Gyllt, klass- ískt, pent og íburðarmikið. Það þarf ekki mikið til að gleðja tísku- hjartað og því um að gera að leyfa glysgirninni að fá útrás. erlabjorg@frettabladid.is Heitustu fylgihlutirnir Mánaeyrnalokkar. Flottir gylltir eyrnalokkar sem eru skemmtilegir þegar þvælst er úti á sumar- nóttum. Fást í Glamúr og kosta 750 krónur. ... og armband í stíl 3.550 krónur. Pilgrim hálsmen og armband. Pilgrim er dönsk hönnun sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslands- markaði síðustu árin. Það heitasta í sumar er að vera með margar mismunandi festar í einu þannig að það er um að gera að byrja að safna. Pilgrim fæst meðal annars í Hallberu, og kostar festin 7.100 krónur... Sebraspöng. Þegar hárið lætur ekki að stjórn getur verið ansi þægilegt að setja flotta spöng í hárið. Spöngin lífgar líka upp á og gefur manni smá sixties-yfirbragð. Í Skarthúsinu fást alls kyns spangir, m.a. með hauskúpum og skræpóttu munstri. Þessi spöng kostar 350 krónur. Gyllt armband frá ONI í stíl við eyrnalokkana og kostar 1.290 krónur. Gyllta æðið. Gullið er ekkert á leiðinni út þó það sé nú sameinað með sterkum sumarlitum. Gylltir eyrnalokkar standa alltaf fyrir sínu. Þessir fást í ONI og kosta 1.590 krónur. Stór leðurtaska. Það er ekki verra að hafa snyrtitöskuna sína, auka peysu og alls kyns fylgihluti í töskunni sinni ef stemningin breytist á augabragði og það þarf að fríska upp á útlitið. Þessi taska getur borið þetta allt auk þess að vera flott á öxlinni. Fæst í Friis Company og kostar 7.490 krónur. Hálsfesti. Þó að fataskápurinn sé ekki fullur af fötum í skræpóttum og sumarlegum litum getur maður farið í sumargírinn með því einu að skella á sig litríkri hálsfesti. Hálsfestar fást í mörgum litum í Skarthús- inu og kostar þessi 1.290 krónur. Stór sólgleraugu. Því stærri sem sólgleraugun eru, því betra. Kvik- myndastjörnuútlitið er dularfullt, kynþokkafullt og sætt - allt í senn. Sólgleraugun sóma sér líka vel ofan á hausnum þegar sólin felur sig bakvið skýin. Alls kyns sólgleraugu fást í Skarthúsinu og kosta þessi 990 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Klútur með hauskúpum. Hauskúp- urnar eru að koma inn í tískuna með smá hörku og töffaraskap með sér. Klútarnir eru flottir bundnir um hálsinn, yfir hárið eða hvernig sem manni dettur í hug. Fást í mismun- andi stærðum og þykkt í Skarthús- inu og kosta 690 krónur. Belti með gylltri skreytingu. Flott teygjubelti í mittið sem hentar sér- staklega vel við svartan kjól eða látlausan klæðnað til að gera hann aðeins meira áberandi. Beltin hafa verið vinsæl síðustu mánuði enda flott til að lífga upp á eða undirstrika kvenlegan vöxt. Fæst í Glamúr á 2.500 krónur. Tískan teygir anga sína víða Tískustraumanna gætir ekki síður í íþróttafatnaði en öðrum fatnaði. Kylfingar geta líka verið smart. 15% afsláttur af öllum vörum til 5. ágúst Töskur, ferðatöskur, seðlaveski, leðurjakkar, skart og fleira. Gríptu tækifærið! Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Fyrir börn Kids

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.